Fréttamál

Salan á Íslandsbanka

Greinar

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.
Íslandsbanki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 milljarða króna
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 millj­arða króna

Ef Ís­lands­banki hefði ekki þeg­ið sátt fjár­mála­eft­ir­lits­ins um 1,2 millj­arða króna sekt hefði bank­inn þurft að greiða stjórn­valds­sekt upp á 600 til um 1.200 millj­ón­ir króna til við­bót­ar. Dóms­mál til ógild­ing­ar slíkri ákvörð­un var met­ið sem tíma­frekt, kostn­að­ar­samt og var tal­ið að orð­spor bank­ans myndi líða enn frek­ar fyr­ir um­fjöll­un um dóms­mál­ið óháð end­an­leg­um úr­slit­um þess.
Jón Guðni Ómarsson: „Ég biðst afsökunar“
ViðtalSalan á Íslandsbanka

Jón Guðni Óm­ars­son: „Ég biðst af­sök­un­ar“

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök með því að girða ekki fyr­ir að starfs­menn bank­ans gætu sjálf­ir keypt í hon­um. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann sömu­leið­is hafa gert mis­tök með við­brögð­um sín­um eft­ir að sátt hans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið varð op­in­ber, í stað þess að sýna auð­mýkt hafi bank­inn far­ið í vörn. „Ég skil hana mjög vel,“ seg­ir Jón Guðni að­spurð­ur um hvort hann skilji reiði fólks í garð bank­ans.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu