Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, hef­ur tví­veg­is keypt rík­is­eign­ir á und­ir­verði í einka­væð­ing­ar­ferli. Þetta eru við­skipt­in með SR-mjöl ár­ið 1993 og kaup hans á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka ár­ið 2022. Í báð­um til­fell­um hef­ur Rík­is­end­ur­skoð­un tek­ið söl­una á eign­un­um til rann­sókn­ar. Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem helst var gagn­rýnd­ur fyr­ir söl­una á SR-mjöli, seg­ir að gagn­rýn­in eigi ekki rétt á sér.

Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
„Stjórnarformaður Íslands“ Benedikt Sveinssyni var Stundum lýst sem „stjórnarformanni Íslands“ undir lok síðustu aldar þar sem hann sat í svo mörgum stjórnum. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Í árslok 1993 keypti Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, ríkisfyrirtækið SR-mjöl af Ríkinu. Ríkisendurskoðun rannsakaði þá einkavæðingu og taldi að Benedikt og viðskiptafélagi hans, Jónas Aðalsteinsson, hefðu fengið að kaupa fyrirtækið á umtalsverðu undirverði og reglur um söluna hafi verið brotnar.

Í skýrslu um einkavæðinguna í apríl árið 1994 sagði: „Ríkisendurskoðun telur að þeim verklagsreglum sem samþykktar voru af ríkisstjórninni 12. október 1993 og fylgja skal við framkvæmd á einkavæðingu hafi ekki verið fylgt sem skyldi við undirbúning og sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf. Að mati stofnunarinnar var sú ráðgjöf sem stjórnvöld fengu við söluna, ekki að öllu leyti eins vönduð og æskilegt hefði verið.“

Ríkisendurskoðun gerði ekki einungis athugasemdir við undirbúning, ráðgjöf og sjálfa söluna, heldur einnig þá staðreynd að verðið sem fékkst fyrir fyrirtækið, var einungis helmingur þess félagið var sagt eiga í eignum umfram skuldir.

„Samanburður á mati tilboðsgjafa á framtíðartekjuvirði SR-mjöls hf. og mati VÍB bendir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurdur Hermannsson skrifaði
    No comments.
    0
  • BH
    Benjamín Hansson skrifaði
    Óskaplegur gauragangur er út af þessari bankasölu. Sjálfstæðismenn almennt og þorri stjórnarþingmanna virðast ánægðir með framtakið. – Sorglegast er að afar Bjarna eru sennilega fallnir frá. Það hefði svo verið gráupplagt að gauka einhverjum krónum að körlunum í leiðinni.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Mikill vill meira seigir einhversstaðar og að margur verður af aurum api! Þetta er auðvaldið sem öllu stjórnar á landinu. Lesist MAFÍAN!
    1
  • Jón Marteinsson skrifaði
    Finst fólki í lagi að vera með svona fétækra hjálp þetta eru menn sem eiga nóga peninga og þurfa ekki aumingja hjálp.
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ferilskrá þeirra feðga er ekki falleg, aflandseyjaleikir, huldueignir, algert lack of due diligence, skýrslur svæfðar, rannsakendur frystir (fjárhagslega og laga og regluverkslega ), huldubankar, huldudílar, Alsheimer og Munchausensögur, mýtukennd heppni ( fjárstreymi fyrir fall banka t.d. ) osf osf... eru menn hissa þó Samherji komi bara nokkuð hreinn úr samanburði ?

    Og þegar ungur temur það sem gamall venur þá þarf ekki að undra að íslendingar teljist varhugaverðir þegar sá ungi er fjármálaráðherra landsins.
    6
    • Siggi Rey skrifaði
      Íslenska MAFÍAN sem völdin hefur og stór hluti þjóðarinnar velur þennan viðbjóð.
      1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    SR var selt fyrir 750 milljónir. 125 milljónir voru greiddar við sölu, afgangurinn var borgaður út úr veltunni.
    Endurstofnverð fyrirtækisins var metið á 5 milljarða á þeim tíma.
    Það lá á að selja áður en gengið var í ESS 1995, þá hefði orðið að auglýsa á Evrópska efnahagssvæðinu.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár