Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Armslengd frá stjórnarkreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Armslengd frá stjórnarkreppu
Níu líf Bjarna Bjarni Benediktsson var búinn með átta pólitísk aukalíf þegar salan á Íslandsbanka knúði hann á endanum til að segja af sér ráðherraembætti. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra, sem hann hefur gegnt meira og minna í áratug með nokkurra mánaða hliðarspori yfir í forsætisráðuneytið, á þriðjudagsmorgun. Afsögnin átti sér skamman aðdraganda. Bjarni boðaði til blaðamannafundar með 49 mínútna fyrirvara. Nánast á sama tíma og fundarboðið var sent út birti umboðsmaður Alþingis álit í athugun sinni á því hvort Bjarna hefði skort hæfi til að samþykkja tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra, í ljósi þess að félag í eigu föður Bjarna, Hafsilfur ehf., var á meðal kaupenda. Niðurstaðan var sú að Bjarni hafi ekki verið hæfur til þess.

Flestir viðmælendur Heimildarinnar, innan og í kringum ríkisstjórnina, eru sammála um að Bjarni hafi verið heiðarlegur með það í ræðu sinni á blaðamannafundinum að hann vissi ekki hvað afsögn sín myndi þýða fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. Hann hafði rætt afsögnina við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir fram …

Kjósa
146
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Björn Ólafsson skrifaði
  Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu misst sjónar á því að hún á að vera að vinna fyrir fólkið í landinu. Hennar eina markmið er að halda völdum, og til þess er best að gera ekki neitt. Þessir þrír flokkar hafa minna en engan áhuga á að fara í kosningar, og eru til í allt til að forðast þær.
  8
 • LB
  Lárus Blöndal skrifaði
  Takk fyrir fantagóða, greinandi og ítarlega umfjöllun sem varpar skýru ljósi á stöðuna á ríkistjórnarheimilinu. 👍
  7
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  *************************************************************************
  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
  í ríkisbanka.

  Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

  Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.

  "Ef þetta er fjármálaráðherrann þeirra, hvernig eru þá hinir ?"
  *************************************************************************
  8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár