Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rauði krossinn segir ríkið ekki geta slegið eign sinni á fjármuni samtakanna

Rauði kross­inn ger­ir veru­leg­ar at­hug­semd­ir við mál­flutn­ing vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Seg­ir að ráðu­neyt­ið hafi óvænt og ein­hliða sett fram kröfu um að eign­ar­hald sjúkra­bíla fær­ist til rík­is­ins.

Rauði krossinn segir ríkið ekki geta slegið eign sinni á fjármuni samtakanna
Segja engan ágreining um eignarhald Rauði krossinn mótmælir fullyrðingum velferðarráðuneytisins um að uppi sé ágreiningur um eignarhald á sjúkrabílum. Þeir séu sannarlega í eigu Rauða krossins. Mynd: Velferðarráðuneytið

Rauði krossinn gerir verulegar athugasemdir við málflutning velferðarráðuneytisins í fréttatilkynningu um frestun á útboði vegna kaupa á sjúkrabílum. Meðal annars er því mótmælt, sem fullyrt er í tilkynningu ráðuneytisins, að ríkið hafi staðið straum af kaupum á sjúkrabílum. Þá geti ríkið ekki slegið eign sinni á fjármuni Rauða krossins með því að krefjast þess að eignarhald sjúkrabifreiða færist til ríkisins. Óumdeilt sé að Rauði krossinn sé eigandi sjúkrabíla.

Á vef velferðarráðuneytisins í gær birtist frétttilkynning þar sem kom fram að heilbrigðisráðherra hefði fallist á þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands og Ríkiskaupa að fresta skuli opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Rauði korssinn hafit annast rekstur sjúkrabíla fyrir hið opinbera frá því að samningur þess efnis tók gildi 1. janúar 1998. Samningur um slíkt hafi hins vegar runnið út í lok árs 2015 og hafi viðræður um nýjan samning staðið síðan.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur einnig fram að ágreiningur hafi verið milli Rauða krossins og ráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílum en ríkið hafi staðið straum af kaupum nýrra bíla að stærstum hluta þó eignarhaldið hafi verið Rauða krossins.

Þessu mótmælir Rauði krossinn og segir að enginn ágreiningur sé uppi um eignarhald sjúkrabíla, enda sé skýrt kveðið á um það að Rauði krossinn sé eigandi þeirra. Þá sé það röng fullyrðing að ríkið hafi staðið staum af kaupum sjúkrabíla því hið rétta sé að framlag ríkisins fari til reksturs Sjúkrabílasjóðs. Allar rekstrartekjur sjóðsins, þar með talið framlög frá Rauða krossinum og notendum fari til rekstrar bílaflotans og einnig til fjárfestinga í bílum og búnaði. Við stofnun sjóðsins árið 1998 hafi Rauði krossinn lagt mikil verðmæti inn í hann, meðal annars um 70 sjúkrabíla og búnað. Haustið 2016 hafi ríkið og Rauði krosinn verið búin að koma sér saman um nýjan samning byggðan á óbreyttum forsendum en þá hafi verlferðarráðuneytið sett óvænt og einhliða fram þá kröfu að eignarhald sjúkrabíla skyldi færast til ríkisins. Það hafi verið gert án skýringa og án viðræðna um uppgjör við Rauða krossinn. „Ríkið getur ekki slegið eign sinni á fjármuni Rauða krossins því skýrt er kveðið á um það í samningum að Rauði krossinn sé eigandi bílanna,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.

Í tilkynningunni segir enn fremur að Rauði krossinn vilji halda rekstri sjúkrabíla áfram, líkt og hann hafi gert undanfarin 92 ár, en heilbrigðisráðherra hafi tekið ákvörðun um að færa reksturinn frá félaginu og til ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár