Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirKSÍ-málið
Lögmaður tengdur KSÍ og Kolbeini birti gögn um brotaþola
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, segir að birting rannsóknargagna geti varðað við brot á hegningarlögum og íhugar að kæra Sigurður G Guðjónsson til lögreglu vegna þess. Rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að rannsóknargögn í sakamálum séu notuð í annarlegum tilgangi á opinberum vettvangi og ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lögmaður sem hefur ekki aðkomu að málinu sé fenginn til að fronta birtingu slíkra gagna.
Fréttir
Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV
Nýr ársreikningur sýnir að Dalsdalur, móðurfélag fyrri eiganda DV, fékk 920 milljóna vaxta- og afborganalaust lán á tæpum þremur árum frá félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis. Félagið sagði ósatt um lánið þar til í vor.
FréttirEignarhald DV
DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjölmiðillinn fjallaði ítrekað um Björgólf Thor Björgólfsson án þess að nefna fjárhagslegan stuðning hans við reksturinn. Björgólfur var sakaður um bein áhrif á ritstjórnina eftir að ómerkt frétt birtist með aðdróttunum um andstæðing hans, Róbert Wessman.
FréttirEignarhald DV
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV: „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
Eigandi DV vildi ekki greina frá því hver lánaði félagi sínu tæpan hálfan milljarð til að fjármagna taprekstur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar neitaði því að hann væri lánveitandinn. Samkeppniseftirlitið hefur birt upplýsingarnar vegna samruna eigenda DV og Fréttablaðsins. Þar kemur í ljós að Björgólfur Thor stóð að baki útgáfunni.
FréttirFjölmiðlamál
Breyta skuld Birtings í hlutafé og jafna 100 milljóna tap
Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur breytt 118 milljóna króna skuld Birtings útgáfufélags í hlutafé.
FréttirPlastbarkamálið
Ekkja Andemariams vill fá skaðabætur
Merhawit Baryamikael Tesfaslase leitar réttar síns gegn Landspítalanum og Karolinska sjúkrahúsinu út af plastbarkamálinu. Lögmaður hennar segir kröfugerðina á frumstigi.
FréttirEignarhald DV
90 milljóna skuld DV breytt í hlutafé
Hluta skuldar Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, við móðurfélag sitt var breytt í hlutafé. Eigandinn hefur ekki viljað gefa upp hver lánaði 475 milljónir til kaupa og reksturs félagsins.
FréttirEignarhald DV
Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV
Félag Sigurðar G. Guðjónssonar fékk 475 milljóna króna lán í fyrra frá óþekktum aðilum. Lánið var notað til að kaupa og fjármagna rekstur DV og fleiri fjölmiðla. Sigurður segir upplýsingagjöf um hagsmunatengsl ekki skipta máli.
Sigurður G. Guðjónsson talar um eignarhald sitt á Frjálsri fjölmiðlun sem biðleik. Allir skattaskuldir fjölmiðlanna sem fyrirtækið keypti af Pressunni hafa verið greiddar. Lögmaðurinn vinnur að því að fá fleiri fjárfesta að félaginu. Leynd ríkir um fjármögnun Frjálsrar fjölmiðlunar.
FréttirEignarhald DV
Jón Steinar kom að kaupunum á DV og Pressunni
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur unnið að viðskiptunum með fjölmiðla Presssunnar ásamt Sigurði G. Guðjónssyni. Enn liggur ekki ljóst fyrir hverijr það eru sem kaupa fjölmiðla Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson var í persónulegum ábyrgðum fyrir yfirdrætti fjölmiðlanna í bankakerfinu.
FréttirFjölmiðlamál
Pressunni stefnt út af 40 milljóna króna skuld
Fjölmiðlar seldir út úr Pressunni, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, vegna erfiðrar skuldastöðu fyrirtækisins. Að minnsta kosti þrjú mál hafa verið höfðuð gegn Pressunni út af ógreiddum skuldum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.