Líkamleg heilsa er lykilþáttur farsællar öldrunar og hamingju, segir Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður heilsu og vellíðanar hjá Sóltúni Heima. Ásdís er nú í óða önn að innleiða líkamsræktarþjónustu fyrir eldri borgara sem fer fram á heimilum þeirra. „Hluti af okkar hamingju er að geta haldið hreyfifærni og því er líkamleg heilsa beintengd andlegri hamingju,“ segir Ásdís.
Heimahreyfing er nýjung á Íslandi og byggð á danskri fyrirmynd. Þá fá eldri borgarar sérsniðið æfingaplan í þrjá mánuði þar sem þeim er leiðbeint í gegnum styrktar- og jafnvægisæfingar til að auka heilsu þeirra og lífsgæði. Danska vefforritið DigiRehab er notað til að sérsmíða æfingaplan fyrir hvern og einn þátttakanda. „Þannig eru hjón aldrei með sama æfingaplan, heldur er mætt þörfum hvers og eins þátttakanda og lögð áhersla á þá þætti sem mest þarf að styrkja,“ útskýrir Ásdís.
Stefna Sóltúns Heima er ekki síður að efla félagslega þáttinn og efla eldri borgara í að sækja …
Athugasemdir