Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og bróð­ir fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Glitn­is, tók 500 millj­ón­ir króna út úr Sjóði 9 hjá Glitni þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu bank­ans. Feðg­arn­ir forð­uðu báð­ir mikl­um fjár­mun­um úr Glitni fyr­ir hrun. Bjarni Bene­dikts­son var á fundi með Glitn­ismönn­um nótt­ina fyr­ir yf­ir­töku.

Benedikt forðaði 500 milljónum úr Glitni fyrir þjóðnýtingu og sendi til Flórída
Benedikt Sveinsson Faðir núverandi forsætisráðherra forðaði miklum fjármunum dagana fyrir fall Glitnis. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Athafnamaðurinn Benedikt Sveinsson tók 500 milljónir króna út úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans haustið 2008 og sendi féð til Flórída.

Benedikt er á lista fjölda aðila sem seldu fyrir samtals þrjá milljarða króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana áður en bankinn var þjóðnýttur samkvæmt ákvörðun Geirs Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans, annars vegar, og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi seðlabankastjóra, og samstarfsmanna hans. Samkvæmt Fréttablaðinu, sem fjallar um gögn þessa efnis í dag, íhugaði slitastjórn Glitnis að rifta viðskiptunum vegna mögulegra innherjasvika.

Benedikt er meðal annars faðir núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, sem var þingmaður og viðskiptafélagi Benedikts þegar viðskiptin voru gerð. Auk þess var bróðir Benedikts, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Glitnis til ársins 2007.

Hundruð milljóna til Flórída

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“ er skýringin við færslu Benedikts Sveinssonar á 400 milljónum króna úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans. 1. október var gerð önnur færsla úr bankanum upp á hundrað milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“, sem gefur til kynna sama feril og í fyrri færslunni. 

Stundin hefur áður fjallað um að Benedikt Sveinsson hafi stofnað fyrirtæki á Tortóla í gegnum panamaísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca árið 2000. Starfsemi félagsins virðist hafa verið orðin óvirk árið 2010.

Í viðskiptum með Bjarna

Á árunum eftir síðustu aldamót var Benedikt umsvifamikill fjárfestir. Bjarni Benediktsson, sonur hans, var meðal annars fulltrúi fyrir hans hönd og hlutabréfa hans í olíufélaginu N1 og móðurfélagi þess, BNT ehf. Bjarni var stjórnarformaður beggja fyrirtækja þar til í árslok 2008 þegar hann hætti. Hann var því bæði þingmaður og umsvifamikill í viðskiptum með föður sínum á sama tíma.

Bjarni, var einnig náinn samstarfsmaður þingmannsins Illuga Gunnarssonar, sem sat í stjórn Sjóðs 9. Þeir skrifuðu meðal annars grein saman í desember 2008 þar sem þeir lögðu til upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu

Bjarni og Illugi voru báðir innvinklaðir í stjórnmál og viðskipti á sama tíma. Þeir voru báðir viðstaddir í höfuðstöðvum Stoða, áður FL Group, sem var nátengt Glitni, aðfararnótt 29. september, þegar þröngur hópur úr viðskiptum og stjórnmálum hittust til að ræða áhrif yfirtökunnar á Glitni.

Meðal vandræða sjóðs 9 voru að Stoðir skulduðu sjóðnum 18 milljarða króna, þegar staðan var tekin sumarið fyrir hrunið. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis lagði Illugi Gunnarsson áherslu á að ríkið legði fram fé í sjóð 9. Fram kom að bréfin hefðu verið keypt af ríkissjóði á 10,7 milljarða króna. Síðar hefur verið greint frá því að ekkert fé hafi runnið úr ríkissjóði í sjóð 9.

Næturfundur Bjarna með Glitnismönnum

Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra hjá Stoðum birtist í rannsóknarskýrslu Alþingis:

„Síðar um nóttina hélt Björgvin G. Sigurðsson ásamt Jóni Þór Sturlusyni í höfuðstöðvar Stoða þar sem þeir voru boðaðir til fundar við Þorstein Má Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þar voru einnig staddir nokkrir stjórnarmenn í Glitni auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða. Loks voru þar staddir þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson. Jón Þór Sturluson lýsti því við skýrslutöku að á fundinum hefði honum og Björgvin verið tjáð að fyrirhuguð aðgerð varðandi Glitni væri „gríðarlega alvarleg fyrir ekki bara þeirra fyrirtæki heldur hina bankana [...]“. Jón Þór sagði að undir lok fundarins hefði verið ákveðið að hann og Björgvin myndu ræða við Geir H. Haarde og kanna hvort lækka mætti fyrirhugað eignarhlutfall hins opinbera. Í kjölfarið héldu Björgvin og Jón Þór því til fundar við Geir á heimili hans.Var þá komið fram undir morgun. Björgvin segir að Geir hafi talið koma til greina að lækka fyrirhugað eignarhlutfall ríkisins í Glitni. Á sama tíma hafi Geir hins vegar fengið þær upplýsingar að samþykki helstu hluthafa væri komið. Hafi umræðan því ekki náð lengra.“

Sonur Benedikts Sveinssonar var því upplýstur um aðdraganda yfirtökunnar á Glitni og vandræði bankans sem höfðu í för með sér að eignir í sjóði 9 komust í algert uppnám og þar með 500 milljóna króna hagsmunir Benedikts. Hvað Bjarni vissi nákvæmlega tveimur dögum fyrir fund hans með Glitnismönnum í Stoðum, þegar faðir hans seldi eignina í sjóði 9, er hins vegar ekki ljóst. 

Feðgarnir forðuðu hundruð milljóna

Bjarni BenediktssonVar umsvifamikill í viðskiptum á sama tíma og hann var þingmaður.

Benedikt, og sonur hans Bjarni, seldu báðir hlutabréf sín í Glitni nokkrum mánuðum fyrr, eða í febrúar 2008. Skömmu áður hafði verulega bág staða bankans verið til umræðu í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, meðal annars hjá Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, og Geir Haarde forsætisráðherra.

Bjarni og Benedikt seldu samtals 57 milljónir hluta í Glitni. Benedikt seldi fyrir 850 milljónir króna og hefur því minnst náð að forða 1.350 milljónum króna frá Glitni.

Bjarni seldi fyrir 126 milljónir króna og segist hafa byggt hús sitt í Garðabænum fyrir féð. Hann segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Í sama mánuði og Bjarni seldi hlutabréfin tók hann þátt í umfangsmikilli fléttu til að hjálpa Glitni og Milestone í lausafjárvanda. Fléttan hefur kallast Vafningsfléttan, þar sem hún snerist um að veðsetja hlutabréf í félaginu Vafningi ehf. til að útvega lán, svo forðast mætti veðkall bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley. Með fléttunni tók Glitnir að sér að fjármagna hlutabréf upp á 20 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni og faðir hans, sem stóðu að fléttunni, seldu sín persónulegu bréf.

Eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi íslenska bankakerfið og bæði Glitnir, Landsbankinn og Kauping fóru í þrot, auk þess sem gjaldeyrishöft voru sett á Íslandi.

Fjöldi Íslendinga sem átti fé í sjóði 9 átti eftir að tapa um 20% af eign sinni í sjóðnum. Benedikt Sveinsson virðist því hafa náð að bjarga 100 milljónum króna með sölu sinni á eign í sjóðnum þremur dögum fyrir þjóðnýtingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár