Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir seg­ir að auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu ógni ör­yggi sjúk­linga. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar, seg­ir rík­is­stjórn­ina skapa rekstr­ar­grund­völl fyr­ir einka­rekst­ur með fjár­sveltu heil­brigðis­kerfi.

Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar
Kári Stefánsson Gagnrýnir ríkisstjórnina í opnu bréfi til Óttars Proppé. Mynd: Kristinn Magnússon

Bæði landlæknir og forstjóri heilbrigðisrannsóknafyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar stíga fram í dag og vara við áhrifunum af stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum. Afleiðingarnar ógna lífi sjúklinga, að mati þeirra beggja.

Aukin áhersla stjórnvalda á einkarekstur, sem hefur í för með sér hagnað af heilbrigðisþjónustu, leiðir til þess að síðustu ár hafa sérfræðilæknar varið sífellt minni tíma á Landspítalanum og meiri tíma á einkareknum stofum.

Landlæknir varar viðBirgir varar við ástandinu í heilbrigðismálum vegna aukins einkareksturs.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í Fréttablaðinu í dag að þetta ógni öryggi sjúklinga. „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fjársvelti Landspítalans ýta undir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og segir forsætis- og fjármálaráðherra stjórna landinu eins og „lýðveldið Ísland sé fjölskyldufyrirtæki“.

Ríkisstjórnin framkalli einkarekstur

Í opnu bréfi sem Kári skrifaði til Óttarrs Proppé heilbrigðisráðherra segir hann ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar skapa rekstrargrundvöll fyrir einkarekstur. „Ein af afleiðingum fjársveltis Landspítalans og annarra þátta hins opinbera heilbrigðiskerfis er bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.“

Kári bendir jafnframt á að vegna kjarasamninga Sjúkratrygginga Íslands hafi heilbrigðisstarfsmenn tilhneigingu til að starfa frekar á einkastofum, þar sem kjör eru hærri. „Afleiðingin er sú að meðlimir stéttarfélaganna hafa tilhneigingu til þess að forðast að vinna fyrir hið opinbera kerfi og starfsstöðvar þeirra einkareknar spretta eins og lúpínur út um allt og sækja sínar tekjur til ríkisins. Þær tekjur eru fé sem annars mætti nýta til þess að styðja við og bæta vel skipulagt heilbrigðiskerfi.“

Helming tímans í einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Landlæknir segir að þróun seinustu ára hafi leitt til þess að sérfræðilæknar eyði um helming tímans á einstofum. Stundin hefur fjallað um að vegna kjara og aðstæðna á Landspítlanum kjósi hjúkrunarfræðingar heldur að vinna á öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins, en einnig hefur ásókn hjúkrunarfræðinga í flugfreyjustörf aukist til muna.

„... allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður“

Kári ítrekar að lítið samfélag eins og Ísland geti aðeins staðið undir einu heilbrigðiskerfi og í því samhengi nefnir hann einkastofuna Klíníkina í Ármúla „Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda. Ef Landspítalinn væri almennilega fjármagnaður ætti enginn að fara í þessa aðgerð í Ármúlanum vegna þess að þar hafa sjúklingar ekki þau öryggisnet sem er ætlast til í nútíma læknisfræði. Ef sjúklingur fer í hjartastopp í aðgerð eða eftir hana er á Landspítalanum teymi sem kemur til þess að endurlífga, ef sýking kemst í skurð eru til staðar smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum, ef upp koma önnur almenn lyflæknisfræðivandamál sem eru algeng í þeim aldurshópi sem þarf nýja mjöðm er heil deild lækna reiðubúin á Landspítalanum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er til staðar í Ármúlanum.

Og síðan ef upp koma alvarleg vandamál á Klíníkinni eru sjúklingarnir bara sendir niður á Landspítala. Það er því ljóst að stærstur hluti tekna Klíníkurinnar á rætur sínar í fjársvelti Landspítalans og hluti af gróðanum í áhættu sem er tekin með líf og heilsu sjúklinga.“

Stundin hefur ítrekað fjallað um Klíníkina, sem stofnuð var af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, og viðskiptafélögum hennar. Hún hefur meðal annars bent á að Albanía standi framar Íslandi í einkarekstri, en á liðnum árum hafa fjölmargir Albanir sótt um hæli á Íslandi, meðal annars vegna heilbrigðisvandamála. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri,“ sagði Ásdís Halla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl árið 2014.

Vísar á ábyrgð Óttars Proppé

Í niðurlagi bréfsins til Óttars fullyrðir Kári að samfélagið sé reiðubúið að borga hærri skatta til að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar.“

Kári segir að þegar Óttarr geri sér grein fyrir ástandinu og horfist í augu við skoðun sína fyrir kosningar muni hann segja af sér: „Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi.

Varaði líka við í fyrra

Viðvaranir landlæknis í dag eru endurómur frá fyrri viðvörunum hans í maí í fyrra, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var við völd. Þá sagði hann þörf á skjótum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir flæði starfsfólks yfir í einkarekna heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi skaða fyrir sjúklinga opinbera kerfisins. 

Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Birgir Jakobsson landlæknir hafa mismunandi túlkun á því hvort ráðuneytið þurfi að veita heimild fyrir því að Klíníkin opni fimm daga legudeild, en Óttarr telur svo ekki vera. Óttarr sagði í samtali við Stöð 2 á dögunum að verið sé að gera breytingar á heilbrigðisstefnunni og mikilvægt að það sé „ekki gert í einhverjum flýti.“. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ sagði hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár