Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir seg­ir að auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu ógni ör­yggi sjúk­linga. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar, seg­ir rík­is­stjórn­ina skapa rekstr­ar­grund­völl fyr­ir einka­rekst­ur með fjár­sveltu heil­brigðis­kerfi.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar
Kári Stefánsson Gagnrýnir ríkisstjórnina í opnu bréfi til Óttars Proppé. Mynd: Kristinn Magnússon

Bæði landlæknir og forstjóri heilbrigðisrannsóknafyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar stíga fram í dag og vara við áhrifunum af stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum. Afleiðingarnar ógna lífi sjúklinga, að mati þeirra beggja.

Aukin áhersla stjórnvalda á einkarekstur, sem hefur í för með sér hagnað af heilbrigðisþjónustu, leiðir til þess að síðustu ár hafa sérfræðilæknar varið sífellt minni tíma á Landspítalanum og meiri tíma á einkareknum stofum.

Landlæknir varar viðBirgir varar við ástandinu í heilbrigðismálum vegna aukins einkareksturs.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í Fréttablaðinu í dag að þetta ógni öryggi sjúklinga. „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fjársvelti Landspítalans ýta undir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og segir forsætis- og fjármálaráðherra stjórna landinu eins og „lýðveldið Ísland sé fjölskyldufyrirtæki“.

Ríkisstjórnin framkalli einkarekstur

Í opnu bréfi sem Kári skrifaði til Óttarrs Proppé heilbrigðisráðherra segir hann ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar skapa rekstrargrundvöll fyrir einkarekstur. „Ein af afleiðingum fjársveltis Landspítalans og annarra þátta hins opinbera heilbrigðiskerfis er bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.“

Kári bendir jafnframt á að vegna kjarasamninga Sjúkratrygginga Íslands hafi heilbrigðisstarfsmenn tilhneigingu til að starfa frekar á einkastofum, þar sem kjör eru hærri. „Afleiðingin er sú að meðlimir stéttarfélaganna hafa tilhneigingu til þess að forðast að vinna fyrir hið opinbera kerfi og starfsstöðvar þeirra einkareknar spretta eins og lúpínur út um allt og sækja sínar tekjur til ríkisins. Þær tekjur eru fé sem annars mætti nýta til þess að styðja við og bæta vel skipulagt heilbrigðiskerfi.“

Helming tímans í einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Landlæknir segir að þróun seinustu ára hafi leitt til þess að sérfræðilæknar eyði um helming tímans á einstofum. Stundin hefur fjallað um að vegna kjara og aðstæðna á Landspítlanum kjósi hjúkrunarfræðingar heldur að vinna á öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins, en einnig hefur ásókn hjúkrunarfræðinga í flugfreyjustörf aukist til muna.

„... allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður“

Kári ítrekar að lítið samfélag eins og Ísland geti aðeins staðið undir einu heilbrigðiskerfi og í því samhengi nefnir hann einkastofuna Klíníkina í Ármúla „Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda. Ef Landspítalinn væri almennilega fjármagnaður ætti enginn að fara í þessa aðgerð í Ármúlanum vegna þess að þar hafa sjúklingar ekki þau öryggisnet sem er ætlast til í nútíma læknisfræði. Ef sjúklingur fer í hjartastopp í aðgerð eða eftir hana er á Landspítalanum teymi sem kemur til þess að endurlífga, ef sýking kemst í skurð eru til staðar smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum, ef upp koma önnur almenn lyflæknisfræðivandamál sem eru algeng í þeim aldurshópi sem þarf nýja mjöðm er heil deild lækna reiðubúin á Landspítalanum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er til staðar í Ármúlanum.

Og síðan ef upp koma alvarleg vandamál á Klíníkinni eru sjúklingarnir bara sendir niður á Landspítala. Það er því ljóst að stærstur hluti tekna Klíníkurinnar á rætur sínar í fjársvelti Landspítalans og hluti af gróðanum í áhættu sem er tekin með líf og heilsu sjúklinga.“

Stundin hefur ítrekað fjallað um Klíníkina, sem stofnuð var af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, og viðskiptafélögum hennar. Hún hefur meðal annars bent á að Albanía standi framar Íslandi í einkarekstri, en á liðnum árum hafa fjölmargir Albanir sótt um hæli á Íslandi, meðal annars vegna heilbrigðisvandamála. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri,“ sagði Ásdís Halla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl árið 2014.

Vísar á ábyrgð Óttars Proppé

Í niðurlagi bréfsins til Óttars fullyrðir Kári að samfélagið sé reiðubúið að borga hærri skatta til að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar.“

Kári segir að þegar Óttarr geri sér grein fyrir ástandinu og horfist í augu við skoðun sína fyrir kosningar muni hann segja af sér: „Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi.

Varaði líka við í fyrra

Viðvaranir landlæknis í dag eru endurómur frá fyrri viðvörunum hans í maí í fyrra, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var við völd. Þá sagði hann þörf á skjótum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir flæði starfsfólks yfir í einkarekna heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi skaða fyrir sjúklinga opinbera kerfisins. 

Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Birgir Jakobsson landlæknir hafa mismunandi túlkun á því hvort ráðuneytið þurfi að veita heimild fyrir því að Klíníkin opni fimm daga legudeild, en Óttarr telur svo ekki vera. Óttarr sagði í samtali við Stöð 2 á dögunum að verið sé að gera breytingar á heilbrigðisstefnunni og mikilvægt að það sé „ekki gert í einhverjum flýti.“. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ sagði hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár