Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum, fjallar um ábyrgð í nauðgunarmálum í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni í dag. Hún segir umræðuna sem hefur skapast um byrlanir og viðbrögð við þeim skiljanlega og mikilvæga, en bendir þó á nauðsyn þess að beina athyglinni að þeim sem fremja glæpina. Hún hefur sett fram lista til þess að hjálpa fólki að átta sig á því hvernig hægt er að virða mörk í nánum samskiptum, þar sem grundvallarreglan er sú að öllum athöfnum fylgi sú ábyrgð að skaða ekki aðra. „Þú hefur frelsi til að gera það sem þú vilt svo framarlega sem þú skaðar ekki aðra,“ skrifar hún meðal annars.
„Þú hefur frelsi til að gera það sem þú vilt svo framarlega sem þú skaðar ekki aðra“
Hún hefur trú á því að hægt sé að sporna við kynferðisofbeldi með betri samskiptum og fræðslu, en á endanum beri fólk …
Athugasemdir