Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“

Fjöl­mið­ill­inn fjall­aði ít­rek­að um Björgólf Thor Björgólfs­son án þess að nefna fjár­hags­leg­an stuðn­ing hans við rekst­ur­inn. Björgólf­ur var sak­að­ur um bein áhrif á rit­stjórn­ina eft­ir að ómerkt frétt birt­ist með að­drótt­un­um um and­stæð­ing hans, Ró­bert Wessman.

DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjallað um lúxuslífið DV flutti fjölda frétta af vináttu Björgólfs Thors og Beckham eftir að sá fyrrnefndi hóf að fjármagna rekstur félagsins.

DV hefur ítrekað fjallað um lúxuslíf fjárfestisins Björgólfs Thors Björgólfssonar frá haustinu 2017. Hvergi var tekið fram að hann væri fjárhagslegur bakhjarl fjölmiðilsins. Björgólfur Thor hefur verið sakaður um að hafa bein áhrif á fréttaflutning DV af andstæðingum sínum.

Í dag var upplýst að Novator, félag Björgólfs Thors, hafi verið eini lánveitandi og helsti bakhjarl DV frá árinu 2017. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem kaup Torgs ehf., félagsins sem á Fréttablaðið, á Frjálsi fjölmiðlun, félagsins sem á DV, voru samþykkt. Björgólfur hefur lánað félaginu 475 milljónir króna hið minnsta og hefur hluta skuldarinnar verið breitt í hlutafé í stað endurgreiðslu.

Flestar þeirra frétta sem DV hefur birt um Björgólf Thor fjalla um lúxuslíf hans og þá sérstaklega vináttu hans við knattspyrnustjörnuna David Beckham.

Ein fréttin er með fyrirsögnina „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir: Þetta hafa þeir brallað saman í gegnum árin“. Í henni, eins og öðrum fréttum DV um þá, er fjallað um ferðir þeirra saman á íþróttaleiki, vínekrur og í laxveiði.

„„Ég er sko vinur þinn,“ gæti verið lagið sem Björgólfur Thor Björgólfsson, syngur fyrir David Beckham þegar þeir eru á ferð og flugi,“ segir í fréttinni. „Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini.“

„Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini“

Í annarri frétt er fjallað um heimsókn hans á veitingastað með fyrrum leikmönnum Manchester United. „Sjáðu hverja Björgólfur Thor hitti í gær: „The Boss““

Þá hefur DV meðal annars fjallað um hús Björgólfs Thors, stöðu hans á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heiminum, málsvörn hans vegna falls Landsbankans, sem hann átti fyrir bankahrun, og pistil hans þar sem hann fjallar um hvað valdið hafi hruninu. Í pistlinum segist hann hafa beðist afsökunar á sínum þætti í eigna- og skuldabólunni og á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp.

„Það var enginn annar sem baðst afsökunar!“

„Ég reiknaði með að aðrir fylgdu í kjölfarið og bæðust afsökunar á hlut sínum í aðdraganda hrunsins,“ skrifaði Björgólfur Thor. „Ég varð alveg gáttaður þegar enginn brást við. Ekki bissnissmenn, ekki bankamenn, ekki embættismenn, ekki eftirlitsaðilar, ekki fjölmiðlamenn, ekki þingmenn, ekki ráðherrar, ekki fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans. Það var enginn annar sem baðst afsökunar! Þannig urðu aldrei til nein drög að sáttum þegar samfélagið þurfti mest á því að halda.“

Í engri fréttanna var tekið fram að Björgólfur Thor væri fjárhagslegur bakhjarl DV. Þær upplýsingar lágu ekki fyrir opinberlega, en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, neitaði að svara því í samtölum við Stundina hver hefði lánað félaginu pening til að greiða tapreksturs þess. Þá neitaði Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors og Novator, því að hann kæmi að fjármögnun DV árið 2017.

Spurði hvort Björgólfur hefði áhrif á umfjöllun

Björgólfur Thor og Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa átt í opinberum illdeilum um árabil sem hófust þegar þeir unnu saman hjá Actavis á síðasta áratug. Björgólfur rak þá Róbert úr stóli forstjóra Actavis eftir að hann hafði eignast fyrirtækið.

