Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Orðin hans Bjarna: „Ég er miður mín“

„Völd­um fylg­ir ábyrgð,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son er hann kynnti af­sögn sína sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Oft velt­ir lít­il þúfa þungu hlassi,“ sagði hann svo um kaup föð­ur síns á hlut í Ís­lands­banka. „Það hefði á alla kanta ver­ið heppi­legra að ... hérna ... hann hefði sleppt þessu.“

Orðin hans Bjarna: „Ég er miður mín“
Í kastljósinu Bjarni Benediktsson: „Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“ Mynd: Golli

Ég verð að segja, svona fyrsta kastið, mér er brugðið við að lesa þessa niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í morgun þar sem hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra. Það gerir hann í ljósi álits umboðsmanns alþingis þar sem fram kemur að Bjarni hafi verið vanhæfur til að selja föður sínum, Benedikt Sveinssyni, hlut í Íslandsbanka á síðasta ári.

Hér að neðan eru helstu orðin – og þau stærstu – sem Bjarni lét falla á blaðamannafundinum.

„Ég er miður mín eftir að hafa séð þá niðurstöðu að mér hafi brostið hæfi við mína ákvörðunartöku.“

„Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

„Mér finnst margt í þessu áliti orka tvímælis.“

„Stundum er sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Og í þessu tilviki snýst málið um þátttöku eins aðila í seinasta útboði.“

„Það er óumdeilt að ég hafði ekki upplýsingar, í þessu máli, um þátttöku þessa félags.“

„Hafandi sagt þetta þá vil ég taka af allan vafa um það, að ég tel mikilvægt að virða álit umboðsmanns alþingis.“

„Þetta segi ég fullum fetum þótt ég hafi á álitinu mínar skoðanir.“

„Og álitið er að mér hafi brostið hæfi í málinu. Þessa niðurstöðu hyggst ég virða. Og ég tel í ljósi þessarar niðurstöðu að mér sé í reynd ókleift að starfa hér áfram sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

„Ég tel sömuleiðis mjög mikilvægt að það sé skapaður friður um þau mikilvægu verkefni sem eru hér í þessu ráðuneyti.“

„Það er af þessari ástæðu sem að ég hef ákveðið að láta af störfum sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

„Ég er sömuleiðis með þessari ákvörðun minni að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð.“

„Það hefur ekkert annað verið ákveðið þessari stundu“ – spurður hvort hann verði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ekki alveg gott að segja á þessari stundu“ – spurður um hvaða þýðingu ákvörðunin hafi fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. „Stundum verður maður bara að taka ákvarðanir, eina í einu.“

„Ég hef algjöra sannfæringu fyrir því að það sé þörf í okkar samfélagi fyrir að menn standi vörð um ákveðin gildi.“

„Þegar maður er kominn í þá stöðu að manni er í raun og veru ókleift að sinna verkefnum sínum þá verður maður að horfast í augu við það.“

„Ég hef enga skyldu til að bera sérstaka virðingu fyrir hugmyndafræðilegum skoðunum pólitískra andstæðinga. En við erum að tala um mál af öðrum toga hér.“ – Um hvers vegna hann sé að segja af sér núna í ljósi þess að hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir störf sín.

„Já, ég myndi segja það.“ – um hvort að þetta sé alvarlegasta gagnrýni sem hann hafi orðið fyrir

„Engin ákvörðun verið tekin um það“ – Spurður hvort hann taki við öðru ráðuneyti

„Við erum þrjú oddvitar í ríkisstjórninni og berum ábyrgð á stjórnarsáttmálanum. Ég hef skynjað mikinn vilja til þess að halda verkefnunum lifandi en það verður auðvitað að meta það, meta hvort það er raunhæft. Maður verður að horfast í augu við pólitískan veruleika.“

„100 prósent“ – Spurður hvort að frumkvæðið að afsögninni komi frá honum alfarið.

„Ég tel að þetta sé rétt niðurstaða. Fyrir þetta ráðuneyti. Fyrir mig. Fyrir flokkinn minn. Og ef því er að skipta fyrir ríkisstjórnina. Og ég tek hana alveg án tillit til þess hvernig úr því mun spilast.“

„Þetta er vegna þess skugga sem varpað er yfir ráðuneytið og mín störf hér í ráðuneytinu í þessu tiltekna máli. Út af þessum einstaka kaupanda af þeim 24 þúsund sem hafa tekið þátt í útboðunum.“

„Ég er ósammála þeim forsendum sem eru lagðar hér til grundvallar. En ég send fyrir þau gildi í mínum stjórnmálum að virða svona niðurstöðu.“ – Spurður um hvort hann sé sammála því að hann hafi gert mistök.

„Ég ætla nú ekki að fara að taka þátt í því að fella slíka dóma um föður minn“ – Um hvort það hafi verið dómgreindarbrestur af föður hans að taka þátt í útboðinu. „Ég hef áður sagt að það hefði á alla kanta verið heppilegra að ... hérna ... hann hefði sleppt þessu.“

„Það sem fer okkar í milli er ekki efni í fjölmiðla held ég“ – Spurður hvort hann væri búinn að greina föður sínum frá ákvörðun sinni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

    Sagði siðblindi arðræningi þjóðarinnar og foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins bjarN1 benediktsson.
    Og talandi um samvisku, þá hafa siðblint fólk ENGA samvisku, samkennd né samúð með öðrum og myndu ekki vita hvað samviska væri þótt hún klessti á þau í andlitið á hundra klómetra hraða á klukkustund.
    Samviska er bara orð sem þau hafa lært alveg eins og að læra að brosa á réttu augnabliki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár