Félag fjárfestisins Gunnlaugs Sigmundssonar í Lúxemborg var fjármagnað með rúmlega 250 milljóna króna fjárframlagi frá tveimur félögum í skattaskjólinu Tortólu sem voru hluthafar félagsins. Þetta kemur fram í stofnskjölum félagsins sem heitir GSSG Holding S.A. frá árinu 2000 en Gunnlaugur er sagður vera stjórnandi félagsins í gögnunum ásamt Tortólufélögunum tveimur.
Gunnlaugur, sem er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, var nýhættur á Alþingi Íslendinga þegar félagið var stofnað en sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1995 til 1999. Hann hafði efnast verulega á viðskiptum með fjarskiptafyrirtækið Kögun sem áður hafði verið í ríkiseigu.
Athugasemdir