Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigmundur Davíð mætir illa til vinnu - hefur ekki mætt í atkvæðagreiðslu á árinu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur að­eins mætt á fimm af nítj­án fund­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd Al­þing­is. Í þau skipti sem hann hef­ur mætt hef­ur hann alltaf ver­ið seinn nema einu sinni. Hann var sein­ast við­stadd­ur at­kvæða­greiðslu á Al­þingi þann 22. des­em­ber á sein­asta ári.

Sigmundur Davíð mætir illa til vinnu - hefur ekki mætt í atkvæðagreiðslu á árinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mætir seint og sjaldan í vinnuna. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, hefur algera sérstöðu meðal þingmanna og nefndarmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem hann mætir sjaldan til nefndarstarfaa og mætir seint þegar hann mætir, ef frá er talið eitt skipti.

Þetta sýna upplýsingar á vef þingsins. 

Laganeminn Helgi Bergmann vakti fyrst athygli á málinu í Facebook færslu sem hefur vakið mikla athygli.

Aldrei við atkvæðagreiðslu á árinu

Frá því Alþingi var sett þann 6. desember hefur Sigmundur Davíð verið fjarverandi í 87 prósent atkvæðagreiðsla. Hann var seinast viðstaddur í atkvæðagreiðslu þann 22. desember á seinasta ári þegar hann samþykkti mál um frestun á fundum Alþingis. Síðan þá hefur hann verið fjarverandi og ekki kallað inn varamann í sinn stað.

Auk þingsetu, er Sigmundur Davíð aðalmaður í utanríkismálanefnd. Fastir fundir í nefndinni eru á þriðjudögum og fimmtudögum en frá því nefndin hóf störf sín í lok janúar hefur Sigmundur aðeins mætt á fimm fundi af 19. Þegar hann hefur mætt hefur hann mætt of seint, fyrir utan eitt skipti. Mest hefur Sigmundur komið einum klukkutíma og 41 mínútu of seint, en þeim fundi var slitið 19 mínútum síðar.

Á fundi utanríkismálanefndar mæta fagaðilar úr ráðuneytum og ræða málefni sem varða samskipti Íslands við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. 

Þrátt fyrir að mæta seint eða ekki til vinnu fær Sigmundur Davíð fullt þingfararkaup fyrir starf sitt. Þingfararkaup er 1.101.194 krónur á mánuði og þar sem Sigmundur er þingmaður í Norðausturkjördæmi, eftir að hann skráði sig til heimilis á eyðibýli í eigu tengdaforeldra sinna á Fljótsdalshéraði, á hann rétt á samtals 204 þúsund krónur á mánuði í skattfrjálsar tekjur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar, ferðakostnaðar og starfskostnaðar.

Sjá einnig: Sigmundur hefur ekki mætt í neina atkvæðagreiðslu á haustþingi

Brást illa við fyrirspurnum um fyrri fjarvistir

Sigmundur hefur áður vakið athygli fyrir fjarvistir á þingi en þann 17. desember á seinasta ári gekk Sigmundur Davíð út úr viðtali hjá RÚV þegar hann var spurður út í fjarvistir sínar.

Sigmundur lýsti óánægju sinni með störf Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns RÚV, í viðtalinu.

„Sko, þessi viðtöl við þig, eiga þau öll að vera svona, á þessum nótum? Á 100 ára afmæli flokksins líka. Síðast baðstu mig um að veita þér viðtal á ákveðnum forsendum og það gekk ekki alveg eftir. Svo mætirðu hér í 100 ára afmæli og spyrð spurninga eins og þessara, á þetta bara að vera svona. Ekkert mætt í vinnuna? Hvers konar nálgun er þetta á viðtal?“

„Ekkert mætt í vinnuna? Hvers konar nálgun er þetta á viðtal?“

Sunna vísaði til langvarandi fjarvista Sigmundar: „Þú hefur ekki mætt á Alþingi síðan það kom saman, það er eðlilegt að spyrja hvers vegna ekki.“

„Þá geturðu bara beðið mig um viðtal um það,“ svaraði Sigmundur og vísaði til helgi hundrað ára afmælis Framsóknarflokksins. „Þú kemur ekki hingað og biður mig um viðtal um afmæli flokksins og kemur með útúrsnúninga eins og þetta.“

Þá beindi hann spjótum sínum að fréttamanni og sagði meðal annars: „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu, og sérstaklega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn. Segjum þetta gott.“

Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við gerð þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár