Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ég kom á engan hátt að ákvörðuninni“

Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir var stað­geng­ill dóms­mála­ráð­herra þeg­ar ákveð­ið var að synja fjöl­miðl­um og brota­þol­um al­far­ið um gögn í máli Roberts Dow­ney. Þá starf­aði hún sem að­stoð­ar­mað­ur inn­an­rík­is­ráð­herra þeg­ar Robert og Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son fengu upp­reist æru í fyrra.

„Ég kom á engan hátt að ákvörðuninni“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var staðgengill Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þegar ráðuneytið ákvað að synja alfarið upplýsingabeiðnum um málefni Roberts Downey og annarra sem fengið hafa uppreist æru og veita fjölmiðlum og brotaþolum mannsins engin af þeim gögnum sem óskað var eftir, ekki einu sinni með persónugreinanlegum upplýsingum afmáðum.

„Ég var staðgengill dómsmálaráðherra þá daga sem spurt er um. Ég kom á engan hátt að ákvörðuninni,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hún starfaði sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, þegar Robert Downey og annar kynferðisbrotamaður, Hjalti Sigurjón Hauksson, fengu uppreist æru í september 2016. Eins og síðar kom í ljós var faðir forsætisráðherra á meðal þeirra sem veittu Hjalta meðmæli vegna umsóknarinnar.

„Ég var erlendis“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þann 19. september síðastliðinn að hún hefði enga aðkomu haft að umræddri ákvörðun ráðuneytisins. 

„Ég var erlendis á þessum vikum svo því sé haldið til haga,“ sagði Sigríður og vísaði til þess að ákvörðunin hefði verið tekin af sérfræðingum og embættismönnum. Tekið skal þó fram að ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum samkvæmt stjórnarskrá.

Stundin sendi upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins fyrirspurn fyrir rúmri viku og spurði hver hefði verið starfandi dómsmálaráðherra dagana 16. til 22. júní, eftir að umræða vaknaði um mál Roberts Downey og ráðuneytið tilkynnti að engin gögn yrðu afhent.

Blaðinu barst svar nú á mánudag. Þar segir: „Forsætisráðuneytið sér um hvernig háttað er gegningum fyrir ráðherra þegar þeir eru fjarverandi en samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis var dómsmálaráðherra fjarverandi á þeim tíma sem spurt er um og gegndi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fyrir ráðherra á meðan.“

Þórdís staðfestir að hafa verið staðgengill dómsmálaráðherra á þessum tíma en segist þó ekki hafa átt neina aðkomu að ákvörðuninni. 

Lengra gengið í upplýsingaleynd en lög heimila

Allir lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við um synjun ráðuneytisins á upplýsingunum telja ákvörðunina hafa verið óeðlilega og benda á að ráðuneytinu hefði verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. „Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ sagði hæstaréttarlögmaður sem Stundin ræddi við á dögunum. 

Leyndin yfir gögnum ráðuneytisins um mál Roberts Downey olli brotaþolum óþægindum. „Eigum við engan rétt á svörum? Hvers vegna er verið að refsa okkur eftir allt sem við höfum þurft að þola?“ spurði Nína Rún Bergsdóttir, ein þeirra kvenna sem Robert Downey braut gegn, á Facebook. 

Þann 11. september komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hefði brotið gegn upplýsingalögum og gengið lengra í upplýsingaleynd en lög heimila þegar upplýsingabeiðnum í máli Roberts Downey var synjað.

Skömmu síðar var greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra og flokksformanns Sigríðar Andersen og Þórdísar Kolbrúnar, hefði undirritað meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón, mann sem var dæmdur árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nær daglega í 12 ár. Þetta voru sams konar upplýsingar og ráðuneytið hafði synjað fjölmiðlum og brotaþolum um í máli Roberts Downey.

Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að dómsmálaráðuneytið hafi sérstaklega vísað til þess, í rökstuðningi sínum fyrir því að halda gögnum um mál Roberts Downey leyndum, að samþykki Roberts lægi ekki fyrir. Hins vegar hefði ráðuneytið aldrei óskað eftir afstöðu Roberts í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár