Frakkar eiga rétt á því að Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin bregðist harkalega við hryðjuverkaárásunum í París og 5. gr. Atlantshafssáttmálans verði virkjuð. Þetta er álit James Stavridis, fyrrverandi yfirherforingja NATO og Roger Cohen, dálkahöfundar í New York Times. Þeir eru á meðal álitsgjafa vestanhafs og í Evrópu sem kalla eftir því að brugðist verði við voðaverkunum í París með aukinni hörku vestrænna ríkja í Miðausturlöndum.
Samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans er litið á vopnaða árás gegn aðildarríki NATO í Evrópu eða Norður-Ameríku sem árás á alla aðila Atlantshafsbandalagsins. Slíkt er talið réttlæta hernaðarlegan stuðning við þann sem verður fyrir árásinni. Greinin var virkjuð eftir árásirnar þann 11. september árið 2001 þegar Bandaríkin lýstu yfir stríði gegn hryðjuverkum.
Athugasemdir