Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.

Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
Grunaður ISIS meðlimur Var handtekinn í umfangsmikilli lögregluaðgerð föstudaginn 12. janúar á Akureyri og sendur úr landi samdægur ásamt fjölskyldu sinni Mynd: Eyþór Árnason

Íslenskt lagaumhverfi kom í veg fyrir að hægt var að notast við allar upplýsingar sem lögreglu barst frá erlendum samstarfsstofnunum í umfangsmikilli lögregluaðgerð þar sem maður var handtekinn og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni. Maðurinn var grunaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkisins, ISIS.

Þetta kemur fram í svörum samskiptastjóra embættis ríkislögreglustjóra, Helenu Rós Sturludóttir, við fyrirspurn Heimildarinnar um lögregluaðgerðina sem framkvæmd var 12. janúar síðastliðinn á Akureyri. Í henni voru þrír menn handteknir og húsleit framkvæmd í tveimur íbúðum, þar sem lagt var hald á farsíma og peninga.

Í tilkynningu Ríkislögreglustjóra var sagt frá því að tveimur karlmannanna hafi verið fljótlega sleppt en sá þriðji verið sendur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum sex mánaða til 16 ára. 

Lögregla lítið getað tjáð sig um málið

Lögreglan hefur tjáð sig lítið um málið í kjölfarið og borið fyrir sig að málið sé enn á viðkvæmu stigi. Í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar segist talsmaður ríkislögreglustjóra ekki geta upplýst um það hvort mennirnir hafi verið staðnir að glæp eða hvort rökstuddur grunur hafi verið fyrir því að þeir haft í hyggju að fremja glæp. 

Í skriflegu svari lögreglu kemur þó fram að hættustig vegna hryðjuverka hafi haldist óbreytt frá því sem það hefur verið undanfarna mánuði. 

Mönnunum sem var sleppt ekki grunaðir um aðild í ISIS

Lögreglan getur lítið tjáð sig um hina mennina tvo en getur „þó staðfest að þeir eru ekki taldir meðlimir í ISIS,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. 

Í upphaflegri tilkynningu lögreglu sagt frá því að rannsóknin hafi staðið yfir síðan nóvember í fyrra. Rannsóknin hafi verið gerð samstarfi við erlend lögregluyfirvöld eftir að upplýsingar bárust um að fjölskyldufaðirinn, sem sendur var úr landi, hafi verið meðlimur í ISIS. Í frétt RÚV staðfesti lögregla að maðurinn var talinn vera virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum. 

Spurð hvað bíði mannsins og fjölskyldunnar í Grikklandi svarar Helena Rós að grísk yfirvöld taki „ákvarðanir um fólk sem þau hafa veitt alþjóðlega vernd.“ 

Núgildandi lagaumhverfi hefti rannsókn lögreglu

Lögregla getur lítið sagt um rannsóknina, mennina sem voru handteknir og afdrif fjölskyldunnar sem var send til Grikklands. Í svörum lögreglu er hins vegar er vakin sérstök athygli á því hvernig núgildandi lagaumhverfi hafi komið í veg fyrir að lögregla hafi getað notast við allar upplýsingarnar sem var miðlað til hennar. 

„Hluti þeirra upplýsinga sem var miðlað til íslenskrar lögreglu reyndist ekki unnt að nota hérlendis við rannsóknaraðgerðir vegna núgildandi lagaumhverfis,“ segir Helena Rós Sturludóttir.

Spurð með hvaða hætti núgildandi lagaumhverfi hafi haft áhrif á rannsókn lögreglu segir Helena Rós að samkvæmt lögum beri „lögreglu skylda til að afhenda upplýsingar ef óskað er eftir rannsóknarúrskurðum til verjenda Sakborningar fá að auki upplýsingar um þau málsgögn sem lögregla hefur.“ 

„Í sumum tilvikum geta miklir hagsmunir verið undir, jafnvel líf og limir upplýsingagjafans“
Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri Rikislögreglustjóra
segir að lögreglu hér á landi sé skylt að afhenda sakborning öll málsgögn

Þessi lög geta reynst lögreglu fjötur um fót að sögn Helenu sem bendir á að þegar „lögregla fær upplýsingar sem henni er ekki heimilt að miðla, til að mynda vegna þess að þær gætu upplýst um hver eða hverjir veittu lögreglu upplýsingar þá getur hún ekki nýtt þær upplýsingar til rannsóknar.“ 

Forvirkar rannsóknarheimildir 

Þá bendir Helena á að erlendis sé þessu öðruvísi háttað og lögreglu heimildir hafa meira lagalegt svigrúm til að bregðast við slíkum upplýsingum án þess að vera skylt að afhenda gögn.„Íslenskri lögreglu skortir heimildir til jafns við hin Norðurlöndin hvað þetta varðar,“ segir Helena. 

Frumvarp um breytingar á lögreglulögum var lagt fyrir þingið haustið 2023 af dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, reyndi að koma sambærilegu frumvarpi í gegnum þingið vorið 2023 án árangurs. Frumvarp Guðrúnar fór í samráðsgátt stjórnvalda en frestur til að skila inn umsögn rann út 13. nóvember 2023.

Samkvæmt talsmanni dómsmálaráðuneytisins er frumvarpið tilbúið til þess að leggja fyrir ríkisstjórn, en það á eftir að setja það á málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vorþingið. 

Umdeilt lagafrumvarp

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að skýra og styrkja eftirlitsheimildir lögreglu í þágu afbrotavarna. Í greinargerð sem fylgir frumvarpi dómsmálaráðherra segir að „breytt afbrotamynstur, aukin hætta á hryðjuverkum og útbreiðsla alþjóðlegrar skipulagðrar brotastarfsemi krefst þess að löggæsluyfirvöld geti brugðist við og gripið til aðgerða áður en einstök brot eru framin.“

Þá kemur einnig fram í greinargerðinni að lögreglan hér á landi hafi ekki nægilega miklar eða skýrar lagaheimildir til þess að sinna slíkum aðgerðum. Þá segir einnig að Ísland skeri sig úr í samanburði við önnur Norðurlönd. Stofnanageta og lagaheimildir lögreglu á sviði afbrotavarna séu talsvert takmarkaðir hér samanborið við nágrannaríki. 

Þegar frumvarp Jóns leit fyrst dagsins ljós vakti það mikla athygli og umræðu. Margir stigu fram og gagnrýndu ýmis atriði í frumvarpinu. Til að mynda að ekki sé gert ráð fyrir því að bæta eftirlit með því hvernig lögreglan beiti auknum rannsóknarheimildum.  

Þingmenn Pírata hafa verið sérlega gagnrýnir á frumvarpið. Til að mynda hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir bent á athugasemdir ríkissaksóknara við framgöngu lögreglu. Í viðtali á RÚV sagði Þórhildur að bæti þyrfti eftirlit með störfum lögreglu áður en hún fær auknar heimildir til að afla upplýsinga og stunda eftirlit. 

Þar er til að mynda bent á að lögreglan hafi í nokkrum tilfellum farið á svig við núgildandi lög um upplýsingaöflun lögreglu. Ríkissaksóknari hafi bent lögreglu á þessi brot og sent henni fyrirmæli um að bæta en það hafi hún hins vegar ekki gert.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár