Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka
Listinn yfir kaupendur í Íslandsbanka var birtur rétt í þessu þrátt fyrir andstöðu Bankasýslu ríkisins. Þekkt nöfn eru tengd félögum á listanum, sem komu að bankanum fyrir hrun. Meðal annars Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Benedikt Sveinsson, faðir fjármálaráðherra. Listinn er birtur hér í heild.
Áberandi kaupendurÁ meðal þeirra sem voru valdir til að kaupa í Íslandsbanka eru aðilar sem leiddu bankann fyrir efnahagshrunið.
Listinn yfir fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í útboði ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka var birtur rétt í þessu á vef fjármálaráðuneytisins. Stærstu kaupendurnir eru lífeyrissjóðir, en á listanum eru nöfn fjárfesta sem hafa verið umtalaðir í umræðu um efnahagshrunið og tengdust umdeildum viðskiptum í bankanum fyrir hrun.
Birtingin á sér stað sama dag og stjórnarformaður Bankasýslunnar, návinur Bjarna Benediktssonar, Lárus Blöndal, sagði í samtali við Dagmál hjá Morgunblaðinu að hann teldi ekki heimild fyrir því að birta listann og lagði til að birting upplýsinga um kaupendur yrði hluti af skilyrðum í næstu atrennu einkavæðingar.
Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins segir að ekki hafi verið fallist á andstöðu og röksemdir Bankasýslunnar. „Að mati ráðuneytisins falla upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna hefur ráðherra ákveðið að birta yfirlitið.“
Í þessari lotu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka bauðst almenningi ekki að kaupa, heldur voru svokallaðir fagfjárfestar, sem uppfylltu tiltekin skilyrði, handvaldir og hringt í þá eftir lokun markaða og þeim boðið að taka þátt.
Meðal beinna og óbeinna kaupenda í gegnum félög eru Jón Ásgeir Jóhannesson, stærsti eigandi í Glitni fyrir efnahagshrunið, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður bankans fyrir hrun, útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. og Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem var líkt og Bjarni sjálfur, stórtækur í viðskiptum við og með bankann fyrir efnahagshrunið og náði að forða bæði hlutafé og verðbréfum skömmu fyrir fall bankans 2008.
Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður bankans í hruninu, kaupir fyrir 296 milljónir króna í gegnum Eignarhaldsfélagið Stein, sem hann á til jafns við fyrrverandi eiginkonu sína, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur.
Rétt eins og fyrrverandi stjórnarformaður bankans, er stærsti eigandi hans fyrir hrun að bæta við sig hlut. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Baugs, fer fyrir eignarhaldsfélaginu Streng, sem á liðlega helming í Skel fjárfestingafélagi hf, áður Skeljungi, sem fékk að kaupa fyrir 450 milljónir króna.
Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, er sá 118. stærsti meðal kaupenda í lotunni. Hann kaupir í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. samtals fyrir 55 milljónir króna, 0,1% fáanlegra hluta í útboðinu. Benedikt á 100% hlut í Hafsilfri.
Þá á Jón Sigurðsson fjárfestir, sem var forstjóri FL Group fyrir hrun, sem síðar hétu Stoðir hf, endurkomu með 175,5 milljón króna kaupum í gegnum Stoðir.
Karl Wernersson, áður kenndur við Milestone, einn helsta eiganda bankans fyrir hrun, tengist kaupum með því að Lyf og heilsa kaupa fyrir 225 milljónir. Karl kom félaginu í hendur sonar síns í umdeildri fjárhagslegari endurskipulagningu árið 2017.
Einnig má nefna tvö félög í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka og Gnúps, sem keyptu í útboðinu fyrir rúmlega 100 milljónir króna. Þau félög heita Brekka retail ehf. og Fjárfestingarfélagið Brekka ehf. Þórður Már varð landsþekktur fyrir skömmu vegna aðkomu sinnar að máli Vitalíu Lazarevu sem leiddi til þess að hann hætti sem stjórnarformaður smásölufyrirtækisins Festar, eiganda Krónunnar meðal annars.
Jakob Valgeir með tæpan milljarð
Guðbjörg Matthíasdóttir, sem er aðaleigandi Morgunblaðsins og einn umsvifamesti útgerðareigandi landsins, fær úthlutað einna stærstum hluta einstakra kaupenda, eða 468 milljónum króna í gegnum eignarhaldsfélagið Kristinn ehf.
Enn stærri er þó hlutur Jakobs Valgeirs ehf, sem fær að kaupa fyrir 936 milljónir króna. Jakob Valgeir er í eigu eiginkonu samnefnds útgerðarmanns og bræðra hans. Jakob Valgeir Flosason fékk 20 milljarða króna lán til að kaupa í Glitni fyrir hrun, í máli sem var rannsakað sem umboðssvik og markaðsmisnotkun. Forstjóri bankans, Lárus Welding, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir viðskiptin.
Meðal annarra einstaklinga í kaupendahópnum eru Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur heildverslunarinnar Johan Rönning, sem kaupa í gegnum félagið sitt Bóksal ehf. fyrir 1,17 milljarð króna.
Valdimar Grímsson, fyrrverandi handknattleikslandsliðsmaður, kaupir fyrir 225 milljónir króna. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi hægri hönd Róberts Wessman, eiganda Alvogen, kaupir fyrir 69 milljónir króna.
Stærstu kaupendurnir eru þó lífeyrissjóðirnir Gildi, LSR, Brú og Lífeyrissjóður verslunarmanna.
11% hækkun á hlutunum
Alls var boðinn út 22,5% hlutur ríkisins, að verðmæti 52,7 milljarðar króna, 22. mars síðastliðinn, eftir lokun markaða. Veittur var afsláttur af kaupunum. Hringt var í fjárfesta og þeim boðið að kaupa. Hlutir í Íslandsbanka voru seldir á 117 krónur, en gengi dagsins hafði verið 122 krónur, eða 4,3% hærra en söluverð Bankasýslunnar. Gengið náði mest 130 krónum í dag og hefur hlutur þeirra sem fengu að kaupa því hækkað um 11%. Þannig hefur hlutur Benedikts Sveinssonar hækkað um 6 milljónir króna í virði frá 22. mars. Einn þeirra einstaklinga sem fékk hvað stærstan hlut, útgerðin Jakob Valgeir ehf, hefur hagnast um 102 milljónir króna með kaupunum.
Sátt um söluferlið
Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í dag er ferill sölunnar rakinn. „Þann 18. mars sl. ákvað ráðherra, að fengnum umsögnum efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis, auk umsagnar Seðlabanka Íslands, að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í bankanum í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins. Meirihlutar beggja þingnefnda mæltu með því að hafist yrði handa við framhald sölu. Þá taldi Seðlabankinn í umsögn sinni að jafnræði bjóðenda yrði tryggt og var salan talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð.“
Nei. Bjarni er ekki vondi karlinn af því pabbi hans fjárfestir skynsamlega. Hugsið út í það... haldið þið virkilega faðir hans hafi slegið á þráðinn og sagt "Bjarni minn ég ætla koma þér í rosalegan bobba"?
Og Þorsteinn Már er ekki vondi karlinn í þessu dæmi heldur... alþingismenn allir eru það aftur á móti.
Snúið ykkur að kerfinu sem gersamlega ábyrgðarlaust fór í lokaða sölu þar sem spákaupmenn... þetta eru ekki alvöru fagfjárfestar... orðið er bara orðskrýpi til að slá ryk í augun á ykkur. Og út frá þeirri apaskylgreiningu eru þetta réttmætir fjárfestar. En sem kjölfestu eða ábyrgir aðilar þá þarf að skoða hvernig þeir eru bundnir í kaupsamningum.
Og þeir eru óbundnir ekki satt ? Geta selt á morgun með glimrandi hagnaði.
Enn einn gjafagerningur frá leiðtogum stjórnmálaflokka til velunnarra sinna og verður aldrei borið saman við erlenda söluskilmála... að minnsta kosti ekki af rannsóknarblaðamönnum sem þurfa að fá duglegt spark í rassinn því umfjöllunin er öll á manninn... fáein skifti um boltann ... en aldrei lagst af fullum þunga á reglugerða og regluverksaðilana... sem bera 100 % ábyrgðina.
Ef ég væri með sambærilegan lista yfir íslendinga og viðskifti þeirra erlendis við banka og fyrirtækjaskrá Panama sem ég gaf skattrannsóknarstjóra á meðan hún var lokuð ... þá myndi ég einfaldlega ekki treysta ykkur samlöndum mínum fyrir þeim upplýsingum af því þið fokkið allri hreingerningu upp. Það eru öngvar rannsóknir nema málarmynda og engin viðurlög og frelsararnir eru ekki fyrr komnir í feitu sætin en þeir eru þagnaðir... ekki satt Björn ... Þórður ???
Það er nákvæmlega svona sem gerspillt pólitísk yfirstétt hagar sér. Gaukar eigum almennings, í þessu tilfelli Íslandsbanka, til vina og vandamanna fjármálaráðherra og yfirstéttarinnar í Sjálfstæðisflokknum og beitir fyrir sig "bankaleynd," hugtaki sem er ekki til í lögum. Spilltir og siðlausir formennn Framsóknarflokks og Vinstir-grænna horfa á með velþóknun og kjósendur þeirra sannfæra sjálf sig um að þetta sé bara all gott fyrirkomulag.
Þetta snýst allt um hvatana Þór minn.... og meðan sýndarreglur og lög eru athugasemdarlaust sett sem ganga þvert á hvatana og veita ekki neina hvata til að fylgja reglunum ... eða réttar sagt upprunarlega tilgangnum.... verður engin breyting. Píratar og Viðreisn vissu auðvitað alveg hvað til stóð... ekki vera svona trúgjarn að halda það sé eðlismunur á flokkum.
0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Mest lesið
1
Pistill
1
Sif Sigmarsdóttir
Húsverðir eigna sinna
Það er þrotlaus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem maður á því lengri eru vaktir húsvarðarins.
2
Það sem ég hef lært
1
Sigurvin Lárus Jónsson
Að standa með strákum
Sigurvin Lárus Jónsson á tápmikla drengi en reynslan hefur kennt honum að grunnskólakerfið mæti þörfum drengja ekki nægilega vel. Hann hefur setið skólafundi þar sem styrkleikar sona hans eru sagðir veikleikar, og reynt að leysa vanda með aðferðum sem gera meira ógagn en gagn.
3
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Að jarða konur
Á meðan konur eru raunverulega myrtar af mönnum er áherslan í umræðunni á meint mannorðsmorð gegn mönnum.
4
Fréttir
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Rafaela Georgsdóttir hefur um langt skeið leitað að störfum þar sem menntun hennar gæti nýst en án árangurs. Rafaela er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu með sérhæfingu í umhverfisvernd.
5
Viðtal
2
„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tímabundið“
Una Rúnarsdóttir festi vextina á húsnæðisláninu sína fyrir tveimur árum síðan og á því von á því að þeir losni vorið 2024. Fram til þessa, nýjustu frétta um stýrivaxtahækkanir, upplifði hún vaxtahækkanir og verðbólguna sem tímabundið ástand og hélt því að væri búið að leysa úr stöðunni þegar vextirnir myndu losna. Nú er hún ekki svo viss um að svo verði raunin og hræðist því að þurfa selja heimilið næsta vor.
6
ViðtalLífskjarakrísan
Það kostar að fara út úr dyrunum
Edda Þöll Kentish upplifir breyttan veruleika í verðbólgu og vaxtaþenslu sem staðið hefur síðustu misseri. Hún og maðurinn hennar reyndu að sýna varkárni og spenna bogann ekki um of þegar þau keyptu sér íbúð en þurfa nú að hugsa sig tvisvar um áður en nokkuð er keypt eða nokkurt er keyrt.
7
FréttirLífskjarakrísan
Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að embættið sé að búa sig undir fjölda umsókna frá fasteignaeigendum í fjárhagsvanda. Greina megi aukinn óróleika og jafnvel kvíða hjá fólki sem þiggur símaráðgjöf hjá embættinu. Flest sem fá aðstoð eru öryrkjar og láglaunafólk á leigumarkaði og segir Ásta Sigrún að ríkisstjórnin verði að bregðast við vanda þess hóps.
Mest lesið
1
Pistill
1
Sif Sigmarsdóttir
Húsverðir eigna sinna
Það er þrotlaus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem maður á því lengri eru vaktir húsvarðarins.
2
Það sem ég hef lært
1
Sigurvin Lárus Jónsson
Að standa með strákum
Sigurvin Lárus Jónsson á tápmikla drengi en reynslan hefur kennt honum að grunnskólakerfið mæti þörfum drengja ekki nægilega vel. Hann hefur setið skólafundi þar sem styrkleikar sona hans eru sagðir veikleikar, og reynt að leysa vanda með aðferðum sem gera meira ógagn en gagn.
3
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Að jarða konur
Á meðan konur eru raunverulega myrtar af mönnum er áherslan í umræðunni á meint mannorðsmorð gegn mönnum.
4
Fréttir
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Rafaela Georgsdóttir hefur um langt skeið leitað að störfum þar sem menntun hennar gæti nýst en án árangurs. Rafaela er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu með sérhæfingu í umhverfisvernd.
5
Viðtal
2
„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tímabundið“
Una Rúnarsdóttir festi vextina á húsnæðisláninu sína fyrir tveimur árum síðan og á því von á því að þeir losni vorið 2024. Fram til þessa, nýjustu frétta um stýrivaxtahækkanir, upplifði hún vaxtahækkanir og verðbólguna sem tímabundið ástand og hélt því að væri búið að leysa úr stöðunni þegar vextirnir myndu losna. Nú er hún ekki svo viss um að svo verði raunin og hræðist því að þurfa selja heimilið næsta vor.
6
ViðtalLífskjarakrísan
Það kostar að fara út úr dyrunum
Edda Þöll Kentish upplifir breyttan veruleika í verðbólgu og vaxtaþenslu sem staðið hefur síðustu misseri. Hún og maðurinn hennar reyndu að sýna varkárni og spenna bogann ekki um of þegar þau keyptu sér íbúð en þurfa nú að hugsa sig tvisvar um áður en nokkuð er keypt eða nokkurt er keyrt.
7
FréttirLífskjarakrísan
Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að embættið sé að búa sig undir fjölda umsókna frá fasteignaeigendum í fjárhagsvanda. Greina megi aukinn óróleika og jafnvel kvíða hjá fólki sem þiggur símaráðgjöf hjá embættinu. Flest sem fá aðstoð eru öryrkjar og láglaunafólk á leigumarkaði og segir Ásta Sigrún að ríkisstjórnin verði að bregðast við vanda þess hóps.
8
Vettvangur
„Hvar er Kristrún?“
Blaðamaður Heimildarinnar fylgdist með fundi Samfylkingarinnar um heilbrigðismál á Egilsstöðum.
9
Viðtal
2
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
„Þetta er ekki leikur. Að rífa sig upp með rótum og yfirgefa heimalandið gerir enginn nema af nauðsyn,“ segir Abir, sem flúði frá Sýrlandi til Íslands ásamt bróður sínum, Tarek. Útlendingastofnun hefur synjað þeim um vernd en leit aldrei til aðstæðna í Sýrlandi í umfjöllun sinni heldur í Venesúela, þar sem systkinin eru fædd en flúðu frá fyrir mörgum árum.
10
Fréttir
3
Samherji dregur Odee fyrir dómara í Bretlandi
Samherji fékk lögbann á vefsíðu sem er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ eftir Odd Eystein Friðriksson, Odee. „Þetta er að mínu mati hrein og bein ritskoðun á íslenskri myndlist og listaverkinu mínu. Ég fordæmi það,“ segir listamaðurinn.
Mest lesið í vikunni
1
Pistill
1
Sif Sigmarsdóttir
Húsverðir eigna sinna
Það er þrotlaus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem maður á því lengri eru vaktir húsvarðarins.
2
Það sem ég hef lært
1
Sigurvin Lárus Jónsson
Að standa með strákum
Sigurvin Lárus Jónsson á tápmikla drengi en reynslan hefur kennt honum að grunnskólakerfið mæti þörfum drengja ekki nægilega vel. Hann hefur setið skólafundi þar sem styrkleikar sona hans eru sagðir veikleikar, og reynt að leysa vanda með aðferðum sem gera meira ógagn en gagn.
3
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Að jarða konur
Á meðan konur eru raunverulega myrtar af mönnum er áherslan í umræðunni á meint mannorðsmorð gegn mönnum.
4
Nærmynd
3
Amman í Grjótaþorpinu: „Hún var barnavernd“
„Hún var félagsþjónusta, hún var barnavernd, hún var alvöru,“ segir skáldkonan Didda um Laufeyju Jakobsdóttur, sem var gjarnan kölluð amman í Grjótaþorpinu. Didda var ein af þeim sem áttu athvarf hjá Laufeyju þegar annað skjól var hvergi að finna. Krakkarnir gátu alltaf komið eins og þeir voru, en að sögn Diddu var styrkur Laufeyjar sá að hún viðurkenndi fólk, sama hvaða stétt og stöðu það hafði.
5
Fréttir
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Rafaela Georgsdóttir hefur um langt skeið leitað að störfum þar sem menntun hennar gæti nýst en án árangurs. Rafaela er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu með sérhæfingu í umhverfisvernd.
6
Viðtal
2
„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tímabundið“
Una Rúnarsdóttir festi vextina á húsnæðisláninu sína fyrir tveimur árum síðan og á því von á því að þeir losni vorið 2024. Fram til þessa, nýjustu frétta um stýrivaxtahækkanir, upplifði hún vaxtahækkanir og verðbólguna sem tímabundið ástand og hélt því að væri búið að leysa úr stöðunni þegar vextirnir myndu losna. Nú er hún ekki svo viss um að svo verði raunin og hræðist því að þurfa selja heimilið næsta vor.
7
ViðtalLífskjarakrísan
Það kostar að fara út úr dyrunum
Edda Þöll Kentish upplifir breyttan veruleika í verðbólgu og vaxtaþenslu sem staðið hefur síðustu misseri. Hún og maðurinn hennar reyndu að sýna varkárni og spenna bogann ekki um of þegar þau keyptu sér íbúð en þurfa nú að hugsa sig tvisvar um áður en nokkuð er keypt eða nokkurt er keyrt.
Mest lesið í mánuðinum
1
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
2
GreiningElítusamfélagið á Nesinu
1
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
Elítur og valdakjarnar á Íslandi eru líklegri til að hreiðra um sig í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en öðrum búsetukjörnum landsins, á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Hagtölur sýna svart á hvítu að þar eru áherslur, stjórnmálaskoðanir og samsetning íbúa allt önnur en í nágrannasveitarfélögunum.
3
Það sem ég hef lært
5
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Líf mitt að framanverðu
Sigmundur Ernir Rúnarsson rifjar upp hvernig krakkarnir í grunnskólanum hans voru flokkaðir eins og rusl, í þá sem voru nothæfir og hentuðu til endurvinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til fullorðinsára. Jafnvel til endalokanna.
4
Viðtal
1
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
Helga Óskarsdóttir var þjökuð af andlegri og líkamlegri vanlíðan vegna alkóhólisma. Samt var það ekki hún sem misnotaði áfengi eða önnur vímuefni, heldur var hún orðin virkilega veik af meðvirkni. Hún var ekki nema fertug en leið eins og gamalli konu. Hún leitaði sér hjálpar, náði bata og hefur aldrei verið frískari, 73 ára, þriggja barna móðir og sex barna amma.
5
Fréttir
5
Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason hélt því fram að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður þegar hann reyndi að komast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörninginn. Tölvupóstana sendi hann úr vinnunetfangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lögreglumaður.
6
Fréttir
3
Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt timburhús á Flateyri var selt til einkaaðila í fyrra fyrir 1/10 af fasteignamati. Í húsinu er rekin bóka- og gjafavöruverslun. Minjasjóður Önundarfjarðar réði ekki við að fjármagna endurbætur á húsinu og reyndi að gefa Ísafjarðarbæ það. Þegar það gekk ekki bauðst eiganda verslunarinnar, 'Ágústu Guðmundsdóttur, tækifæri á að kaupa það fyrir yfirtöku skulda.
7
Viðtal
4
Fóru tómhent heim af fæðingardeildinni
Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir var gengin 23 vikur með sitt fyrsta barn þegar ógæfan skall á. Hún lýsir hér aðdragandanum að barnsmissi, dvölinni á spítalanum og sorginni.
Mest lesið í mánuðinum
1
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
2
GreiningElítusamfélagið á Nesinu
1
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
Elítur og valdakjarnar á Íslandi eru líklegri til að hreiðra um sig í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en öðrum búsetukjörnum landsins, á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Hagtölur sýna svart á hvítu að þar eru áherslur, stjórnmálaskoðanir og samsetning íbúa allt önnur en í nágrannasveitarfélögunum.
3
Það sem ég hef lært
5
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Líf mitt að framanverðu
Sigmundur Ernir Rúnarsson rifjar upp hvernig krakkarnir í grunnskólanum hans voru flokkaðir eins og rusl, í þá sem voru nothæfir og hentuðu til endurvinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til fullorðinsára. Jafnvel til endalokanna.
4
Viðtal
1
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
Helga Óskarsdóttir var þjökuð af andlegri og líkamlegri vanlíðan vegna alkóhólisma. Samt var það ekki hún sem misnotaði áfengi eða önnur vímuefni, heldur var hún orðin virkilega veik af meðvirkni. Hún var ekki nema fertug en leið eins og gamalli konu. Hún leitaði sér hjálpar, náði bata og hefur aldrei verið frískari, 73 ára, þriggja barna móðir og sex barna amma.
5
Fréttir
5
Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason hélt því fram að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður þegar hann reyndi að komast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörninginn. Tölvupóstana sendi hann úr vinnunetfangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lögreglumaður.
6
Fréttir
3
Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt timburhús á Flateyri var selt til einkaaðila í fyrra fyrir 1/10 af fasteignamati. Í húsinu er rekin bóka- og gjafavöruverslun. Minjasjóður Önundarfjarðar réði ekki við að fjármagna endurbætur á húsinu og reyndi að gefa Ísafjarðarbæ það. Þegar það gekk ekki bauðst eiganda verslunarinnar, 'Ágústu Guðmundsdóttur, tækifæri á að kaupa það fyrir yfirtöku skulda.
7
Viðtal
4
Fóru tómhent heim af fæðingardeildinni
Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir var gengin 23 vikur með sitt fyrsta barn þegar ógæfan skall á. Hún lýsir hér aðdragandanum að barnsmissi, dvölinni á spítalanum og sorginni.
8
Pistill
4
Sif Sigmarsdóttir
Ósjálfbjarga óvitar
Disneyland hafði frá opnun árið 1955 þótt skemmtigarður í hæsta gæðaflokki þar sem ýtrustu öryggiskröfum var framfylgt. Hvað fór úrskeiðis?
9
Pistill
4
Hrafn Jónsson
Ég á þetta ekki en má þetta víst
Ísland er löngu búið að gefa sjálfsákvörðunarrétt og auðlindir þjóðarinnar til gamalla frekra kalla. Landið þarf ekki að hafa áhyggjur af framsali til Evrópusambandsins.
10
Pistill
1
Sif Sigmarsdóttir
Húsverðir eigna sinna
Það er þrotlaus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem maður á því lengri eru vaktir húsvarðarins.
Nýtt efni
Viðtal
1
Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
Ásgerður Ósk Pétursdóttir hefur pælt í peningum frá því að hún man eftir sér. Ásgerður var ekki há í loftinu þegar hún spurði mömmu sína hvaðan peningarnir kæmu. Svarið var Seðlabankinn. „Þar ætla ég að vinna þegar ég verð stór,“ sagði Ásgerður. Og við það stóð hún. Ásgerður er yngst allra sem setið hafa í peningastefnunefnd og starf seðlabankastjóra heillar.
GagnrýniViðnám
Er listaverkið tómt ílát?
Listfræðingurinn Margrét Elísabet Ólafsdóttir fjallar um verkið Örlagateningurinn eftir Finn Jónsson (1892-1993) á sýningunni Viðnám á Listasafni Íslands og segir að hægt sé að gera meiri kröfur til safnsins.
Sófakartaflan
Lóa Hjálmtýsdóttir
Svona var það tvöþúsund og sex
Sófakartaflan gerði heiðarlega tilraun til að hofa á That 90’s Show á Netflix en nostalgíuneistinn sem kviknaði í brjósti hennar leiddi til gláps á sjö þáttaröðum af Malcolm in the Middle.
MyndbandLífskjarakrísan
Vegfarendur finna fyrir hækkunum
Heimildin ræddi við vegfarendur um síendurteknar vaxtahækkanir og áhrif þeirra.
Fréttir
Verklagsreglur um leit að týndu fólki endurskoðaðar
Ríkislögreglustjóri hefur hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við tilmælum nefndar um eftirlit með lögreglu frá því í fyrra.
Viðtal
2
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
„Þetta er ekki leikur. Að rífa sig upp með rótum og yfirgefa heimalandið gerir enginn nema af nauðsyn,“ segir Abir, sem flúði frá Sýrlandi til Íslands ásamt bróður sínum, Tarek. Útlendingastofnun hefur synjað þeim um vernd en leit aldrei til aðstæðna í Sýrlandi í umfjöllun sinni heldur í Venesúela, þar sem systkinin eru fædd en flúðu frá fyrir mörgum árum.
Pistill
Bergur Ebbi
Sjö gráður og súld
Bergur Ebbi fjallar um breytta stöðu veðurfræðinga og veðurfrétta í tæknisamfélaginu. Nú er það bara ískalt appið á meðan veðurfræðingar voru landsþekkt andlit á árum áður.
Fréttir
Dropinn dýrastur á Íslandi
Bensínlítrinn er hvergi dýrari innan EES-svæðisins en á Íslandi og raunar er bensínverð á Íslandi það þriðja hæsta í heiminum. Álögur sem hið opinbera leggur á bensín eru þó hærri í sextán ESB-ríkjum en þær eru á Íslandi.
Bíó Tvíó#239
Volaða land
Í síðasta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Steindór kvikmynd Hlyns Pálmasonar frá 2022, Volaða land. Fleiri þættir eru í boði á Patreon síðu Bónus Tvíó: www.patreon.com/biotvio
Sérfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Þroskahjálp segja að samtökin hafi áhyggjur af rafbyssuvæðingu lögreglunnar. Þroskahjálp hefur fundað með embætti ríkislögreglustjóra vegna þessa. Ástæðan er sú að lögreglan hafi ekki nægilega þekkingu á stöðu fólks með fötlun sem hún kann að þurfa að hafa afskipti af.
FréttirLaxeldi
1
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
Kjartan Ólafsson er hættur sem stjórnarformaður Arnarlax eftir að hafa leitt félagið um árabil. Stofnandi stærsta hluthafa Arnarlax, Gustav Witzoe, kemur inn í stjórnina.
FréttirLífskjarakrísan
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Afborganir á húsnæðisláni sex manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 116 þúsund krónur á 18 mánuðum. Fjölskyldan hefur þurft að ganga á sparnað til að ráða við regluleg útgjöld og er nú í því ferli að breyta láninu úr óverðtryggðu í verðtryggt til að ráða við afborganirnar.
Mest lesið undanfarið ár
1
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Og Þorsteinn Már er ekki vondi karlinn í þessu dæmi heldur... alþingismenn allir eru það aftur á móti.
Snúið ykkur að kerfinu sem gersamlega ábyrgðarlaust fór í lokaða sölu þar sem spákaupmenn... þetta eru ekki alvöru fagfjárfestar... orðið er bara orðskrýpi til að slá ryk í augun á ykkur. Og út frá þeirri apaskylgreiningu eru þetta réttmætir fjárfestar. En sem kjölfestu eða ábyrgir aðilar þá þarf að skoða hvernig þeir eru bundnir í kaupsamningum.
Og þeir eru óbundnir ekki satt ? Geta selt á morgun með glimrandi hagnaði.
Enn einn gjafagerningur frá leiðtogum stjórnmálaflokka til velunnarra sinna og verður aldrei borið saman við erlenda söluskilmála... að minnsta kosti ekki af rannsóknarblaðamönnum sem þurfa að fá duglegt spark í rassinn því umfjöllunin er öll á manninn... fáein skifti um boltann ... en aldrei lagst af fullum þunga á reglugerða og regluverksaðilana... sem bera 100 % ábyrgðina.
Ef ég væri með sambærilegan lista yfir íslendinga og viðskifti þeirra erlendis við banka og fyrirtækjaskrá Panama sem ég gaf skattrannsóknarstjóra á meðan hún var lokuð ... þá myndi ég einfaldlega ekki treysta ykkur samlöndum mínum fyrir þeim upplýsingum af því þið fokkið allri hreingerningu upp. Það eru öngvar rannsóknir nema málarmynda og engin viðurlög og frelsararnir eru ekki fyrr komnir í feitu sætin en þeir eru þagnaðir... ekki satt Björn ... Þórður ???
Ég hef aldrei séð á eftir því að flytja þaðan :-)