Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ráðherra „enn og aftur að beina fingrinum frá sjálfum sér“

Ekk­ert nýtt kom fram í máli fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í vik­unni. Formað­ur nefnd­ar­inn­ar seg­ir al­veg ljóst að ákvörð­un­in um söl­una á Ís­lands­banka og fyr­ir­komu­lag henn­ar var og er á ábyrgð ráð­herr­ans.

Ráðherra „enn og aftur að beina fingrinum frá sjálfum sér“
Ábyrgð og hæfi Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. „Við reyndum að fá skýrari útskýringar á hvað hann meinti með því,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mynd: Bára Huld Beck

„Nei, í sjálfu sér ekki,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og andvarpar, aðspurð hvort eitthvað nýtt hafi komið fram á opnum fundi nefndarinnar í vikunni þar sem óskað var eftir nánari skýringum frá fyrrverandi fjármálaráðherra á ráðgjöf sem hann fékk við sölu á Íslandsbanka.

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á fundinum að hann hafi gert ráð fyrir blessun þingsins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagnvart hverjum og einum kaupanda á Íslandsbanka í mars 2022. Þinginu hefði átt að vera augljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfisreglum í sölumeðferðinni sem valin var. Þetta hafi verið vegna þess að sölumeðferðin byði ekki upp á það sökum þess hraða sem þurfti að vera á henni. Bankasýsla ríkisins hafi enn fremur verið sú sem lagði til þessa sölumeðferð, ekki Bjarni, þótt hann hafi samþykkt hana.

RáðherraBjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála- og efnahagsráðhhera 10. október 2023 og tók við sem utanríkisráðherra fjórum dögum síðar.

Ákvörðun um sölu og fyrirkomulag á ábyrgð ráðherra

Þórunn segir að nefndarmenn hafi reynt að fá frekari skýringar frá Bjarna um hvernig hann geti varpað ábyrgðinni um að gæta hæfis á Alþingi. „En það liggur svo sem fyrir hvað hann sagði á fundinum. Mín upplifun var sú að ráðherra var enn og aftur að beina fingrinum frá sjálfum sér og á þingið á meðan það er alveg ljóst að ákvörðunin um söluna og fyrirkomulag hennar var og er á ábyrgð ráðherrans,“ segir Þórunn. Óskað var eftir að Bjarni kæmi fyrir nefndina eftir að hann sagði af sér ráðherraembætti í október í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um sölu á ríkisbanka til félags í eigu föður síns. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, átti frumkvæði að fundinum og sakaði hún Bjarna um útúrsnúninga og stæla á fundinum. „Mér heyrist að hér sé í uppsiglingu eins konar pólitískur fundur sem á að nýtast til þess að velta sér upp úr löngu liðnum hlutum sem ég hef nú þegar axlað ábyrgð á,“ sagði Bjarni. Þórhildur Sunna benti honum þá á að þetta væri pólitískur fundur í pólitískri nefnd. „Er þetta pólitísk nefnd?“ spurði Bjarni. „Já, þetta er þingnefnd,“ svaraði hún.

„Hann situr í ríkisstjórn Íslands“

Bjarni sagðist einnig hafa það sterklega á tilfinningunni að fundarmenn hafi ekki kynnt sér gögnin. „Það er ekki svaravert,“ segir Þórunn þegar blaðamaður leitar viðbragða við ummælum fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir að það hafi ekki verið að heyra á framkomu hans á því sem sagt var á fundi nefndarinnar að Bjarni hafi axlað ábyrgð á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 

Uppgjöri á sölu Íslandsbanka er ekki lokið að mati Þórunnar. Ráðherrastólaskipti Bjarna hafi ekki dugað. „Hann situr í ríkisstjórn Íslands.“ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um næstu skref af hálfu nefndarinnar. „En það er að sjálfsögðu í höndum þingmanna hvað gerist næst,“ segir Þórunn.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
1
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
4
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
9
Fréttir

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár