Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis

Trún­að­ar­manna­ráð Sam­eyk­is seg­ir Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóra Strætó, gera til­raun til að kom­ast hjá því að greiða starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Það geri hann með því að tala fyr­ir út­vist­un á verk­efn­um Strætó. Jó­hann­es seg­ir akst­ur stræt­is­vagna og rekst­ur þeirra ekki grunn­hlut­verk Strætó.

Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Óánægð með Jóhannes Trúnaðarmannaráð Sameykis er lítt hrifið af yfirlýsingum framkvæmdastjóra Strætó. Mynd: Strætó bs.

Yfirlýsingar Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó, um útvistun á akstri strætisvagna eru tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum Strætó laun samkvæmt kjarasamningum á opinberum markaði. Svo segir í yfirlýsingu Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem lýst er mikilli óánægju með framgöngu Jóhannesar.

Tilefni yfirlýsingarinnar er viðtal við Jóhannes sem birtist í Viðskiptablaðinu 9. apríl síðastliðinn. Í viðtalinu segir hann að akstur strætisvagna og rekstur þeirra sé ekki hluti af grunnhlutverki Strætó heldur felst það í skipulagningu og þjónustu. Þegar sé á milli 50 til 60 prósent aksturs Strætó útvistað, til Kynnisferða og Hagvagna, sem er dótturfyrirtæki Hópbíla. Það hlutfall hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár.

Í fjármálagreiningu KPMG fyrir Strætó, sem Stundin greindi frá í gær, kemur fram að fjárhagsstaða félagsins er afleit og sökum þess hefur það enga burði til að ráðast í endurnýjun á vagnaflota sínum, sem þó er orðin mjög aðkallandi. Meðalaldur vagnanna er hár og um þriðjungur þeirra er nýttur sem varavagnar sökum tíðra bilana vegna hins háa aldurs. Með aukinni útvistun mætti hins vegar draga verulega úr þörf á, eða sleppa fjárfestingum í nýjum vögnum.

Fjárhagsstaða Strætó er svo slæm að handbært fé félagsins er nú uppurið og var á fundi borgarráðs í síðustu viku samþykkt beiðni félagsins um heimild til að sækja um 300 milljóna króna yfirdráttarheimild, til að fleyta félaginu út árið.

Unnið gegn réttindabaráttu launafólks

Í yfirlýsingu Sameykis, sem samþykkt var af trúnaðarmannaráði þess, er lýst furðu og óánægju með yfirlýsingar Jóhannesar um útvistun á akstri Strætó. Þar er sagt, að í ljósi þess að tæplega 60 prósent aksturs Strætó sé nú úvistað, vakni sú spurning hvar ákveðið hafi verið að þjónusta við borgarana í almannasamgöngum ætti að færast til einkaaðila.

„Það er ábyrgðarleysi og skömm sveitarfélaga ef þau ætla sér að komast undan skyldum sínum og skuldbindingum“
Trúnaðarmannaráð Sameykis

Vísað er til þess að í viðtalinu hafi Jóhannes nefnt að akstur verktaka sá hagkvæmari en akstur Strætó, svo nemi 21 prósenti á klukkustund. Það komi að mestu leyti til með samlegðaráhrifum í rekstri rútufyrirtækjanna, þar sem þau samnýti verkstæði, þvottastöðvar auk annars og nái því betri nýtingu á fastafjármunum.  „Ef stærðarsamlegð er í boði, ætti einmitt alls ekki að úthýsa þjónustunni því umfang strætisvagnakerfisins er slíkt, að ferðaþjónustufyrirtæki ættu ekki að geta keppt við öflugan og skilvirkan rekstur þess,“ segir í yfirlýsingu Sameykis.

Staðan sé einfaldlega sú að Jóhannes haldi því fram að komast megi hjá því að greiða starfsmönnum Strætó samkvæmt kjarasamningum á opinberum markaði. „Það er ábyrgðarleysi og skömm sveitarfélaga ef þau ætla sér að komast undan skyldum sínum og skuldbindingum sem samið hefur verið um, með því að úthýsa verkefnum sem þau eiga sjálf að bera ábyrgð á gagnvart samfélaginu. Þessi tilhneiging opinbera aðila er allt of algeng í samfélagi okkar og telst óþolandi í réttindabaráttu launafólks. Sameyki mótmælir því harðlega öllum hugmyndum um áframhaldandi útvistun í rekstri Strætó bs.“ segir í yfirlýsingu Sameykis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
2
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
9
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár