1.Spergilskálspasta
Í upphafi tíunda áratugarins byrjuðum við að búa. Þá var mikil pastaöld á Íslandi. Eins og hefðbundnir Íslendingar borðuðum við bæði kjöt og fisk, en í lágmarki þó þar sem við vorum blankir stúdentar. Í staðinn borðuðum við þeim mun meira af pasta og þessi réttur hefur fylgt fjölskyldunni síðan:
Ég steiki spergilkál upp úr chili og hvítlauk og blanda saman við klettasalat á meðan pastað er að sjóða. Nú þegar vorið er komið er hægt að tína grænkál í garðinum og bæta jafnvel við fíflablöðum og njólum.
2. Grænmetislasagna
Sögu fjölskyldunnar er hægt að rekja í gegnum það hvernig lasagnað hefur þróast. Þegar stelpurnar mínar voru litlar tíndu þær yfirleitt laukinn úr matnum, svo ég fór að fela hann í sósunni. Ég notaði samt helling af lauk og gulrótum í tómatsósuna, setti þetta síðan í blandarann og saman við …
Athugasemdir