Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Jasmina Crnac flutti til Ís­lands í kjöl­far styrj­ald­anna á Balk­anskaga á tí­unda ára­tugn­um. Hún seg­ir Ís­lend­inga eiga erfitt með að skilja að­stæð­ur þeirra sem flýja hörm­ung­ar og gagn­rýn­ir um­ræðu um meint­an sóða­skap hæl­is­leit­enda.

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Kona sem fékk dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi eftir að Bosníustríðinu lauk árið 1995 segir að sér ofbjóði og sárni ljót orðræða um hælisleitendur, flóttafólk og innflytjendur á Íslandi. „Við öll erum fólk fyrst og fremst!“ skrifar Jasmina Crnac í færslu á Facebook síðu sinni. „Af hverju getum við ekki tekið fólki eins og það er og hjálpað fólki í neyð? Það nóg af auðlindum fyrir alla.“

Jasmina hvetur fólk til að gefa hælisleitendum tækifæri, enda séu þeir að flýja erfiðar aðstæður í leit að betra lífi. „Ég veit það fyrir víst að enginn Íslendingur hefur þurft að flýja sitt heimili vegna stríðs eða ofsókna yfirvalda þannig það getur verið erfitt að skilja aðstæður,“ skrifar hún. „Fólk sem hefur alla tíð búið við forréttindi getur átt erfitt að skilja aðstæður hælisleitanda og ég skil það vel. En reynið nú að ímynda ykkur það að þurfa gera það, skilja allt ykkar sem þið eruð búin vinna alla ævi (eins og foreldrar mínir þurftu gera) og þurfa biðja annað ríki til að taka á móti ykkur og byrja upp á nýtt.“

Ýmsir hafa kvartað undan mótmælum hælisleitenda við Austurvöll undanfarna daga, meðal annars Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra, Páll Magnússon, núverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður. Hafa þeir meðal annars gagnrýnt sóðaskap mótmælenda og hneykslast á því að styttunni af Jóni Sigurðssyni sé sýnd vanvirðing. 

Jasmina segir að hælisleitendurnir gangi ekki öðruvísi um en aðrir. „Undafarna daga hafa borist fréttir í fjölmiðlum um hælisleitendur sem eru að mótmæla meðferð ríkisvalds gagnvart þeim. Á sama tíma hefur kommentakerfið á samfélagsmiðlum farið af staða með viðbjóðslegan orðaforða í garð þessa fólks. Oft á tíðum með mjög röngum upplýsingum og í þokkabót dreift ósannindum um málaflokk sem þeir greinilega þekkja ekki neitt,“ skrifar hún.

„Ég ætla leyfa mér að benda ykkur á að skoða myndir eftir búsáhaldabyltinguna þegar Íslendingar mótmæltu svona til samanburðar og hversu vel var gengið um þar. Einnig ætla ég benda á fréttina frá Seltjarnanesi þar sem ferðamannaskítur þykir eðlileg sjón, eða ruslahaugar eftir eina útihátið. Það eru nefnilega fleiri sóðar en bara hælisleitendur og ef þeir eiga fara úr landi fyrir það og fyrir það að berjast fyrir sinum mannréttindum þá hljóta þá fleiri fylgja sama fordæmi,“ skrifar Jasmina.

„Ég er stoltur Íslendingur,“ bætir hún við. „Ástandið hér er aldrei svo slæmt því ég hef aldrei upplifað hér það sem ég upplifði í mínu landi á stríðs árum. Auðvitað má alltaf gera betur en mín lífsreynsla hefur kennt mér að bera virðingu fyrir því sem maður hefur. Einnig virðingu fyrir fólki alveg sama hvaða trúarbragða það er, útliti eða annað. Það er einnig mjög gott vera nægjusamur og vera þakklátur fyrir allt sem lífið færi þér. Fordómar er eitthvað sem ég vil ekki þekkja.“

Óttuðust pyntingar og sprengjuregn

Jasmina lýsir miklum hremmingum sínum og fjölskyldu sinnar á tíunda áratugnum. „Við vorum skilgreind sem afætur (svipað og gert er hér við hælisleitendur). Fordómar og hræðsla að við myndum taka eitthvað frá þeim var mikil. Við vorum annars flokks fólk og oft ekki fólk heldur dýr. Við vorum glæpamenn og allt það fram eftir götum.“

„Við vorum annars flokks fólk
og oft ekki fólk heldur dýr“

Jasmina segist ítrekað hafa þurft að rökræða málefni hælisleitenda á undanförnum dögum. „Ég hef kynnt mér málið þeirra vel og tel mig vel upplýsta að ég læt ekki segja mér hvað á mér að finnast. Ekki nóg með það heldur ég get sett mig í spor þeirra einnig. En til þess að geta sett mér í spor þeirra er eina sem ég þarft að gera er að vera mannleg. Ég hef reyndar lífsreynslu af stríði og flótta en varð síðan heppin að fá forréttindi að koma hér til Íslands að vinna. Forréttindapési eins og ég er í dag kom ekki sem flóttamaður eða hælisleitandi (liggur við að ég tek fram „sem betur fer“) heldur hefur unnið fyrir því sjálf.“

Jasmina lýsir hræðilegum aðstæðum sínum og fjölskyldu sinnar áður en þau fengu dvalarleyfi á Íslandi. „Ég skal gefa ykkur smá inn sýn í mitt líf á þeim tíma frá árinu 1991-1995. Ég og fjölskylda mín bjuggum í 4 ár í stríðs ástandi þar sem fyrst og fremst var ekki vatn, rafmagn né hiti. Oft á tíðum ekki nauðsynlegar vörur eins og matur til að borða. Ég vissi ekki lengur hvernig klósettpappír leit út því á þessum tíma var það munaðarvara eins og margar aðrar vörur. Í öðru lagi hermenn voru að labba á milli húsa að drepa fólk og nauðga konum og börnum. Maður vissi aldrei hver er næstur. Í þriðja lagi bæði karlmenn og konur voru tekið í fangelsi eða þrælabúðir, pyntaðir, lamin og neyðir til að vinna. Pabbi minn svaf oft undir beru himni í kartöflugarði eða maísgarði. Fólkið var rekið úr sinum eigin húsum og börn gengu ekki skóla vegna sprengja sem reglulega voru koma frá óvininum sem sat upp á fjalli í tíma og ótíma að miða á ung börn eða unglinga. Yfirleitt var alltaf neyðarástand þar sem við þurftum sitja í ísköldu, steyptu herbergi sem var myrkur.“

Vissu ekki hvort þau mundu lifa af

Áður en styrjöldin hófst var fjölskylda Jasminu vel stæð og lifði góðu lífi, að hennar sögn. Allt hafi verið tekið af þeim á einum degi. „Ég borðaði ekki kjöt í 4 ár einfaldlega vegna þess að það var ekki í boði,“ skrifar hún. „Ég átti ekki skó né almennileg föt til klæðast nema þegar Rauði krossinn var að úthluta fötum. Líka þá fundust ekki nægilega stór skó á mig þannig ég varð að labba skólaus, í rifnum skó eða í allt of þröngum skóm sem valdi því að ég var oft með blæðandi sár á löppunum. Ég sat í myrkri dögum saman bæði vegna sprengja og rafmagnsleysi og í ísköldu herbergi og var þakklát ef ég hef fengið soðin grjón í matinn. Óttaslegin um líf mitt og líf fjölskyldu mínar því ég vissi aldrei hvort við lifum af eða ekki.“

Hún segist alltaf hafa upplifað Íslendinga sem frjálslynt, gott fólk, sem laust sé við fordóma. Þeim reynist þó erfitt að skilja aðstæður þeirra sem flýja hörmungar. „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í 4 ár. Oft var draumurinn að geta flúið land og geta fundið öryggi á ný. Foreldrar mínir reyndu það en það tókst ekki. Vegabréfið okkar var og er ennþá ekki eins og vegabréf Íslendinga að geta ferðast eins og okkur sýndist og sýnist. Enda ekkert annað hægt í þannig ástandi en að láta sig dreyma um öryggi og reyna flýja. Þú fyllist vonleysi og þunglyndi því það er ekkert sem þín bíður í landi sem sprengjur koma í tíma og ótíma, engin vinna, enginn peningur, allt í rúst, sprengjur búin að eyðileggja borgina, oft á tíðum enginn matur nema Rauði krossinn úthlutar hveiti (sem var með fullt af ormum oft á tíðum), túnfisk, olíu og stundum salt og sykur,“ skrifar hún.

„Síðasta en ekki síðst virðum mannréttindi fólks!“ skrifar Jasmina. „Ef þú krefst þess að eiga mannréttindi þá hlýtur þú vera hlynntur því að aðrir fái að eiga þau líka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár