Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu

Skaða­minnk­un­ar­verk­efni Rauða kross­ins mun eign­ast nýj­an bíl til að sinna heim­il­is­lausu fólki og þeim sem nota vímu­efni í æð. Söfn­un­in gekk fram úr von­um.

Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu
Frú Ragnheiður Snæfríður Jóhannesdóttir og Steinunn Ingibjörg voru á afmælisvaktinni.

Söfnun Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins til skaðaminnkunar, skilaði 11 milljónum króna. Safnað var fyrir nýjum bíl, en Frú Ragnheiður hefur í 11 ár haldið úti sérútbúnum bíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum

„Við í Frú Ragnheiði hófum söfnun fyrir viku síðan fyrir nýjum bíl og stefndum að því að safna 10 milljónum,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu verkefnisins. „Aldrei hefði okkur grunað að við myndum vera nálægt því að ná markmiðinu. Í gær, þegar Frúin fagnaði 11 ára afmæli á lokadegi söfnunar, gerðist eitthvað kraftaverki líkast. Það gleður okkur að tilkynna að við náðum að safna 11 milljónum á 11. starfsári okkar!“

Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Með peningunum sem söfnuðust verður fjárfest í nýjum bíl og hann innréttur til að sinna þörfum skjólstæðinga verkefnisins.

„Það er erfitt að koma þakklætinu sem býr í hjarta okkar í orð,“ segir í tilkynningunni. „Einn notandi þjónustu okkar komst þó vel að orði í gær og gaf okkur leyfi til að deila: „Ég hef verið á götunni í mörg ár, og notað vímuefni í fleiri ár, og sjaldan ef einhvern tímann upplifað að samfélagið geri ráð fyrir mér og mínum þörfum. Ég hef fylgst með söfnuninni og velvildinni í kringum hana, allir að reyna að safna fyrir nýjum bíl hjá Frúnni fyrir okkur. Mér líður eins og samfélagið sé að viðurkenna mínar þarfir á einhvern undarlegan hátt.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár