Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað
Alvotech tapaði næstum 70 milljörðum króna í fyrra og átti laust fé upp á 9,5 milljarða króna um síðustu áramót. Íslenskir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, keyptu í félaginu fyrr á þessu ári. Stjórnunarkostnaður Alvotech á árinu 2022 var 25,3 milljarðar króna í fyrra en tekjur félagsins voru 11,5 milljarðar króna. Þær dugðu því fyrir tæplega helmingnum af stjórnunarkostnaðinum. Róbert Wessman fékk 100 milljónir króna í laun sem stjórnarformaður.
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
FréttirStórveldi sársaukans
1
Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
Fyrrverandi forstjóri Actavis, Róbert Wessman, segir að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi sem lyfjaforstjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Actavis í sölu á ópíóðum í Bandaríkjunum hafi breyst eftir að hann hætti hjá félaginu. Markaðshlutdeild Actavis á landsvísu í Bandaríkjunum var hins vegar mest árið 2007, 38.1 prósent á landsvísu, þegar Róbert var enn forstjóri félagsins.
ÚttektStórveldi sársaukans
4
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
Actavis seldi 32 milljarða taflna af morfínlyfjum í Bandaríkjunum 2006 til 2012, og var næststærsti seljandi slíkra lyfja á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann. Actavis hefur nú samþykkt að greiða skaðabætur vegna ábyrgðar sinnar á morfínfaraldrinum í Bandaríkjunum en fyrrverandi stjórnendur félagsins viðurkenna ekki ábyrgð á þætti Actavis.
Fréttir
1
Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs
Ritstjórinn Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur viðurkennt innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Hann steig fram í viðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, í hlaðvarpsþætti sem birtur var í kvöld. Segist hafa fengið milljóna greiðslur frá Róberti Wessman fyrir ráðgjöf og fleira.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
Sænski þvagfæraskurðlæknirinn Essam Mansour fjárfesti fyrir rúmlega 60 milljónir króna í sænsku móðurfélagi lyfjafyrirtækisins Alvogen árið 2009. Hann segist hafa verið útilokaður frá aðkomu að félaginu frá því að hann fjárfesti í því og starfsmaður Róberts Wessman hafi komið fram fyrir hans hönd á fundum félagsins án hans umboðs. Fjárfestingarfélag Róberts neitar ásökunum Essams Mansour.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, gagnrýndi að Reykjavíkurborg heimilaði félagi Alvogen að færa skuldir á lóð sem borgin hafði afhent félaginu til annars félags. Með snúningnum eignaðist félag í eigu Róberts Wessman fasteign sem annað félag hafði fengið vilyrði fyrir. Fasteignin gæti verið um 20 milljarða króna virði í dag.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Talsmenn Róberts tvísaga um verksmiðjuna í Vatnsmýrinni: Myljandi hagnaður á leigufélaginu
Starfandi talsmenn fjárfestisins Róberts Wessman hafa orðið tvísaga í gegnum árin um hvernig eignarhaldi lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni skyldi háttað. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands afhentu Alvotech lóðina undir fasteignina árið 2013 og var hvergi talað um það að Róbert skyldi eiga fasteignina persónulega í gegnum félög.
Fréttir
Félag Róberts Wessman í Svíþjóð fjármagnaði 1.380 milljóna greiðsluna til Matthíasar Johannessen
Sænskt félag í eigu Róberts Wessman í gegnum sjóð á Jersey greiddi rúmlega 1.380 milljónir króna til íslensks félags sem svo greiddi peningana til fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Upplýsingafulltrúi fjárfestingarfélags Róberts Wessman segir að um lán hafi verið að ræða.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna arð til félags í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey
Sænskt eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignarhluti Róberts Wessman fjárfestis í Alvogen og Alvotech hefur greitt út veglegan arð til hans þrátt fyrir botnlausan taprekstur félaganna. Skuldir við óltilgreindra aðila upp á milljarða króna hafa einnig verið afskrifaðar í félaginu. Róbert stýrir félögum sem hafa fengið leyfi til að byggja tvær lyfjaverksmiðjur í Vatnsmýrinni og hefur sótt fé til íslenskra fjárfesta, meðal annars lífeyrissjóðs.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Selur Alvogen kampavín sem heitir Wessman One: „Líta í raun á Róbert sem einskonar vörumerki“
Talsmaður Róberts Wessman segir að armslengdarsjónarmiða sé alltaf gætt í viðskiptum hans við Alvogen og Alvotech. Félög Róberts leigja Alvotech íbúðir fyrir starfsmenn, eiga verksmiðju Alvotech og selja frönsk vín sem Róbert framleiðir til þeirra. Alvogen framkvæmdi rannsókn á starfsháttum Róberts sem forstjóra þar sem mögulegir hagsmunaárekstrar voru meðal annars kannaðir.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.