Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir seg­ir að auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu ógni ör­yggi sjúk­linga. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar, seg­ir rík­is­stjórn­ina skapa rekstr­ar­grund­völl fyr­ir einka­rekst­ur með fjár­sveltu heil­brigðis­kerfi.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar
Kári Stefánsson Gagnrýnir ríkisstjórnina í opnu bréfi til Óttars Proppé. Mynd: Kristinn Magnússon

Bæði landlæknir og forstjóri heilbrigðisrannsóknafyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar stíga fram í dag og vara við áhrifunum af stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum. Afleiðingarnar ógna lífi sjúklinga, að mati þeirra beggja.

Aukin áhersla stjórnvalda á einkarekstur, sem hefur í för með sér hagnað af heilbrigðisþjónustu, leiðir til þess að síðustu ár hafa sérfræðilæknar varið sífellt minni tíma á Landspítalanum og meiri tíma á einkareknum stofum.

Landlæknir varar viðBirgir varar við ástandinu í heilbrigðismálum vegna aukins einkareksturs.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í Fréttablaðinu í dag að þetta ógni öryggi sjúklinga. „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fjársvelti Landspítalans ýta undir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og segir forsætis- og fjármálaráðherra stjórna landinu eins og „lýðveldið Ísland sé fjölskyldufyrirtæki“.

Ríkisstjórnin framkalli einkarekstur

Í opnu bréfi sem Kári skrifaði til Óttarrs Proppé heilbrigðisráðherra segir hann ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar skapa rekstrargrundvöll fyrir einkarekstur. „Ein af afleiðingum fjársveltis Landspítalans og annarra þátta hins opinbera heilbrigðiskerfis er bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.“

Kári bendir jafnframt á að vegna kjarasamninga Sjúkratrygginga Íslands hafi heilbrigðisstarfsmenn tilhneigingu til að starfa frekar á einkastofum, þar sem kjör eru hærri. „Afleiðingin er sú að meðlimir stéttarfélaganna hafa tilhneigingu til þess að forðast að vinna fyrir hið opinbera kerfi og starfsstöðvar þeirra einkareknar spretta eins og lúpínur út um allt og sækja sínar tekjur til ríkisins. Þær tekjur eru fé sem annars mætti nýta til þess að styðja við og bæta vel skipulagt heilbrigðiskerfi.“

Helming tímans í einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Landlæknir segir að þróun seinustu ára hafi leitt til þess að sérfræðilæknar eyði um helming tímans á einstofum. Stundin hefur fjallað um að vegna kjara og aðstæðna á Landspítlanum kjósi hjúkrunarfræðingar heldur að vinna á öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins, en einnig hefur ásókn hjúkrunarfræðinga í flugfreyjustörf aukist til muna.

„... allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður“

Kári ítrekar að lítið samfélag eins og Ísland geti aðeins staðið undir einu heilbrigðiskerfi og í því samhengi nefnir hann einkastofuna Klíníkina í Ármúla „Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda. Ef Landspítalinn væri almennilega fjármagnaður ætti enginn að fara í þessa aðgerð í Ármúlanum vegna þess að þar hafa sjúklingar ekki þau öryggisnet sem er ætlast til í nútíma læknisfræði. Ef sjúklingur fer í hjartastopp í aðgerð eða eftir hana er á Landspítalanum teymi sem kemur til þess að endurlífga, ef sýking kemst í skurð eru til staðar smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum, ef upp koma önnur almenn lyflæknisfræðivandamál sem eru algeng í þeim aldurshópi sem þarf nýja mjöðm er heil deild lækna reiðubúin á Landspítalanum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er til staðar í Ármúlanum.

Og síðan ef upp koma alvarleg vandamál á Klíníkinni eru sjúklingarnir bara sendir niður á Landspítala. Það er því ljóst að stærstur hluti tekna Klíníkurinnar á rætur sínar í fjársvelti Landspítalans og hluti af gróðanum í áhættu sem er tekin með líf og heilsu sjúklinga.“

Stundin hefur ítrekað fjallað um Klíníkina, sem stofnuð var af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, og viðskiptafélögum hennar. Hún hefur meðal annars bent á að Albanía standi framar Íslandi í einkarekstri, en á liðnum árum hafa fjölmargir Albanir sótt um hæli á Íslandi, meðal annars vegna heilbrigðisvandamála. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri,“ sagði Ásdís Halla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl árið 2014.

Vísar á ábyrgð Óttars Proppé

Í niðurlagi bréfsins til Óttars fullyrðir Kári að samfélagið sé reiðubúið að borga hærri skatta til að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar.“

Kári segir að þegar Óttarr geri sér grein fyrir ástandinu og horfist í augu við skoðun sína fyrir kosningar muni hann segja af sér: „Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi.

Varaði líka við í fyrra

Viðvaranir landlæknis í dag eru endurómur frá fyrri viðvörunum hans í maí í fyrra, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var við völd. Þá sagði hann þörf á skjótum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir flæði starfsfólks yfir í einkarekna heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi skaða fyrir sjúklinga opinbera kerfisins. 

Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Birgir Jakobsson landlæknir hafa mismunandi túlkun á því hvort ráðuneytið þurfi að veita heimild fyrir því að Klíníkin opni fimm daga legudeild, en Óttarr telur svo ekki vera. Óttarr sagði í samtali við Stöð 2 á dögunum að verið sé að gera breytingar á heilbrigðisstefnunni og mikilvægt að það sé „ekki gert í einhverjum flýti.“. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ sagði hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár