Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark
Kristján Örn Sigurðsson, sem hætti sem forstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins eftir uppljóstrun Panamaskjalanna, var í forsvari fyrir Panamafélag sem var í þungamiðju hundraða milljóna skattsvika Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda og stjórnanda Sæmarks. Yfirskattanefnd hefur staðfest hálfs milljarðs skattakröfu á hendur þeim síðarnefnda í einu umfangsmesta skattsvikamáli sögunnar.
FréttirPandóruskjölin
Magnús flutti félag úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar
Fjárfestirinn Magnús Ármann, sem var einn umsvifamesti íslenski athafnamaðurinn í Panamaskjölunum, flutti eignarhaldsfélag sitt úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar árið 2016. Hann breytti um nafn á félaginu.
Úttekt
Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Fjárfestirinn Róbert Wessman, stofnandi Alvogen og Alvotech, boðar að fyrirtæki hans geti skapað um 20 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands innan nokkurra ára. Alvotech rekur lyfjaverksmiðju á háskólasvæðinu sem er undirfjármögnð og hefur Róbert reynt að fá lífeyrissjóðina að rekstri hennar í mörg ár en án árangurs hingað til. Rekstrarkostnaður Alvotech er um 1,3 milljarðar á mánuði. Samtímis hefur Róbert stundað það að kaupa umfjallanir um sig í erlendum fjölmiðlum og Harvard-háskóla til að styrkja ímynd sína og Alvogen og Alvotech til að auka líkurnar á því að fyrirætlanir hans erlendis og í Vatnsmýrinni gangi upp.
FréttirHlutabótaleiðin
66 gráður norður notar hlutabótaleiðina: Eignarhaldið í gegnum skattaskjól
Fataframleiðandinn 66 gráður norður notar hlutabótaleiðina til að bregðast við neikvæðum aflleiðingum COVID-19. Eignarhald félagsins er í gegnum Lúxemborg, Holland og Hong Kong þar sem skattahagræði er verulegt.
Fréttir
Á lokametrunum að slíta leynisjóði Hreiðars Más
Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir vissi ekki að eiginkona Hreiðars Más Sigurjónssonar, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, væri endanlegur eigandi sjóðs sem skráður er hjá fyrirtækinu.
FréttirHáskólamál
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
Ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsemi verður í Grósku hugmyndahúsi annað en að tölvuleikjafyrirtækið CCP verður þar til húsa. Byggingin er í eigu félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans sem eru í Lúxemborg. Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga lóðina en ráða engu um hvað verður í húsinu.
FréttirAuðmenn
Jarðir Ratcliffe keyptar á 2,2 milljarða hið minnsta
Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur lánað eigin félagi til jarða- og veiðiréttindakaupa á Íslandi sem hann hyggst ekki fá endurgreitt. Undanfarið ár hefur hann bætt við sig jörðum, sem sumar voru áður í eigu viðskiptafélaga. Frumvarp er í bígerð til að þrengja skilyrði til jarðakaupa.
Fréttir
Björgólfur um ákæruna í Frakklandi: „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“
Björgólfur Guðmundsson segist ekki hafa vitað af því að ákæra sem hann sætir í Frakklandi fyrir svik gegn eldri borgurum í gegnum Landsbankann í Lúxemborg fyrir hrun væri komin fram. „Ég ætla að fá að hugsa þetta.“
Fréttir
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
Saksóknarar segja Björgólf Guðmundsson og Landsbankann í Lúxemborg hafa rekið Ponzi-svindl gagnvart eldri borgurum fyrir hrun. Farið er fram á hámarksrefsingu gagnvart Björgólfi fyrir áfrýjunardómstóli í París, samkvæmt gögnum málsins sem Stundin hefur undir höndum.
FréttirPanamaskjölin
Einn stærsti hluthafi Kviku og Kaldalóns í skattaskjólinu Guernsey
Sigurður Bollason fjárfestir notar félag í skattaskjólinu Guernsey til að stunda viðskipti með hlutabréf Kviku og í fasteignum á Íslandi. Var einn stærsti notandi skattaskjólsfélaga í Panamaskjölunum.
FréttirSkattamál
Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
Ein stærsta skattalagabrotaannsókn Íslandssögunnar. Systkinin í Sjólaskipum seldu útgerð í Afríku í gegnum skattaskjól. Komu eignunum til Evrópu í gegnum Lúxemborg.
Fréttir
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Eignarhald eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á sjóði sem fjárfesti í íslenskri ferðaþjónustu hefur farið leynt í átta ár. Málið sýnir hversu auðvelt getur verið fyrir erlenda lögaðila að stunda fjárfestingar á Íslandi, án þess að fyrir liggi um hverja ræðir.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.