Í byrjun árs 2017 eignaðist Róbert meirihluta í Pressunni, félaginu sem átti DV, þegar hann lagði 150 milljónir inn í félagið. Ekki var hins vegar haldinn stjórnarfundur eftir að Róbert eignaðist meirihluta í félaginu og gátu fyrri eigendur og stjórnarmenn Pressunnar, þeir Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, því selt allar eignir fyrirtækisins út úr því og til Frjálsrar fjölmiðlunar án þess að Róbert kæmi að þeim viðskiptum. Fyrir vikið tapaði hann um 150 milljónum króna.

Nú er komið í ljós að Björgólfur Thor fjármagnaði Frjálsa fjölmiðlun frá upphafi. Það var þó gert með lánveitingum, en ekki eignarhaldi og því ekki þörf á að tilkynna stuðninginn til fjölmiðlanefndar, sem tryggja á gagnsæi í eignarhaldi fjölmiðla. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist á þessum tíma ekki heldur vita betur en að Sigurður væri eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. „Ég veit ekki betur en Sigurður G. sé skráður eigandi einn,“ sagið hann. „Ég samdi við hann.“

Í frétt á vef DV í júní 2018 var Róbert svo vændur um að hafa keypt sér viðskiptaverðlaun tímaritisins European CEO sem forstjóri ársins í lyfjabransanum. Í samskiptum við Stundina neitaði tímaritið því að verðlaunin væru seld, þó fyrirtækið hefði keypt hjá því auglýsingar. Halldór Kristmannsson, talsmaður Róberts og Alvogen, sagðist telja að einhver kynni að öfunda Róbert Wessmann út af velgengni Alvogen og vilja grafa undan honum.

„Maður spyr sig eðlilega hvort Björgólfur Thor sé farinn að hafa bein áhrif á umfjöllun DV“

„Þegar maður les svona umfjöllun eins og var um málið á vef Dv.is í gær þá veltir maður fyrir sér hver heldur um pennann,“ sagði Halldór. „Það skráir sig enginn fyrir þessari frétt og þegar ég hafði samband við ritstjórn blaðsins þá voru menn ekki vissir um hvaða blaðamaður hafði skrifað fréttina. Getur verið að það hafi verið einhver utanaðkomandi, jafnvel sá aðili sem talið er að fjármagni rekstur DV? Maður spyr sig eðlilega hvort Björgólfur Thor sé farinn að hafa bein áhrif á umfjöllun DV.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eignarhald DV

Skuldirnar út af fjölmiðlaævintýri Björgólfs Thors komnar yfir milljarð
FréttirEignarhald DV

Skuld­irn­ar út af fjöl­miðla­æv­in­týri Björgólfs Thors komn­ar yf­ir millj­arð

Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur og eig­andi Dals­dals ehf., seg­ir að unn­ið sé að upp­gjöri fé­lags­ins sem var milli­lið­ur í við­skipt­um með hluta­bréf í DV. Eng­ar nýj­ar fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar í fé­lag­inu og eini lán­veit­andi þess er fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Thors. Enn á huldu af hverju Björgólf­ur fjár­magn­aði rekst­ur DV.
Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
FréttirEignarhald DV

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsr­ar fjöl­miðl­un­ar í rúm tvö og hálft ár

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, veitti fjöl­miðl­um ít­rek­að rang­ar upp­lýs­ing­ar um 745 lán fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­trúi Novator, hætti þar í janú­ar. Andrés Jóns­son seg­ir að eitt það versta sem kom­ið get­ur fyr­ir al­manna­tengil sé að segja fjöl­miðl­um ósatt.
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV:  „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
FréttirEignarhald DV

Neit­uðu því að Björgólf­ur væri bak­hjarl DV: „Lít­ið um skjalfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því sem ekki er“

Eig­andi DV vildi ekki greina frá því hver lán­aði fé­lagi sínu tæp­an hálf­an millj­arð til að fjár­magna ta­prekst­ur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar neit­aði því að hann væri lán­veit­and­inn. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur birt upp­lýs­ing­arn­ar vegna samruna eig­enda DV og Frétta­blaðs­ins. Þar kem­ur í ljós að Björgólf­ur Thor stóð að baki út­gáf­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár