Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flúði hatur og hrylling

„Mig lang­ar bara til að fá að vera hér á Ís­landi,“ seg­ir Laurent-Fabrice, sem hrakt­ist 16 ára gam­all frá fjöl­skyldu sinni og heim­ili eft­ir að upp komst að hann væri hommi. Hann lýs­ir því að móð­ir hans svipti sig lífi og bræð­ur hans hugð­ust myrða hann. Hann flúði land en varð vitni að hrotta­leg­um morð­um vina sinna sök­um þess að þeir voru sam­kyn­hneigð­ir. Hann hef­ur sótt um vernd hér á landi en ver­ið hafn­að og bíð­ur nú nið­ur­stöðu í kæru þess vegna.

Sagan sem Laurent-Fabrice, samkynhneigður hælisleitandi frá Austur-Kongó, rekur fyrir blaðamanni Stundarinnar er slík og þvílík að átakanlegt er á að hlýða. Fabrice lýsir því hvernig hann missti móður sína, hraktist frá fjölskyldu sinni af ótta um líf sitt og hvernig hann hefur verið beittur andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi svo oft að hann hefur vart tölu á því. Hann hefur neyðst til að flýja heimaland sitt, Austur-Kongó, hrakist þaðan til Angóla, til Portúgal, Frakklands og nú Íslands. Hann upplifir að hann sé alls staðar óvelkominn, alls staðar utangarðs. „Ég er fórnarlamb eigin lífs vegna þess að ég er samkynhneigður.“

Fabrice er fæddur árið 1987 í Austur-Kongó, í höfuðborginni Kinshasa. Hann vill ekki að eftirnafn hans sé notað í þessu viðtali til að minnka líkurnar á því að hægt sé að leita hann uppi með leitarvélum á netinu, enda telur hann að með því gæti hann stofnað sér í hættu. Hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár