Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Umboðsmaður krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna sölu á hlut í Íslandsbanka til pabba hans

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is hef­ur sent Bjarna Bendikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra er­indi þar sem far­ið er fram á að hann skýri hvort regl­um stjórn­sýslu­laga hafi ver­ið full­nægt varð­andi hæfi Bjarna þeg­ar Bene­dikt Sveins­son, fað­ir hans, fékk að kaupa hlut í Ís­lands­banka.

Umboðsmaður krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna sölu á hlut í Íslandsbanka til pabba hans
Krefur Bjarna svara Umboðsmaður Alþingis vill að Bjarni svari til um hæfi sitt í samhengi við kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka. Mynd: Samsett / Heimildin

Umboðsmaður Alþingis hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skýri hvort, og þá hvernig, reglum stjórnsýslulaga hafi verið fullnægt þegar félag Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, fékk að kaupa hlut í Íslandsbanka.

Óskar umboðsmaður eftir því að Bjarni skýri hvort hann hafi gætt þess að ákvæðum um sérstakt hæfi hafi verið fylgt, en í stjórnsýslulögum kemur fram að menn séu vanhæfir í málum þar sem þeir sjálfir eða venslamenn þeirra eigi sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Þá óskar umboðsmaður eftir því að Bjarni skýri hvort hann hafi gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga þegar hann tók ákvörðun um hvort hafna skyldi eða samþykkja tilboð í bankann og þegar hann undirritaði samninga um söluna fyrir hönd ríkisins. Vekur umboðsmaður sérstaka athygli á því að Bjarni hafi lýst því í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað að pabbi sinn væri meðal kaupenda. Í þriðja lagi fer umboðsmaður fram á að Bjarni taki afstöðu til þess hvort hann hafi borið lagalega ábyrgð á sölunni. 

Í bréfi umboðsmanns til ráðherra, sem hann sendi í gær, kemur fram að ekki virðist sem fjallað hafi verið sérstaklega um sölu á á hlutum í Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags Benedikts föður Bjarna, í skýrslu Ríkisendurskoðuna um söluna. Því hafi heldur ekki verið fjallað um álitamál í um hæfi Bjarna í því sambandi. „Í þessu ljósi get ég heldur ekki séð að með umfjöllun sinni um skýrsluna hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekið rökstudda afstöðu til slíkra atriða.“

Í bréfi umboðsmanns segir að í framkvæmd starfa embættisins hafi ítrekað verið vísað til mikilvægis þess að traust ríki um málefni stjórnsýslunnar, „ekki síst þegar um er að ræða ráðstöfun stjórnvalda á eignum eða öðrum takmörkuðum gæðum.“ Í þeim efnum hafi verið lögð á það áhersla að sérstökum hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og aðilar máls geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt.

Spyr Bjarna hvort hann hafi gætt að hæfi sínu 

Erindi umboðsmanns er til Bjarna er þríþætt en hann óskar í fyrsta lagi svara um hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullægt er varðar sölu á eignarhlut ríkisins til Hafsilfurs. Vísar umboðsmaður þar einkum til 3. greinar stjórnsýslulaganna þar sem fram kemur að vanhæfi skapist ef menn eigi sjálfir eða venslamenn þeirra sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta við meðferð máls. Bent er á að samkvæmt lögunum gildi þau ákvæði einnig um gerð samninga einkaréttarlegs eðlis. 

„Er þá m.a. haft í huga að í fjölmiðlum hefur komið fram að yður hafi verið ókunnugt um að Hafsilfur ehf. hafi verið meðal kaupenda“
úr erindi umboðsmanns um hvort Bjarni hafi gætt að ákvæðum laga þegar hann undirritaði samninga um söluna á Íslandsbanka.

Í öðru lagi fer umboðsmaður fram á að Bjarni skýri hvort, og þá hvernig, hann hafi gætt ákveða stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar hann tók ákvarðanir um hvort tilboðum í hlut ríkisins í bankann yrði tekið eða þeim hafnað, sem og þegar hann undirritaði samninga um söluna fyrir hönd ríkisins. Vísar umboðsmaður til þess að Bjarni hafi mögulega ekki kynnt sér undir hvað hann var að skrifa en í erindi umboðsmanns segir: „Er þá m.a. haft í huga að í fjölmiðlum hefur komið fram að yður hafi verið ókunnugt um að Hafsilfur ehf. hafi verið meðal kaupenda.“

Í þriðja lagi fer umboðsmaður fram á að Bjarni setji fram rökstudda afstöðu sína til þess hvort, og þá upp að hvaða marki, hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferli Íslandsbanka færi fram í samræmi við lög. Vísar umboðsmaður þar til stjórnsýslulaga en einnig til eftirlitshlutverks Bjarna sem ráðherra með Bankasýslu ríkisins. 

Í erindi umboðsmanns segir að starfssvið hans taki ekki til starfa Alþingis og stofnana þess, þar á meðal ríkisendurskoðanda. Hið sama eigi við um niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í málinu. Þar að auki fjalli umboðamðu alment ekki um mál samtímis því að þau séu til meðferðar hjá Alþingi á grundvelli eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslunni og því hafi umboðsmaður haldið að sér höndum til þessa í málinu.

Hins vegar liggi nú fyrir niðurstöður Ríkisendurskoðunar, sem og álit stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og í ljósi þess sem fyrr er nefnt, um að í hvorugu tilvikinu hafi verið fjallað sérstaklega um söluna á hlut í Íslandsbanka til félags föður Bjarna, hefur umboðsmaður ákveðið að óska eftir skýringum á þeim þætti málsins sérstaklega. Er Bjarna veittur frestur til 24. mars næstkomandi til að svara erindinu. 

 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þessi fjármálaráðherra er einn tryggasti fulltrúi spillingarinnar á Íslandi. Hann hefur gætt hagsmuna þeirra sem betur mega sín og hlíft þeim margsinnis hvort sem snýr að skattbyrði eða hag þeirra. Og sala hlutabréfa í Íslandsbanka var hneyksli. Í stað þess að allir Íslendingar gætu keypt eins og gerðist þá Búnaðarbankinn var seldur en þá voru hluthafar hans um 95.000 að tölu, þá eru vinum og vandamönnum hyglað og hlutabréf seld á niðursettu verði, ekki markaðsvirði!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Hann var búinn að öskra á hjálp
6
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár