Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslandsbanki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 milljarða króna

Ef Ís­lands­banki hefði ekki þeg­ið sátt fjár­mála­eft­ir­lits­ins um 1,2 millj­arða króna sekt hefði bank­inn þurft að greiða stjórn­valds­sekt upp á 600 til um 1.200 millj­ón­ir króna til við­bót­ar. Dóms­mál til ógild­ing­ar slíkri ákvörð­un var met­ið sem tíma­frekt, kostn­að­ar­samt og var tal­ið að orð­spor bank­ans myndi líða enn frek­ar fyr­ir um­fjöll­un um dóms­mál­ið óháð end­an­leg­um úr­slit­um þess.

Íslandsbanki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 milljarða króna

Ef Íslandsbanki hefði ekki þegið þá sátt sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bauð bankanum, og fól í sér að bankinn greiddi um 1,2 milljarða króna í sekt vegna þeirra lögbrota sem hann framdi þegar hann seldi hluti í sjálfum sér í fyrravor, þá eftirlitið getað lagt á bankann stjórnvaldssekt sem hefði numið 50 til 100 prósent hærri fjárhæð. Það þýðir að Íslandsbanki sparaði sér 600 til um 1.200 milljónir króna með því að þiggja sáttina. 

Þetta kemur fram í svari bankans við spurningum  hluthafa vegna hluthafafundar sem haldinn verður í næstu viku. Svörin voru á meðal þeirra gagna sem Íslandsbanki birti í dag vegna fundarins. 

Áhyggjur af orðsporsáhættu

Þar segir að Íslandsbanka hafi borist frummat fjármálaeftirlitsins um lögbrot sín þann 30. desember 2022. „Bankinn óskaði eftir að ljúka málinu með sátt þann 6. janúar 2023 og byggði sú ósk á því að fjármálaeftirlitið vakti athygli á þeim möguleika í frummatinu og stjórn bankans taldi hagsmunum bankans best borgið með þeim málalokum. Þegar lá fyrir að bankinn hafði gerst brotlegur við lög, sbr. t.d. vanhöld á upptöku og skráningu símtala o.fl.  Íslandsbanka gafst frestur til 15. febrúar 2023 til að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum sínum við frummatið. Í reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt, nr. 326/2019, segir að sé máli lokið með sátt við upphaf athugunar máls, geti sektarfjárhæð numið allt að 50% af þeirri fjárhæð sem ætla má að stjórnvaldssekt gæti numið. Sé máli lokið með sátt á síðari stigum getur sektarfjárhæð numið allt að 70% af þeirri fjárhæð sem ætla má að stjórnvaldssekt gæti numið.“

Tillaga eftirlitsins að sátt barst Íslandsbanka svo 9. júní síðastliðinn, þrettán dögum áður en sáttin var gerð opinber. Í svörum Íslandsbanka til hluthafa sinna segir að eftir að bankinn lagði heildstætt mat á stöðuna ákvað stjórn hans að samþykkja sáttina enda þótt sektarfjárhæðin væri talsvert hærri en hún hafði áætlað. „Óumdeilt var að bankinn hafði brotið gegn lögum við framkvæmd útboðsins. Ef bankinn hefði ekki þegið sáttina lá fyrir að Fjármálaeftirlitið hefði lagt á bankann stjórnvaldssekt, sem hefði numið 50-100 prósent hærri fjárhæð en sú sekt sem bankanum var boðið að greiða í sáttinni. Þá hefði tekið við rekstur dómsmáls til ógildingar slíkri ákvörðun sem yrði tímafrekur, kostnaðarsamur og var talið að orðspor bankans myndi líða enn frekar fyrir umfjöllun um dómsmálið óháð endanlegum úrslitum þess. Það var því niðurstaðan að hagfelldast fyrir bankann að gangast undir sáttina og hefja þegar vinnu við úrbætur samkvæmt sáttinni og við að endurvinna traust.”

Fær laun í eitt ár

Þann 22. júní síðastliðinn var greint frá því að Ís­lands­banki hefði geng­ist við því að hafa fram­ið al­var­leg brot á lög­um og sam­þykkt að borga næst­um 1,2 millj­arða króna í sekt. 

Málið hefur þegar haft miklar afleiðingar innan bankans, og meðal annars kostað Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri hans frá því síðla árs 2008, starfið. Auk hennar hafi aðrir stjórnendur bankans sem komu að því að selja hluti í Íslandsbanka til 207 fagfjárfesta í lokuðu útboði í mars í fyrra misst starfið. 

Stjórn Íslandsbanka boðaði formlega til hluthafafundar fyrir nokkrum vikum. Sá fundur mun fara fram 28. júlí og á dagskrá verður sáttin sem bankinn gerði við fjármálaeftirlitið og viðbrögð Íslandsbanka við henni, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. Þá verður stjórnarkjör á dagskrá en þegar liggur fyrir að þrír stjórnarmenn hafa verið settir af, meðal annars Finnur Árnason sem er stjórnarformaður bankans.

Heimildin greindi frá því fyrr í kvöld að Birna hafi fengið 56,6 milljónir króna í starfslokagreiðslur vegna launa og hlunninda, eða sem nemur launum í tólf mánuði.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Skilgreiningin er einföld.

    Innherjaviðskipti (Insider trading)
    Innherjaviðskipti er orð sem haft um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Wikipedia

    Nokkuð ljóst að starfsmenn Íslandsbanka og fleiri höfðu aðgengi að upplýsingum sem ekki voru opinberar... hvort sem þeir nýttu þær sjálfir eða upplýstu kaupendur um þær. Bara vitneskjan um hverjir kaupa... geta keypt osf. eru upplýsingar sem hafa áhrif á markaðsverð.

    Hvar eru viðbrögðin ? ( annað sen sýndarmennska )

    1.2 milljarði verður velt út í þjónustukostnaði nema FME hafi sett ákvæði um annað... sem í eðli sínu er nær óframkvæmanlegt. Þeir sem eru ábyrgir...hvort sem þeir frömdu brot eða sýndu ekki DD due diligence eða KYC know your customer eða á annan hátt sýndu aðgæsluleysi eru leystir út með rausnarlegum gjöfum enda ekkert í ráðningarsamningum sem kveður á um skillyrðislausa brottvísun ef þeir reynast brotlegir við grundvallaratriðin hvort sem það eru DD og KYC eða aðrar reglur um heilbrigða gegnsæja viðskiftahætti. Og enginn er sviftur starfsheimild í fjármálageiranum í 5 mínútur einu sinni. Og nýi bankastjórinn sá ekkert og heyrði ekkert og er þessvegna hæfur arftaki ????? Klikkun er vægt lýsingarorð.

    Á almenningur virkilega að taka þessu þegjandi... að menn brjóti allar reglur... reikningurinn sendur á almenning og svo fá þeir væntanlega cushy djobb seinna sem sárabætur ??? Sem þeir auðvitað fá... gegn því að blaðra ekki væntanlega.

    Hvar eru rannsakendurnir.... hvar eru skýringar regluvarðarins ...osf. Hvar er rannsóknin.... eða eru lögbrot ekki lögbrot..... því FME er ekki lögregla né saksóknari.. bara eftirlitsaðili.

    Af hverju er þetta mál komið gegnum FME með sýndarsekt... því uppsagnarfrestirnir eru víst meira en 10 % af sektinni og 1.2 milljarður er lág sekt... verulega lág. Og fer hljótt um starfsleysissviftingar eða önnur viðurlög.

    En málið ekki komið til rannsóknar hæfra aðila ( og sérstakur er ekki hæfur.. vantar mannskap, þekkingu og peninga ). og fer þangað aldrei... deja vu 2008 nema þá neyddust menn til að finna sér sökudólga... svo ekki þyrfti að lagfæra kerfið.

    Við erum djók.
    7
    • TÞF
      Torfi Þór Friðfinnsson skrifaði
      Að hverju er þessu ekki komið til Saksóknara það er ekki bankinn sem gerist lögbrjótur heldur þessir sem vinna við bankan og fá svo verðlaun fyrir altsamann þegar búið er að gera upp á bak
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu