Leyndarmál Róberts Wessman <span>og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni</span>
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman, stofn­andi Al­vo­gen og Al­votech, boð­ar að fyr­ir­tæki hans geti skap­að um 20 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Ís­lands inn­an nokk­urra ára. Al­votech rek­ur lyfja­verk­smiðju á há­skóla­svæð­inu sem er und­ir­fjármögnð og hef­ur Ró­bert reynt að fá líf­eyr­is­sjóð­ina að rekstri henn­ar í mörg ár en án ár­ang­urs hing­að til. Rekstr­ar­kostn­að­ur Al­votech er um 1,3 millj­arð­ar á mán­uði. Sam­tím­is hef­ur Ró­bert stund­að það að kaupa um­fjall­an­ir um sig í er­lend­um fjöl­miðl­um og Har­vard-há­skóla til að styrkja ímynd sína og Al­vo­gen og Al­votech til að auka lík­urn­ar á því að fyr­ir­ætlan­ir hans er­lend­is og í Vatns­mýr­inni gangi upp.

Síðla árs 2017 var samið um það að greidd yrðu um 70 þúsund pund, nærri 10 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma, fyrir það að fjárfestirinn Róbert Wessman yrði í forsíðuviðtali við enska tímaritið World Finance. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Tímaritið er gefið út af samnefndu útgáfufyrirtæki sem er með aðsetur í London. Viðtalið var 10 blaðsíður og var einnig samið um markaðssetningu á því í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Greiðandi kaupverðsins á viðtalinu var Alvogen, samheitalyfjafyrirtækið sem Róbert stofnaði og stýrir.

Róbert Wessman er forstjóri og einn eigandi Alvogen sem og líftæknifyrirtækisins Alvotech sem rekur lyfjaverksmiðjuna á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Róbert Wessman er sjálfur stærsti hluthafinn í Alvotech í gegnum fyrirtæki í Lúxemborg sem heitir Alvotech Holding S.A. en Róbert á tæp 39 prósent í því. Endanlegt eignarhald á fyrirtækjaeignum Róberts í Alvogen og Alvotech er svo í sjóði í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi.

 Róbert og fyrirtæki á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár