Á hverjum fimmtudegi býðst innflytjendum og öðrum áhugasömum að taka þátt í verkefninu Hvað er helst í fréttum? Þar er farið yfir helstu fréttir vikunnar og er markmiðið að stuðla að þátttöku innflytjenda í samfélaginu og skapa vettvang fyrir umræður. Á Íslandi hafa innflytjendur aldrei verið fleiri, eða um átta prósent íbúa landsins. „Hingað geta innflytjendur komið, flóttafólk og líka Íslendingar sem hafa búið lengi erlendis,“ segir Sigyn Jónsdóttir sem hefur umsjón með verkefninu ásamt systur sinni, Snæfríði Jónsdóttur.
Lýsir með leiktilþrifum
Hvað er helst í fréttum? hefur þróast sem hluti af fjölmenningarstarfi Borgarbókasafnsins síðan árið 2011, en í byrjun mars síðastliðinn var verkefnið sett á laggirnar í samstarfi við Rauða krossinn. „Á fimmtudögum klukkan hálf sex hittumst við á fimmtu hæð á Borgarbókasafninu í Grófinni og byrjum á því að fara yfir mest lesnu fréttirnar á vefmiðlum og svo ræðum við stundum stærri fréttamál,“ segir Sigyn. Þegar blaðamaður kom …
Athugasemdir