Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð mætir illa til vinnu - hefur ekki mætt í atkvæðagreiðslu á árinu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur að­eins mætt á fimm af nítj­án fund­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd Al­þing­is. Í þau skipti sem hann hef­ur mætt hef­ur hann alltaf ver­ið seinn nema einu sinni. Hann var sein­ast við­stadd­ur at­kvæða­greiðslu á Al­þingi þann 22. des­em­ber á sein­asta ári.

Sigmundur Davíð mætir illa til vinnu - hefur ekki mætt í atkvæðagreiðslu á árinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mætir seint og sjaldan í vinnuna. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, hefur algera sérstöðu meðal þingmanna og nefndarmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem hann mætir sjaldan til nefndarstarfaa og mætir seint þegar hann mætir, ef frá er talið eitt skipti.

Þetta sýna upplýsingar á vef þingsins. 

Laganeminn Helgi Bergmann vakti fyrst athygli á málinu í Facebook færslu sem hefur vakið mikla athygli.

Aldrei við atkvæðagreiðslu á árinu

Frá því Alþingi var sett þann 6. desember hefur Sigmundur Davíð verið fjarverandi í 87 prósent atkvæðagreiðsla. Hann var seinast viðstaddur í atkvæðagreiðslu þann 22. desember á seinasta ári þegar hann samþykkti mál um frestun á fundum Alþingis. Síðan þá hefur hann verið fjarverandi og ekki kallað inn varamann í sinn stað.

Auk þingsetu, er Sigmundur Davíð aðalmaður í utanríkismálanefnd. Fastir fundir í nefndinni eru á þriðjudögum og fimmtudögum en frá því nefndin hóf störf sín í lok janúar hefur Sigmundur aðeins mætt á fimm fundi af 19. Þegar hann hefur mætt hefur hann mætt of seint, fyrir utan eitt skipti. Mest hefur Sigmundur komið einum klukkutíma og 41 mínútu of seint, en þeim fundi var slitið 19 mínútum síðar.

Á fundi utanríkismálanefndar mæta fagaðilar úr ráðuneytum og ræða málefni sem varða samskipti Íslands við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. 

Þrátt fyrir að mæta seint eða ekki til vinnu fær Sigmundur Davíð fullt þingfararkaup fyrir starf sitt. Þingfararkaup er 1.101.194 krónur á mánuði og þar sem Sigmundur er þingmaður í Norðausturkjördæmi, eftir að hann skráði sig til heimilis á eyðibýli í eigu tengdaforeldra sinna á Fljótsdalshéraði, á hann rétt á samtals 204 þúsund krónur á mánuði í skattfrjálsar tekjur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar, ferðakostnaðar og starfskostnaðar.

Sjá einnig: Sigmundur hefur ekki mætt í neina atkvæðagreiðslu á haustþingi

Brást illa við fyrirspurnum um fyrri fjarvistir

Sigmundur hefur áður vakið athygli fyrir fjarvistir á þingi en þann 17. desember á seinasta ári gekk Sigmundur Davíð út úr viðtali hjá RÚV þegar hann var spurður út í fjarvistir sínar.

Sigmundur lýsti óánægju sinni með störf Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns RÚV, í viðtalinu.

„Sko, þessi viðtöl við þig, eiga þau öll að vera svona, á þessum nótum? Á 100 ára afmæli flokksins líka. Síðast baðstu mig um að veita þér viðtal á ákveðnum forsendum og það gekk ekki alveg eftir. Svo mætirðu hér í 100 ára afmæli og spyrð spurninga eins og þessara, á þetta bara að vera svona. Ekkert mætt í vinnuna? Hvers konar nálgun er þetta á viðtal?“

„Ekkert mætt í vinnuna? Hvers konar nálgun er þetta á viðtal?“

Sunna vísaði til langvarandi fjarvista Sigmundar: „Þú hefur ekki mætt á Alþingi síðan það kom saman, það er eðlilegt að spyrja hvers vegna ekki.“

„Þá geturðu bara beðið mig um viðtal um það,“ svaraði Sigmundur og vísaði til helgi hundrað ára afmælis Framsóknarflokksins. „Þú kemur ekki hingað og biður mig um viðtal um afmæli flokksins og kemur með útúrsnúninga eins og þetta.“

Þá beindi hann spjótum sínum að fréttamanni og sagði meðal annars: „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu, og sérstaklega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn. Segjum þetta gott.“

Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við gerð þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár