Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lög um útlendinga aðeins til á íslensku

Ný út­lend­inga­lög tóku gildi 1. janú­ar 2017 en hafa enn ekki ver­ið þýdd. Eldri lög voru til í enskri þýð­ingu. Lög­mað­ur seg­ir af­leitt að þeir sem ekki lesi ís­lensku geti ekki kynnt sér lög sem eigi við um þau.

Lög um útlendinga aðeins til á íslensku
Segir nauðsynlegt að þýða lögin Claudie Ashonie Wilson, héraðsdómslögmaður á Rétti, segir afar bagalegt að lög um útlendinga séu aðeins til á Íslensku. Það sé grundvöllur réttarríkisins að fólk geti nálgast lög sem eigi við um það með aðgengilegum hætti. Mynd: Heiða Helgadóttir

L

ög um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar 2017 eru enn sem komið er aðeins til útgefin á íslensku og hafa ekki verið þýdd á ensku eða önnur tungumál. Hið sama gildir um reglugerð um útlendinga sem sett var 29. maí 2017, hana er aðeins hægt að nálgast á íslensku. Lögmaður segir þetta afar bagalegt fyrir útlendinga sem ekki lesi íslensku, grundvöllur réttarríkisins sé að þeir sem lög eiga við um geti nálgast þau sömu lög með aðgengilegum hætti. Þetta þýði þá aukinn kostnað og aukið álag, bæði á útlendingana sjálfa og stofnanir.

Ný lög um útlendinga, númer 80/2016, voru samþykkt 2. júní 2016 og tóku gildi 1. janúar 2017. Lögin hafa enn sem komið er, rúmum tuttugu mánuðum eftir að þau tóku gildi, ekki verið þýdd yfir á ensku. Eldri útlendingalög voru hins vegar til í enskri þýðingu. Á síðu Útlendingastofnunar kemur fram að bæði lög um útlendinga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár