Svæði

Lúxemborg

Greinar

Norski laxeldisrisinn Salmar orðinn meirihlutaeigandi í Arnarlaxi eftir 2,5 milljarða viðskipti
FréttirLaxeldi

Norski lax­eld­isris­inn Salm­ar orð­inn meiri­hluta­eig­andi í Arn­ar­laxi eft­ir 2,5 millj­arða við­skipti

Salm­ar kaup­ir rúm­lega 12 pró­senta hlut í Arn­ar­laxi af óþekkt­um að­il­um. Verð­mæti Arn­ar­lax um 20 millj­arð­ar króna mið­að við yf­ir­töku­til­boð­ið sem öðr­um hlut­höf­um hef­ur ver­ið gert. Kaup­verð hluta­bréf­anna um 2,5 millj­arð­ar. Salm­ar vill ekki gefa upp hver selj­andi bréf­anna er.
Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
FréttirViðskiptafléttur

Eign­ar­haldi fjöl­skyldu Hreið­ars Más í sjóði Stefn­is leynt í gegn­um skatta­skjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.
Sagan af misnotkun Kaupþings á manni: „Þú verður að kannast við þetta félag “
FréttirDómsmál

Sag­an af mis­notk­un Kaupþings á manni: „Þú verð­ur að kann­ast við þetta fé­lag “

Kaupþing í Lúx­em­borg lét fjár­sterk­an við­skipta­vin bank­ans, Skúla Þor­valds­son, eiga fyr­ir­tæki sem not­að var til að fremja lög­brot án þess að Skúli vissi af því. Í bók­inni Kaupþt­hink­ing er þessi ótrú­lega saga sögð en hún end­aði á því að Skúli hlaut dóm fyr­ir pen­inga­þvætti af gá­leysi.
Rænt af mafíu í París
Viðtal

Rænt af mafíu í Par­ís

Þeg­ar Sig­ur­björg Vign­is­dótt­ir fékk starf sem au pair í Lúx­em­borg sá hún fyr­ir sér að nú væru æv­in­týr­in rétt að hefjast. Hún sá þarna tæki­færi til að standa á eig­in fót­um, ferð­ast og vera frjáls. Eft­ir um mán­að­ar­dvöl úti fór fjöl­skyld­an til Frakk­lands, þar sem hún drakk í sig menn­ing­una, naut lífs­ins og feg­urð­ar­inn­ar í Par­ís. Þar til allt breytt­ist í einni svip­an og myrkr­ið lagð­ist yf­ir, þeg­ar henni var rænt af aust­ur-evr­ópskri mafíu, sem mis­þyrmdi henni og skildi eft­ir í sár­um sín­um.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Átta atriði um hið fordæmalausa Marple-mál
Fréttir

Átta at­riði um hið for­dæma­lausa Marple-mál

Dóm­ur féll ný­ver­ið á nýj­an leik í hér­aðs­dómi í Marple-mál­inu svo­kall­aða. Hæstirétt­ur hafði ómerkt fyrri nið­ur­stöð­una vegna van­hæf­is eins af með­dóm­end­un­um. Mál­ið er ein­stakt að mörgu leyti en um sér­stak­lega al­var­leg­an fjár­drátt var um að ræða. Þá beitti hér­aðs­dóm­ur í fyrsta skipti í hrun­mál­un­um refsi­þyng­ing­ar­á­kvæði hegn­ing­ar­laga þeg­ar hann ákvað refs­ingu Hreið­ars Más í mál­inu.

Mest lesið undanfarið ár