Þingmenn Pírata leggja til að stofnuð verði sérstök eftirlitsstofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með störfum lögreglu. Saksóknaraembættin séu of tengd lögreglu til að geta rannsakað vinnubrögð hennar með trúverðugum hætti.
FréttirLögregla og valdstjórn
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
Ítrekað er vikist undan meginreglunni um auglýsingaskyldu þegar ráðið er í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og þið þekkið eru breytingar og auglýsingar á yfirmannastöðum sérstaklega vel til þess fallnar að stuðla að óróleika hjá embættinu,“ sagði lögreglustjóri í bréfi til starfsmanna. GRECO hefur gagnrýnt verklagið.
Fréttir
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
Helmingur yfirstjórnenda lögreglu fékk stöðuna án auglýsingar. Einn þeirra er bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði í embætti lögreglustjóra án auglýsingar árið 2014 þegar Sigríður þagði um upplýsingar í lekamálinu sem rannsakendur hefðu viljað búa yfir.
FréttirLögregla og valdstjórn
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri svari spurningum um leit á gestum Secret Solstice án dómsúrskurðar og handtöku konu á Hinsegin dögum.
FréttirLögregla og valdstjórn
Beittu símahlerunum nær daglega í fyrra
Símahlerunum og skyldum úrræðum hjá lögregluembættunum fjölgaði um 40 prósent milli áranna 2017 og 2018. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum drógu svör í meira en ár.
FréttirLögregla og valdstjórn
Ráðherra brást við ítrekuðum stöðuveitingum innan lögreglu án auglýsingar – Lögreglustjóri taldi auglýsingar skapa „óróleika“
Dómsmálaráðuneytið sendi öllum lögreglustjórum á Íslandi bréf þann 20. maí síðastliðinn vegna ítrekaðra stöðuveitinga innan lögreglu án auglýsingar. Tilefni bréfsins er athugun umboðsmanns Alþingis á ráðningarmáli hjá ríkislögreglustjóra.
Fréttir
Lögreglumaður kallaði „go home“ á hælisleitendur
Maðurinn segist ekki hafa meint að fólkið ætti að fara frá Íslandi. „Þessi tvö orð lýsa nefnilega alls ekki skoðun minni á hælisleitendum og innflytjendamálum.“
„Þú breytir ekki viðhorfi í 85 prósenta karlamenningu, það er bara ekki hægt því þeir sem eru á annarri skoðun, þeir bara eru undir,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Greina má aðgerðarleysi og uppgjafartón í jafnréttismálum meðal lykilstarfsmanna samkvæmt nýrri rannsókn.
FréttirLögregla og valdstjórn
Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, óskaði eftir aðgangi að lokuðum Facebook-hópi kvenna til að „gera opinbert það sem hér fer fram og hvað hér er um rætt.“ Meðlimir hópsins segja þetta grafa undan trausti kvenna þegar kemur að því að leita til lögreglunnar.
FréttirLögregla og valdstjórn
Ríkislögreglustjóri í kast við lögin
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri kemur sér ítrekað í vandræði án þess að vera látinn sæta ábyrgð. Hann var sagður skaða rannsóknir efnahagsbrotadeildar eftir hrun. Ársreikningar embættisins liggja óundirritaðir, kvartað hefur verið undan framgöngu Haraldar gagnvart sérsveitarmönnum og eineltismál er til skoðunar hjá dómsmálaráðuneytinu.
FréttirLögregla og valdstjórn
Áreitti borgara með ólögmætum bréfasendingum en sleppur við áminningu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að veita Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra áminningu vegna framgöngu sem ráðuneytið telur að hafi verið ámælisverð og jafnvel snúist um að vernda persónulega hagsmuni Haraldar á kostnað embættisins. „Hvaða skilaboð eru það til almennings og embættismanna ef það hefur engar afleiðingar að brjóta á rétti borgaranna?“ spyr Björn Jón Bragason.
FréttirLögregla og valdstjórn
Skortir eftirlit með sérsveitinni
Ríkislögreglustjóri segir erlenda glæpamenn með sérþjálfun koma til landsins. Málum fjölgi þar sem vopn koma við sögu. Prófessor segir vanta yfirsýn með sérsveitinni og að löggæsla færist í auknum mæli til vopnaðrar lögreglu.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.