Mun erfiðara er að eignast útborgun í fyrstu íbúð nú en fyrir nokkrum áratugum. Í herferð Íslandsbanka er því beint til ungs fólks að spyrja foreldra sína hvernig þeir fóru að því að eignast fasteign. „Það hefur alltaf verið erfitt að eignast sína fyrstu íbúð – spurðu bara mömmu og pabba eða ömmu og afa,“ segir í bréfi bankans til ungs fólks.
Sagan sýnir hins vegar að á síðustu árum hefur byrði útborgunar á fyrstu íbúð aukist jafnt og þétt sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ungt fólk er líklegra til að vera á leigumarkaði en áður og býr lengur í foreldrahúsum.
Á sama tímabili lífsins og fyrri kynslóðir einbeittu sér að húsnæðiskaupum er ungt fólk lengur í skóla og eyðir meiru í frítíma. Segja má að markmiðin séu orðin styttri en þar sem eign í húsnæði er grundvöllur að eigið fé almennings, gætu afleiðingarnar orðið þær að …
Athugasemdir