Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Úttekt
Faraldurinn stóreykur hættu á sjálfsvígum
Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa alvarleg áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar. Tölur lögreglu benda til að sjálfsvíg séu umtalsvert fleiri nú en vant er. Fagfólk greinir aukningu í innlögnum á geðdeild eftir því sem liðið hefur á faraldurinn og verulega mikið fleiri lýsa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsunum.
Fréttir
Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu
Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins mun eignast nýjan bíl til að sinna heimilislausu fólki og þeim sem nota vímuefni í æð. Söfnunin gekk fram úr vonum.
FréttirCovid-19
Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur
Forsvarsfólk hjálparsamtaka hefur þó áhyggjur af því hvað kunni að gerast þegar fjöldauppsagnir verða komnar til framkvæmda. Verkefni erlendis eru orðin kostnaðarsamari og erfiðari.
FréttirSpilafíkn á Íslandi
Virkilega sorglegt að horfa upp á fólk í þessum aðstæðum
„Þegar fólk kom og bað mig um að stoppa spilamennsku hjá fjölskyldumeðlimi eða vini var fátt sem ég gat gert. Þetta er lögleg starfsemi og það er ekki hægt að hindra fullorðið fólk í því sem það vill gera.“ Þetta segir fyrrverandi starfsmaður á spilakassastað. Framkvæmdastjóri Íslandsspila segir að allir starfsmenn fái fræðslu um spilafíkn og spilavanda.
Fréttir
Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun
Ungir foreldrar frá Írak með fjögur börn verða að óbreyttu sendir til Grikklands á morgun. Þrátt fyrir að mörgum fjölskyldum hafi að undanförnu verið synjað um vernd hér hefur ekkert barn verið sent til Grikklands, enn sem komið er. Talsmaður Rauða krossins segir mikið óvissuástand ríkja þar. Þrjú Evrópuríki hafa tekið ákvörðun um að taka við fólki frá Grikklandi, vegna þess.
Viðtal
Flúði hatur og hrylling til Íslands
Saga ungs manns sem lýsir því hvernig hann hraktist 16 ára gamall frá fjölskyldu sinni vegna þess að hann er samkynhneigður. Hann greinir frá sjálfsvígi móður sinnar, flótta úr landi og hrottalegum morðum á vinum sínum vegna fordóma. Honum hefur verið synjað um vernd á Íslandi.
Fréttir
Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan
Rauði kross Íslands harmar hvernig staðið var að brottflutningi þungaðrar albanskrar konu úr landi í gær. Miðað við aðstæður hefði sá brottflutningu aldrei átt að fara fram.
Fréttir
Lög um útlendinga aðeins til á íslensku
Ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar 2017 en hafa enn ekki verið þýdd. Eldri lög voru til í enskri þýðingu. Lögmaður segir afleitt að þeir sem ekki lesi íslensku geti ekki kynnt sér lög sem eigi við um þau.
Fréttir
Rauði krossinn segir ríkið ekki geta slegið eign sinni á fjármuni samtakanna
Rauði krossinn gerir verulegar athugsemdir við málflutning velferðarráðuneytisins. Segir að ráðuneytið hafi óvænt og einhliða sett fram kröfu um að eignarhald sjúkrabíla færist til ríkisins.
Fréttir
Skortur á umhyggju og áhuga á þeim sem sprauta sig
Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir hærra götuverð á morfínskyldum lyfjum leiða til örvæntingar hjá þeim sem nota þau í æð. Átak til að minnka magn af lyfjunum í umferð hafi gert stöðu viðkvæmasta hópsins verri. Nauðsynlegt sé að koma á fót skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð að erlendri fyrirmynd.
Fréttir
Dómsmálaráðherra tók nær ekkert tillit til athugasemda Rauða krossins
Dómsmálaráðuneytið sendi út sérstaka fréttatilkynningu um að tekið hefði verið tillit til athugasemdanna. Aðeins ein smávægileg orðalagsbreyting var gerð.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.