Smálánafyrirtækin Múla og Hraðpeningar sendu út smásmáskilaboð til fjölda einstaklinga þar sem þau hvetja þá til þess að taka 20 þúsund króna lán til 30 daga, án þess að tilgreina hver lántökukostnaður sé.
Fyrirtækin eru hluti af fimm smálánafyrirtækjum í eigu E-content sem Neytendastofa hefur ítrekað gert athugasemdir við og sektaði á seinasta ári um samtals 3,9 milljónir fyrir að krefja viðskiptavini sína um margfalt hærri lántökukostnað en heimilt var samkvæmt lögum um neytendalán.
„lan í bankanum er of flókið?“
Hinn 21 árs gamli Ágúst Örn Ingason var einn þeirra sem fékk skilaboð send frá Hraðpeningum en hann staðfestir að hafa aldrei átt í viðskipti við fyrirtækið áður. „Agust, vantar thig pening og lan í bankanum er of flókið? Hafðu tha samband við okkur. Svaradu thessu sms med textanum “20000 30”(fjoldi daga til ad endurgreida) …
Athugasemdir