Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og bróð­ir fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Glitn­is, tók 500 millj­ón­ir króna út úr Sjóði 9 hjá Glitni þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu bank­ans. Feðg­arn­ir forð­uðu báð­ir mikl­um fjár­mun­um úr Glitni fyr­ir hrun. Bjarni Bene­dikts­son var á fundi með Glitn­ismönn­um nótt­ina fyr­ir yf­ir­töku.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída
Benedikt Sveinsson Faðir núverandi forsætisráðherra forðaði miklum fjármunum dagana fyrir fall Glitnis. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Athafnamaðurinn Benedikt Sveinsson tók 500 milljónir króna út úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans haustið 2008 og sendi féð til Flórída.

Benedikt er á lista fjölda aðila sem seldu fyrir samtals þrjá milljarða króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana áður en bankinn var þjóðnýttur samkvæmt ákvörðun Geirs Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans, annars vegar, og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi seðlabankastjóra, og samstarfsmanna hans. Samkvæmt Fréttablaðinu, sem fjallar um gögn þessa efnis í dag, íhugaði slitastjórn Glitnis að rifta viðskiptunum vegna mögulegra innherjasvika.

Benedikt er meðal annars faðir núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, sem var þingmaður og viðskiptafélagi Benedikts þegar viðskiptin voru gerð. Auk þess var bróðir Benedikts, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Glitnis til ársins 2007.

Hundruð milljóna til Flórída

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“ er skýringin við færslu Benedikts Sveinssonar á 400 milljónum króna úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans. 1. október var gerð önnur færsla úr bankanum upp á hundrað milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“, sem gefur til kynna sama feril og í fyrri færslunni. 

Stundin hefur áður fjallað um að Benedikt Sveinsson hafi stofnað fyrirtæki á Tortóla í gegnum panamaísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca árið 2000. Starfsemi félagsins virðist hafa verið orðin óvirk árið 2010.

Í viðskiptum með Bjarna

Á árunum eftir síðustu aldamót var Benedikt umsvifamikill fjárfestir. Bjarni Benediktsson, sonur hans, var meðal annars fulltrúi fyrir hans hönd og hlutabréfa hans í olíufélaginu N1 og móðurfélagi þess, BNT ehf. Bjarni var stjórnarformaður beggja fyrirtækja þar til í árslok 2008 þegar hann hætti. Hann var því bæði þingmaður og umsvifamikill í viðskiptum með föður sínum á sama tíma.

Bjarni, var einnig náinn samstarfsmaður þingmannsins Illuga Gunnarssonar, sem sat í stjórn Sjóðs 9. Þeir skrifuðu meðal annars grein saman í desember 2008 þar sem þeir lögðu til upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu

Bjarni og Illugi voru báðir innvinklaðir í stjórnmál og viðskipti á sama tíma. Þeir voru báðir viðstaddir í höfuðstöðvum Stoða, áður FL Group, sem var nátengt Glitni, aðfararnótt 29. september, þegar þröngur hópur úr viðskiptum og stjórnmálum hittust til að ræða áhrif yfirtökunnar á Glitni.

Meðal vandræða sjóðs 9 voru að Stoðir skulduðu sjóðnum 18 milljarða króna, þegar staðan var tekin sumarið fyrir hrunið. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis lagði Illugi Gunnarsson áherslu á að ríkið legði fram fé í sjóð 9. Fram kom að bréfin hefðu verið keypt af ríkissjóði á 10,7 milljarða króna. Síðar hefur verið greint frá því að ekkert fé hafi runnið úr ríkissjóði í sjóð 9.

Næturfundur Bjarna með Glitnismönnum

Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra hjá Stoðum birtist í rannsóknarskýrslu Alþingis:

„Síðar um nóttina hélt Björgvin G. Sigurðsson ásamt Jóni Þór Sturlusyni í höfuðstöðvar Stoða þar sem þeir voru boðaðir til fundar við Þorstein Má Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þar voru einnig staddir nokkrir stjórnarmenn í Glitni auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða. Loks voru þar staddir þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson. Jón Þór Sturluson lýsti því við skýrslutöku að á fundinum hefði honum og Björgvin verið tjáð að fyrirhuguð aðgerð varðandi Glitni væri „gríðarlega alvarleg fyrir ekki bara þeirra fyrirtæki heldur hina bankana [...]“. Jón Þór sagði að undir lok fundarins hefði verið ákveðið að hann og Björgvin myndu ræða við Geir H. Haarde og kanna hvort lækka mætti fyrirhugað eignarhlutfall hins opinbera. Í kjölfarið héldu Björgvin og Jón Þór því til fundar við Geir á heimili hans.Var þá komið fram undir morgun. Björgvin segir að Geir hafi talið koma til greina að lækka fyrirhugað eignarhlutfall ríkisins í Glitni. Á sama tíma hafi Geir hins vegar fengið þær upplýsingar að samþykki helstu hluthafa væri komið. Hafi umræðan því ekki náð lengra.“

Sonur Benedikts Sveinssonar var því upplýstur um aðdraganda yfirtökunnar á Glitni og vandræði bankans sem höfðu í för með sér að eignir í sjóði 9 komust í algert uppnám og þar með 500 milljóna króna hagsmunir Benedikts. Hvað Bjarni vissi nákvæmlega tveimur dögum fyrir fund hans með Glitnismönnum í Stoðum, þegar faðir hans seldi eignina í sjóði 9, er hins vegar ekki ljóst. 

Feðgarnir forðuðu hundruð milljóna

Bjarni BenediktssonVar umsvifamikill í viðskiptum á sama tíma og hann var þingmaður.

Benedikt, og sonur hans Bjarni, seldu báðir hlutabréf sín í Glitni nokkrum mánuðum fyrr, eða í febrúar 2008. Skömmu áður hafði verulega bág staða bankans verið til umræðu í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, meðal annars hjá Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, og Geir Haarde forsætisráðherra.

Bjarni og Benedikt seldu samtals 57 milljónir hluta í Glitni. Benedikt seldi fyrir 850 milljónir króna og hefur því minnst náð að forða 1.350 milljónum króna frá Glitni.

Bjarni seldi fyrir 126 milljónir króna og segist hafa byggt hús sitt í Garðabænum fyrir féð. Hann segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Í sama mánuði og Bjarni seldi hlutabréfin tók hann þátt í umfangsmikilli fléttu til að hjálpa Glitni og Milestone í lausafjárvanda. Fléttan hefur kallast Vafningsfléttan, þar sem hún snerist um að veðsetja hlutabréf í félaginu Vafningi ehf. til að útvega lán, svo forðast mætti veðkall bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley. Með fléttunni tók Glitnir að sér að fjármagna hlutabréf upp á 20 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni og faðir hans, sem stóðu að fléttunni, seldu sín persónulegu bréf.

Eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi íslenska bankakerfið og bæði Glitnir, Landsbankinn og Kauping fóru í þrot, auk þess sem gjaldeyrishöft voru sett á Íslandi.

Fjöldi Íslendinga sem átti fé í sjóði 9 átti eftir að tapa um 20% af eign sinni í sjóðnum. Benedikt Sveinsson virðist því hafa náð að bjarga 100 milljónum króna með sölu sinni á eign í sjóðnum þremur dögum fyrir þjóðnýtingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár