Eftirlitsmyndavélum lögreglu mun fjölga í Garðabæ, Kópavogi og Vestmannaeyjum á næstu vikum. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur nýlega aukið við geymslugetu miðlægs gagnagrunns síns, sem hefur gefið lögregluembættum víða um land tækifæri til að fjölga eftirlitsmyndavélum.
Upptökur úr myndavélunum eru geymdar í 30 daga í miðlæga gagnagrunninum, en er síðan eytt. „Lögreglustjórar í hverju umdæmi taka ákvörðun um hvort þeir ætli að leiða vinnu um uppsetningu myndavéla,“ segir Jónas Ingi Pétursson hjá Ríkislögreglustjóra. „Hvort þeir gera það í samráði við sveitarfélög, það er þeirra ákvörðun í sjálfu sér. En staðan er sú að flestar myndavélarnar koma upp í samráði við sveitarfélög.“
Eftirlitsmyndavélum í Reykjavíkurborg fjölgaði um tíu á síðasta ári. Um mitt ár 2016 voru kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra sameinuð og vélbúnaður endurnýjaður. „Þá notuðum við tækifærið og stækkuðum geymslurýmið,“ segir Jónas. „Það er hægt að taka fleiri myndavélar inn í kerfið og það er á forræði hvers lögreglustjóra fyrir …
Athugasemdir