Umboðsmaður krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna sölu á hlut í Íslandsbanka til pabba hans
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Bjarna Bendiktssyni fjármála- og efnahagsráðherra erindi þar sem farið er fram á að hann skýri hvort reglum stjórnsýslulaga hafi verið fullnægt varðandi hæfi Bjarna þegar Benedikt Sveinsson, faðir hans, fékk að kaupa hlut í Íslandsbanka.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankasölunnar uppfylltar
Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur allar sjö forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vera uppfylltar varðandi frekari rannsókn á sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpu ári. Í nefndaráliti minnihlutans er þess krafist að rannsóknarnefnd verði skipuð.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Bjarni segist ekki lúta neinu eftirliti frá Seðlabankanum vegna Íslandsbankasölunnar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði spurningum Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur um hvernig eftirliti opinberra stofnana um embættisfærslur hans er háttað. Spurningarnar snúast um möguleika stofnana til að rannsaka aðkomu og ábyrgð fjármálaráðherra á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra.
GreiningSalan á Íslandsbanka
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
Afar líklegt er að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti ítarlega greinargerð eða skýrslu um rannsóknina á aðkomu Íslandsbanka að útboði hlutabréfa ríkisins í honum í fyrra. Fordæmi er fyrir slíku. Það sem Íslandsbanki hræðist hvað mest í rannsókninni er ekki yfirvofandi fjársekt heldur birting niðurstaðna rannsóknarinnar þar sem atburðarásin verður teiknuð upp með ítarlegum hætti.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Ríkisendurskoðun taldi sig ekki hafa svigrúm til að álykta um lögbrot
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar í Íslandsbanka segir að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að álykta um hvort lög hafi verið brotin. Það sé á verksviði annarra að gera.
FréttirSalan á Íslandsbanka
4
Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfi að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og komast að því hvort enn séu einhverjum spurningum ósvarað. Skýrslan valdi henni sjálfri verulegum vonbrigðum með framkvæmd sölunnar.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Eftirspurn eftir Íslandsbankabréfum þurrkaðist upp í aðdraganda einkavæðingarinnar
Nær engin velta var með bréf í Íslandsbanka dagana í aðdraganda þess að 22,5 prósenta hlutur ríkisins í bankanum var settur í söluferli. Þá höfðu sjö lífeyrissjóðir og 19 erlend fyrirtæki þegar fengið upplýsingar um að mögulega stæði til að selja hlut í bankanum. Þetta er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirlitinu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Söfnuðu tilboðum í eitt stórt Excel-skjal
Tilboðum í hluti ríkisins í Íslandsbanka var safnað saman í Excel-skjölum sem síðan voru sameinuð í eitt stórt skjal hjá Íslandsbanka. Ríkisendurskoðun uppgötvaði í sumar að sumar tölur í skjalinu hafi verið rangt skrifaðar svo þær reiknuðust ekki með þegar unnið var með skjalið á söludegi.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka
Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við flest í einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Ekki virðist hafa verið ástæða til að gefa 4,1 prósenta afslátt af markaðsvirði bankans og vísbendingar eru um að tilboð erlends aðila hafi þar ráðið mestu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Ætlar að gera stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir drættinum
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir skýringar á því af hverju skýrsla Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars síðastliðnum hefur dregist verði ljósar þegar skýrslan verður lögð fram. Von er á því að hún verði afhent Alþingi í þessum mánuði.
ÚttektSalan á Íslandsbanka
7
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.