Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Samtök fólks í fátækt missa húsnæði sitt

Pepp eða Sam­tök fólks í fá­tækt hafa misst hús­næði sitt í Mjódd­inni. Ásta Þór­dís Skjald­dal, sam­hæf­ing­ar­stjóri sam­tak­anna seg­ir mik­inn missi af hús­næð­inu sem henti starf­semi sam­tak­anna einkar vel.

Samtök fólks í fátækt missa húsnæði sitt
Lokadagur í Mjóddinni Til vinstri á myndinni stendur Ásta Þórdís, samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi, samtaka fólks í fátækt á seinasta degi sem samtakanna í því húsnæði sem þau þurfa nú að yfirgefa fyrir fyrsta nóvember.

Í eitt og hálft ár hafa Samtök fólks í fátækt, Pepp, verið með margs konar starfsemi í Mjóddinni fyrir fólk sem glímir við fátækt og félagslega einangrun. Þann 1. nóvember næstkomandi verða samtökin hins vegar húsnæðislaus sem mun að sögn samhæfingarstjóra þeirra hafa mikil áhrif á starfið. „Það eru ekki miklar líkur á að finna jafn hentugt húsnæði þannig að við verðum tæplega með sama starf en við getum ekkert annað en beðið og séð til,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingastjóri samtakanna.  

Húsnæði Pepp í Álfabakka 12 í Mjóddinni hefur verið á sölu síðan í janúar en það er í eigu fasteignafélagsins Faxa sem leigir Hjálpræðishernum það, sem svo áframleigir til samtakanna. Þegar ákveðið var að selja ætti húsnæðið fór fasteignafélagið fram á það við Hjálpræðisherinn að stytta uppsagnarfrestinn á leigusamningnum niður í einn mánuð. Í október sagði félagið samningnum upp þó húsið sé enn á sölu og samtökunum var gert að skila því fyrsta næsta mánaðar. 

Að sögn Ástu fór formaður Pepp þess á leit við fasteignafélagið að samtökin gætu leigt húsnæðið milliliðalaust af félaginu en ekki var vilji fyrir því. Sömuleiðis bað formaðurinn um að uppsagnarfresturinn yrði lengdur um einn mánuð enn en ekki var hægt að verða við því. 

Margs konar starfsemi í húsnæðinu

Í húsnæðinu eru samtökin með margs konar starfsemi, meðal annars kaffistofu. „Hér getur fólk komið og fengið kaffi og smurt brauð og notið félagsskapar hvert af öðru eða talað við okkur sem hér störfum á jafningjagrundvelli. Fólk hefur getað beðið um viðtal við mig þar sem ég hef farið með þeim í gegnum ýmsa hluti, bókað tíma fyrir það og ýmislegt sem fólk hefur þurft aðstoð með. Ég hef meira að segja farið með fólki í ýmis viðtöl til þess að jafna valdahlutföllin í rýminu þegar fólk stendur kannski eitt frammi fyrir skjólastjóra, kennara eða félagsráðgjafa,“ segir Ásta. 

Þá er í húsnæðinu einnig tölva og prentari sem skjólstæðingar geta notað að vild. „Það eru svo margir sem eiga kannski bara snjallsíma en enga tölvu. Þannig að fólk er oft að fá hjá okkur aðstoð með að fylla út umsóknir eða fá að komast í prentara til að prenta eða skanna gögn. Í húsnæðinu er einnig barnahorn en að sögn Ástu er Pepp fjölskyldumiðað samfélag og barnahornið því mikið notað. Í öðru horni er svo svokallað gefins-horn þar sem eru föt og „ýmislegt dót sem fólk hefur með og aðrir geta fengið ef þeir vilja,“ eins og Ásta orðar það. „Það er ekkert selt hérna,“ segir hún svo. 

Kaffistofan mikilvægur þáttur

Ásta talar sérstaklega um kaffistofuna sem samtökin geta starfrækt í rými sem þessu og hvað það sé mikilvægur liður í þeirra starfi. Hún segir markmiðið með kaffistofunni vera tvíþætt: „Annars vegar það að fólk í fátækt og félagslegri einangrun finnist það eiga einhvern stað sem er þeirra athvarf á þeirra forsendum. Það getur þá komið og hitt aðra og fengið sér kaffi  og kökur á þess að það þurfi að hreyfa við buddunni. Hins vegar er kaffistofan mikilvæg fyrir fólkið okkar sem er í valdeflingu í gegnum það að vera í sjálfboðaliðar og fá þannig að prófa að vera í hlutverki veitandans í staðinn fyrir að vera alltaf þiggjandi. Í gegnum það starf fer fram jafningafræðsla þar sem er verið að gefa ráð og miðla upplýsingum á jafningjagrundvelli og það er það sem hefur virkað svo ofboðslega vel hjá okkur,“ segir hún. 

KaffistofanÁ myndinni eru skjólstæðingar Peppsins á kaffistofu samtakanna að njóta seinasta dagsins í húsnæði þeirra í Mjóddinni

Hún segist upplifa að fólkið sem heimsæki kaffistofuna líði vel, það komi ekki bara til að fá sér kaffi og með því heldur fái það tækifæri til að hitta aðra í sömu stöðu. Svo eru líka þeir sem koma einir og sitja við stök borð en eru að hennar sögn með því að rjúfa félagslega einangrun á sinn hátt. „Þetta er fólk sem er kannski með félagskvíða  og á erfitt með að vera í of miklum samskiptum við annað fólk. Þá sest það kannski aðeins til hliðar og fær sitt út úr því að vera innan um annað fólk þó svo að það sé ekki í of miklum samskiptum. Það kom mér mikið á óvart hvað það eru margir sem telja að við séum að gera mikið fyrir það bara með því að það geti komið og sest hingað inn á sínum forsendum.“

Núverandi staðsetning hentar vel

Ásta segir að staðsetning húsnæðisins sem samtökin hafa komið sér fyrir í henti starfi þeirra einkar vel og fyrir því séu margvíslegar ástæður. „Í fyrsta lagi hentar það okkur svona vel því það er í Breiðholti þar sem flestir okkar skjólstæðingar búa þannig að það munar töluvert miklu að þeir sem glíma við fátækt geti labbað til okkar. Í öðru lagi eru samgöngur mjög góðar til og frá Mjóddinni í allar áttir. Svo er húsið líka aðgengilegt, bæði að komast inn í það og svo er snyrtingin einnig aðgengileg og enn fremur er húsið nógu stórt til að rýma alla starfsemina. Allir þessir kostir eru mjög mikilvægir.“

„Um leið og maður spjallar við þau þá finnur maður að kvíðinn er undir niðri um það hvað tekur við“

Áður hittust félagar í Pepp í Breiðholtskirkju einu sinni í viku. Þar áður voru samtökin alveg húsnæðislaus svo það fór eftir ýmsu hvar var hægt að hýsa starfsemina hverju sinni. Ásta segir það fyrirkomulag hafa hentað skjólstæðingum Peppsins afar illa. „Það var ekki að virka vegna þess að fólk sem er að glíma við fátækt getur átt nógu erfitt með að koma sér af stað að mæta eitthvert og ef þau eiga svo á hættu að hitta ekki á réttan dag eða það finnur fyrir einhverju óöryggi gagnvart því þá kannski sleppir það því frekar að koma.“ Vegna þessa segir hún starfið á þeim tíma hafa verið frekar takmarkað og að þegar samtökin fengu svo loksins sitt húsnæði hafi það skipt þau miklu máli. „Við höfum upplifað það hér að það skiptir rosalega miklu máli að eiga þennan samanstað, að getað haldið fundi þegar okkur hentar en ekki fyrst að þurfa að leita að húsnæði og þurfa svo að benda fundargestum að fara hingað þennan dag og annað næst.“

Þá hafa samtökin leitað sér að nýju húsnæði en erfiðlega hefur gengið að finna húsnæði sem mætir þörfum samtakanna. 

Skjólstæðingarnir kvíða breytingunum

Að sögn Ástu er töluverður kvíði meðal skjólstæðinga hennar vegna breytinganna. Í þeirri tilraun að vinna á kvíðanum við húsnæðisleysið ákváðu sjálfboðaliðar samtakanna að skreyta húsnæðið hátt og lágt, binda blöðrur og borða í loftið og gera lokadaginn í Mjóddinni að hátíðisdegi. „Þau vildu gera þetta að hátíðisdegi frekar en að taka þetta á neikvæðni. Ég er búin að vera kenna þeim það allan tímann, að hugsa í lausnum, að skilja við neikvæðnina og það er að virka svona vel hjá þeim,“ segir hún og heldur svo áfram:

„En um leið og maður spjallar við þau þá finnur maður að kvíðinn er undir niðri um það hvað tekur við.“

HátíðisdagurÁ föstudaginn seinasta var seinasti dagurinn sem samtökin höfðu opið í húsnæðinu í Mjóddinni. Það var því ákveðið að skreyta salinn og halda veislu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár