Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björt segir „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ í anda gamla Íslands

Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra gagn­rýn­ir femín­ista í stjórn­ar­and­stöð­unni fyr­ir að leggj­ast gegn til­lögu sem fel­ur í sér að fleiri kon­ur eru skip­að­ar dóm­ar­ar við nýj­an Lands­rétt en hæfis­nefnd lagði til.

Björt segir „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ í anda gamla Íslands

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ á umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt hafi verið í anda „gamla Íslands.“ Um leið viðurkennir hún að hafa ekki kynnt sér þau hæfnisviðmið sem liggja til grundvallar mati umræddrar nefndar á hæfi umsækjenda um stöðu dómara. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bjartar í kvöld.

Björt gagnrýnir þingmenn stjórnarandstöðunnar fyrir að leggjast gegn tillögu dómsmálaráðherra um skipun dómara og bendir á að þökk sé tillögu ráðherra verði fleiri konur skipaðar dómarar við Landsrétt en verið hefði ef aðeins umsækjendur sem dómnefndin mat hæfasta hefðu verið skipaðir. Sjálf greiddi Björt hins vegar atkvæði gegn því þann 27. febrúar síðastliðinn að sett yrði ákvæði inn í lög um dómstóla þess efnis að ráðherra skyldi gæta þess að kröfum jafnréttislaga væri fullnægt við skipun dómara. 

Tillaga ráðherra um skipun dómara við Landsrétt var samþykkt með 31 atkvæði í kvöld og felur meðal annars í sér að karl sem lenti í þrítugasta sæti á lista dómnefndarinnar verður skipaður dómari og þannig færður upp fyrir fimm konur sem dómnefndin hafði metið hæfari honum. Málið var keyrt í gegnum þingið í miklum ágreiningi á tveimur dögum og kröfur minnihlutans um að gefinn yrði lengi tími til umfjöllunar þess slegnar út af borðinu. 

„Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af Dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland,“ skrifar Björt á Facebook. „Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki. Rétt kynjahlutföll í Landsrétti er gríðarlega mikilvægt mál til þess að vinna réttinum traust. Þarf að minna á endalaus tilvik td í kynferðisbrotamálum þar sem það hefur verið mál manna við lestur sýknudóma að lítill skilningur karldómara til reynslu kvenna þar hafi verið vandamál og haft áhrif á dóma til miska fyrir konur? Hér er stigið stórt skref í þá átt að konur og karlar verði sett jafnrétthá í íslensku réttarkerfi.“

Í athugasemd undir stöðuuppfærslu sinni viðurkennir Björt, eftir að hafa talað um „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ að hún þekki ekki þau hæfnisviðmið sem nefndin styðst við. „Ég veit ekki hvernig hæfiskríterían er að baki því mati? Gerið þið ráð fyrir að hún sé óskeikul svona fyrst að það sem út úr henni kom var 10 karlar og 5 konur?“ skrifar hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár