Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Bára undirbýr framboð sem fulltrúi fatlaðs fólks á þingi

Aktív­ist­inn og upp­ljóstr­ar­inn Bára Hall­dórs­dótt­ir vill hefja stjórn­mála­fer­il með Sósí­al­ista­flokkn­um.

Þegar blaðamaður kemur að heimili Báru Halldórsdóttur blasa við honum áberandi límmiðar til stuðnings Pírata á útidyrahurðinni. Hrafna, eiginkona Báru, hleypir blaðamanni inn á hlýtt heimilið þeirra og í svefnherbergið sem Bára kallar í gríni „skrifstofuna“ þar sem flestar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.

Bára er alkunnug sem uppljóstrarinn af Klaustursbar, þar sem hún varpaði ljósi á hvernig þingmenn Miðflokksins ræddu sín á milli um hrossakaup á embættisstöðum og töluðu með vanvirðandi hætti um hinsegin fólk, konur og fatlaða. Bára er sjálf fatlaður hinsegin aktívisti, en hún hefur barist áratugum saman fyrir bættum kjörum öryrkja og langveikra, hinsegin fólks og þeirra sem minna mega sín.

Í gegnum tíðina hefur barátta hennar farið fram með greinaskrifum, viðtölum, mótmælum og listsköpun. Hún hefur verið í feminísku fötlunarhreyfingunni Tabú með Freyju Haraldsdóttur, Emblu Guðrúnar ​Ágústsdóttur og fleirum, og þáttastjórnandi hjá Öryrkjaráðinu á Samstöðinni. 

Nú stefnir Bára á önnur mið, en hún vill nýta reynslu sína, frægð og velvilja í samfélaginu til að styrkja góðan málstað og koma að alvöru breytingum fyrir fólk sem býr við bága stöðu. Hún hugar því að því að bjóða sig fram fyrir  Sósíalistaflokkinn.

Pólitík drepur fólk

Stjórnmálaþátttaka sjálfsvörnBára segir að réttindabarátta fatlaðs fólks sé sjálfsvörn; ef það lætur ekki í sér heyra muni miskunnarlausa kerfið ræna því litla sem það eigi eftir frá þeim. Því er stjórnmálaþátttaka hennar sjálfsvörn gegn kerfi sem fatlað fólk átti takmarkaða aðkomu að að skapa.

Leið Báru að þessari ákvörðun á sér langa forsögu, en hún byggir á lífsreynslu hennar og fólkinu í kringum hana. Þegar við hittumst er Bára mjög döpur, en hún hafði nýlega kvatt gamla köttinn sinn Mjölni sem varð fyrir bíl. Áfallið hefur lækkað varnarmúra sem Bára hefur reist í Covid-19 faraldrinum, en hún segir fjölmarga vini hennar hafi látið lífið í Bandaríkjunum síðasta árið.

„Ég hætti að telja þegar 45 langveikir vinir mínir vestanhafs voru farnir. Það fóru þrír sama daga sem hurfu vegna frostsins í Texas, þeir fóru bara svona,“ segir hún og smellir fingrum. „Það er pólitík sem er að drepa þetta fólk og eiginhagsmunastefnan, sem er svo sterk í Bandaríkjunum.“

Bára segir að svipuð hægri slagsíða hafi myndast á síðustu árum á Íslandi og að hún hafi umbreytt félagslega kerfinu. „Fyrir einum eða tveimur áratugum var ég svo stolt af íslensku heilbrigðiskerfi og félagslega varnarnetinu, en það er búið að snúa því á haus. Nú eru útgjaldaliðir fyrir notendur meiri og fólk er sett upp á móti hvað öðru og látið rífast um þau fáu úrræði sem standa til boða.“ Nefnir Bára sem dæmi liðveislustuðning sem hún á rétt á frá Reykjavíkurborg. „Ég er með samþykkta 36 tíma á mánuði, en ég fæ ekki nema 20 af því að það er ekki nógu mikið fjármagn til í kerfinu, og því þarf að forgangsraða.“

Bára segir þessa þróun vera afleiðingu þess að í öllum hagræðingaraðgerðum stjórnvalda hafi reynsla og upplifun notenda velferðarþjónustunnar ekki leitt ákvarðanatöku. „Ef þú hefur ekki búið við fátækt eða lifað með fötlun þá sérðu ekki ranglæti samfélagsins. Bjarni Ben og aðrir honum líkir endurtaka alltaf möntruna um að allir hafi það gott hér á landi og hvað velferðarkerfið sé sterkt, en þeir hafa ekkert vit á því og hafa aldrei þurft að lifa á þessum bótum. Ég efast um að Bjarni hafi nokkurn tímann þurft að velja hvort hann kaupa skógjöf eða mjólk í matinn. En ég hef gert það.“

„Ef þú hefur ekki búið við fátækt eða lifað með fötlun þá sérðu ekki ranglæti samfélagsins“

Á meðan Bára segir atvinnustjórnmálafólk eins og Bjarna Benediktsson ekki hafa reynslu af kerfinu er ljóst að hún hefur upplifað mikið vonleysi og bjargleysi sem fylgir því að lifa í fátækt og vera langveik. Bára er með Behçet's sjúkdóminn sem er illgreinanlegur sjálfsónæmis- og gigtarsjúkdómur sem veldur æðabólgum út um líkamann og hermir eftir öðrum sjúkdómum eins og MS og Lupus.

Bára minnist á atvik sem átti sér stað fyrir um tveimur árum þegar hún fann fyrir einkennum sem svipuðu til þess að fá blóðtappa. Hún hringdi á sjúkrabíl hið snarasta og fór í öll viðeigandi próf sem komu sem betur fer út neikvæð. Þegar hún kom síðan heim sá hún reikning upp á átta þúsund krónur fyrir meðferðina.

„Ég upplifði mig sem of mikla byrði fyrir fjölskylduna mína“

„Á því augnabliki hugsaði ég með mér að ef ég hefði vitað af þessum kostnaði hefði ég möguleika neitað meðferð,“ segir hún blákalt. „Ég var andlega og fjárhagslega mjög illa stödd á þessum tíma, í miðju veikindakasti – í þannig ástandi hugsar maður ekki skýrt. Ég upplifði mig sem of mikla byrði fyrir fjölskylduna mína. Mér datt ekki einu sinni í hug að ég gæti beðið vini mína um fjárhagslega hjálp. Skuldin var látin niður falla eftir að ég ræddi við spítalann, en það er ekki ásættanlegt að í landi sem kallar sig velferðarríki sé veiku fólki stillt upp í þessa stöðu, eða að þurfa að velja á milli lyfjameðferðar og matar.“

Vill berjast fyrir réttlátara samfélagi

Þegar talið berst að veikindum hennar og orku er Bára fljót og ófeimin að ræða raunverulega stöðu sína. Hún tekur upp ógrynni af lyfjaglösum og tekur saman eftirmiðdagsskammtinn sinn af verkjalyfjum, vöðvaslakandi og bólgueyðandi pillum. Með stútfullan lófa segir hún: „Þetta hér er það sem ég þarf að taka áður en ég fer að sofa til að vera óverkjuð fyrir langt viðtal eins og þetta.“

Aðspurð hvernig hún sjái fyrir sér að hafa orku fyrir þingmennsku svarar hún brosandi: „Þingmennska er líklega eina starfið sem ég gæti farið í þar sem er gert ráð fyrir því að fólk hafi aðstoðarfólk.“ Bára segir að reynsla hennar úr Klaustursmálinu, þar sem hún var sífellt í sviðsljósinu og víglínunni, hafi kennt henni hvers hún er megnug. „Það sýndi mér að ég var búin að vanmeta sjálfa mig í mörg ár. Ég upplifði loksins að ég gat komið hlutum í verk, þrátt fyrir að það hafi reynst mér stundum erfitt.“

Bára undirstrikar að í núverandi faraldri hafi ekki verið nægilega mikið hugsað til öryrkja sem hafa margir hverjir einangrast enn frekar frá samfélaginu og ekki borist sú þjónusta sem þurfi í daglegu lífi. Hún telur ástæðuna vera þá að ekki nógu fjölbreyttur hópur af öryrkjum sé á þingi. „Það er gott að það séu tveir öryrkjar á þingi í Flokki fólksins. Ef ég hefði eitthvað með það að segja þá væru öryrkjar ofarlega á lista hjá öllum flokkum til að hleypa að enn fleiri röddum og sjónarhornum, en betur má ef duga skal.“

„Markmiðið á alltaf að vera að þingið endurspegli samfélagið“

Nú þegar stendur til að ráðast í stórar breytingar á lífeyriskerfinu á komandi árum og takast á við eftirköst Covid-19 faraldursins telur Bára það undirstrika þörfina á að öryrkjar og langveikir sjálfir fái sæti að borðinu til að minnka óþarfa þjáningu og tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið. „Markmiðið á alltaf að vera að þingið endurspegli samfélagið og sé ekki bara leikvöllur fyrir atvinnustjórnmálafólk.“

Aðspurð af hverju hún vilji láta vita af sér fyrir uppröðunarnefnd Sósíalista segir Bára: „Sósíalistaflokkurinn er þar sem hjartað slær, og þar brennur eldurinn bjartast í dag. Faraldurinn hefur afhjúpað víðtæka veikleika samfélagsins. Ég vil taka þátt í starfi sem byggir upp þær grunnstoðir sem auðvelda fólki eins og mér að vera manneskjur. Ég vil að raddir fólks sem svipar til mín fái málsvara á Alþingi.“

„Ég vil taka þátt í starfi sem byggir upp þær grunnstoðir sem auðvelda fólki eins og mér að vera manneskjur“

Bára hefur unnið með Sósíalistum upp á síðkastið. „Fyrir tilviljun fékk ég athygli í samfélaginu, fyrir að sitja á réttum bar við réttar aðstæður, og mér finnst það vera skylda mín að nýta þá athygli til að vera fulltrúi fatlaðs fólks, langveiks fólks og fátæks fólks. Ég tel Sósíalistaflokkinn best til þess fallinn og vil styrkja starf hans, og ég held að besta leið mín til þess sé að fara í framboð.“

Þegar blaðamaður spyr af hverju hún sé þá ekki með límmiða Sósíalista á útidyrahurð sinni hlær hún og segir: „Ó vá, ég held að ég hafi bara ekki enn fengið einn slíkan á heimilið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Góður svefn vinnur gegn streitu
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Pistill

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Góð­ur svefn vinn­ur gegn streitu

Við vit­um að langvar­andi streita tek­ur sann­ar­lega sinn toll og get­ur haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu okk­ar. Hvað er hægt að gera?
Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

„Kannski er lögg­an að fara að mæta á skrif­stof­ur Efl­ing­ar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson
Aðsent

Gunnar Alexander Ólafsson

Brot á stjórn­ar­skránni?

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son furð­ar sig á því af hverju laga­ráð starfar ekki á Al­þingi, ráð sem mun skoða öll frum­varps­drög sem lögð eru fyr­ir Al­þingi og meta hvort þau stand­ist stjórn­ar­skrá eða ekki.
Verkföll Eflingar lögleg
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Verk­föll Efl­ing­ar lög­leg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.
Efling þarf að afhenda félagatalið
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Efl­ing þarf að af­henda fé­laga­tal­ið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.
Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Fréttir

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
FréttirLaxeldi

Veik­burða og brota­kennd stjórn­sýsla ekki í stakk bú­in til að tak­ast á við auk­in um­svif sjókvía­eld­is

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi
Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Fréttir

Ham­far­ir í Tyrklandi og Sýr­landi – Tala lát­inna hækk­ar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  3
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  4
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  10
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.