Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Að selja banka í góðri trú og armslengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.

Svo til um leið og Bjarni Benediktsson sagðist „miður sín“ yfir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis þess efnis að hann hafi brostið hæfi með því að selja föður sínum hlut í Íslandsbanka á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun, bætti hann við:

„Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

Þessi afstaða birtist aftur og aftur í svörum Bjarna og fjármálaráðuneytisins til umboðsmanns á meðan sá síðastnefndi hafði málið til skoðunar. „Hreina samviskan“ var byggð á því að þegar Bjarni skrifaði undir söluna vissi hann ekki  að faðir hans óskaði eftir að kaupa hlut í bankanum, hvað þá að með því að samþykkja söluna væri hann í raun og veru að samþykkja tilboð föður síns og selja honum hlut í bankanum.

Bjarni „vissi ekki“ og var því ekki vanhæfur og þannig „saklaus“. 

Hugtakið „armslengd“ kom margítrekað við sögu í málflutningi Bjarna; hvort heldur sem var í svörum hans til umboðsmanns eða …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristbjörn Árnason skrifaði
  Þetta með armslengdina er raunar kostulegt bull. Því blessaður ráðherran handvaldi alla þá sem voru bankasýslunni og störfuðu undir hans umboði og stefnu.
  1
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Til hvers er Umboðsmaður Alþingis?
  0
 • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
  Hvað sem öllum lögfræðilegum vangaveltum líður ætti mönnum að vera ljóst að ráðherra má ekki hygla sjálfum sér eða nánum vandamönnum sínum sérstaklega. Ef sú staða kemur upp að ákvarðanir hafa í för með sér verulega hagsmuni vandamanna ber ráðherra auðvitað að víkja sæti að minnsta kosti tímabundið. Ráðherra getur aldrei borið fyrir sig að hann hafi ekki vitað að hagsmunir vandamanna hafi verið snertir. Honum ber að afla sér upplýsinga um hvað hann má og hvað hann má ekki.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.
Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár