Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur

For­svars­fólk hjálp­ar­sam­taka hef­ur þó áhyggj­ur af því hvað kunni að ger­ast þeg­ar fjölda­upp­sagn­ir verða komn­ar til fram­kvæmda. Verk­efni er­lend­is eru orð­in kostn­að­ar­sam­ari og erf­ið­ari.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur
Styðja áfram við þá sem minna mega sín Þrátt fyrir efnahagsleg áföll sem fylgja Covid-19 faraldrinum er ekki að greina að Íslendingar hafi markvert dregið úr stuðningi sínum við hjálparsamtök. Forsvarsmenn þeirra eru þó nokkuð uggandi um hvað muni verða á næstu mánuðum. Mynd: Unicef

Enginn flótti hefur brostið á í röðum Íslendinga sem styðja hjálpar- og mannúðarsamtök, þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Í einhverjum tilvikum má greina eilitla fækkun en í öðrum hefur þeim, sem styðja hjálparstarf, fjölgað frekar en hitt. Starfsemi þeirra samtaka sem Stundin hafði samband við hefur þó öll orðið þyngri vegna kórónaveirufaraldursins og einkum er það vegna þess ótryggs ástands erlendis, þar sem sum samtakanna halda úti starfsemi. 

Hjá UNICEF á Íslandi, landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur fólk ekki greint fækkun í hópi stuðningsaðila eða samdrátt í framlögum þeirra.  „Svo skemmtilega - og heppilega - vill til að fólk á Íslandi virðist þvert á móti hafa þjappað sér saman um að gleyma ekki börnum í neyð. Þó að ástandið sé kannski skítt hjá okkur, þá er það alltaf verra hjá þeim,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, upplýsingafulltrúi UNICEF.

Sigurður Mikael segir að samtökin hafi fengið góðan stuðning við COVID-19 neyðarsöfnun UNICEF nýverið og þá hafi Íslendingar tekið mjög vel í Sannar gjafir, verkefni samtakanna þar sem meðal annars hefur verið seld vernd fyrir heilbrigðisstarfsfólk, handsápur og fleira sem tengist faraldrinum.  „Okkar mikilvægasta og tryggasta bakland er svo auðvitað Heimsforeldrar og þar hefur fólk ekki látið neinn bilbug á sér finna.“

Mikilvægara en nokkru sinni að gæta að mannréttindum

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastýra Amnesty International á Íslandi, segir að COVID-19 faraldurinn hafi haft áhrif á starfsemi samtakanna, einkum hvað varðar mikilvægi þess að fylgjast með stöðu mannréttindamála í faraldrinum. „Eins og staðan er núna hafa verið einhverjar úrsagnir þar sem tiltekið hefur verið að fólk hafi misst vinnuna eða að það sé óöruggt með tekjur sínar. Heildarfjöldi úrsagna er hins vegar ekkert meiri heldur en í venjulegu árferði. Við höfum síðan lagt áherslu á að koma þeim skilaboðum út til almennings að nú skipti mjög miklu máli að gæta að mannréttindum. Í svona ástandi er hætta á að yfirvöld nýti sér stöðuna til að skerða mannréttindi á einn eða annan hátt, eins og tjáningarfrelsið eða friðhelgi einkalífs. Þess vegna er ekki síður nú en áður mikilvægt að Amnesty International sé í stakk búið til að fylgjast með og vekja athygli á því ef mannréttindi eru brotin, og það höfum við verið að gera.“ 

„Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári“

Hjá Rauða krossinum hefur orðið meiri fjölgun í hópi Mannvina, stuðningsaðila samtakanna, upp á síðkastið heldur en oft áður, að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa. „Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári. Almenningur hefur því þjappað sér saman utan um okkar starfsemi. Við höfum hins vegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi sökum þess að Rauði krossinn er einn af eigendum Íslandsspila, sem reka spilakassana sem var lokað vegna samkomubannsins. Þess vegna hafa mannvinir aldrei verið mikilvægari í okkar starfi, vegna þess að sá tekjustofn er horfinn.“

Brynhildur segir að sömuleiðis hafi tekjur af rekstri verslana Rauða krossins dregist verulega saman, enda hafi þurft ýmist að loka þeim eða draga úr rekstri þeirra. „Fólk er bara búið að vera heima hjá sér og því ekki í verslunum. Við vonumst til að núna, þegar samfélagið fer að opnast aðeins meira, muni salan þar glæðast á ný.“

Sjálfboðaliðar hafa þurft að draga sig til baka

Starf ABC barnahjálparinnar hefur orðið fyrir höggi en samtökin halda úti starfsemi í sjö ríkjum Afríku og Asíu. „Við fengum til að mynda skipun um að öll börn þyrftu að yfirgefa heimavistina sem við rekum í Nairobi í Kenía, sem er auðvitað afleitt ,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastýra samtakanna.

Hvað varðar störfin hér heima segir Laufey að mikið af þeim sjálfboðaliðum, sem starfi fyrir samtökin, séu fólk sem glími við undirliggjandi sjúkdóma og hafi þar með þurft að draga sig út úr starfinu. Af þeim sökum hafi þurft að loka öðrum nytjamarkaði samtakanna vegna manneklu. 

„Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna“

Þegar kemur að annarri fjáröflun segir Laufey að mikið hafi dregið úr framlögum sem komi í gegnum söfnunarbauka. Ástæðan sé auðvitað sú að fólk sé einfaldlega minna á ferðinni og fari ekki í verslanir þar sem baukarnir séu. Þá hafi verkefninu Börn hjálpa börnum, sem venjulega standi yfir í febrúar til apríl, verið að mestu frestað. Þeir fjármunir sem komi þar inn standi að öllu jöfnu undir byggingaframkvæmdum erlendis. „Okkar grunnrekstur, fyrir utan þetta, eru síðan stuðningur við börn til náms. Mjög fáir hafa sagt upp stuðningi við börnin. Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna.“

Laufey bætir við að eftir að COVID-19 faraldurinn fór að hafa áhrif í þeim löndum þar sem samtökin halda úti starfsemi hafi þau haft samband við stuðningsaðila sína og hafið söfnun til að geta aukið við matargjafir til foreldra barnanna sem samtökn styðja. Á tveggja vikna tímabili safnaðist 1,1 milljón króna sem þegar hefur verið nýtt til þessara efna. 

Hæg niðursveifla síðustu misseri

Verkefni SOS barnaþorpanna hafa þyngst verulega að sögn Ragnars Schram, framkvæmdastjóra þeirra. Kostnaður við starfsemina úti hafi aukist verulega með hækkandi vöruverði, aukinni verðbólgu og vöruskorti. Þá hafi kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu aukist talsvert og auk þess þurfi að kosta meiru til við að vernda börnin og þorpin. 

„Hvað varðar stöðuna hér heima, þá hefur eitthvað verið um að fólk hafi samband og segi upp stuðningi en við merkjum ekki neitt fall vegna COVID-19. Það verður hins vegar að segjast að í um eitt og hálft ár, eða kannski sérstaklega frá falli WOW air í mars á síðasta ári, þá hefur verið smá niðursveifla hjá okkur í fjölda styrktaraðila. Á móti kemur að þeir sem hafa haldið áfram að styrkja okkur hafa heldur gefið í, svo við höfum ekki séð lækkun í heildarframlögum. En það er svoleiðis að eftir að við fórum að sjá blikur á lofti í efnahagslífinu hefur heldur fækkað í hópi stuðningsaðila hjá okkur. Við skulum heldur ekki gleyma því að nú eru tugir þúsunda að missa vinnuna og maður veit ekki hvað gerist í framhaldinu vegna þess. Við höfum af því allnokkrar áhyggjur,“ segir Ragnar. 



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár