„Ég kom á engan hátt að ákvörðuninni“

Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir var stað­geng­ill dóms­mála­ráð­herra þeg­ar ákveð­ið var að synja fjöl­miðl­um og brota­þol­um al­far­ið um gögn í máli Roberts Dow­ney. Þá starf­aði hún sem að­stoð­ar­mað­ur inn­an­rík­is­ráð­herra þeg­ar Robert og Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son fengu upp­reist æru í fyrra.

„Ég kom á engan hátt að ákvörðuninni“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var staðgengill Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þegar ráðuneytið ákvað að synja alfarið upplýsingabeiðnum um málefni Roberts Downey og annarra sem fengið hafa uppreist æru og veita fjölmiðlum og brotaþolum mannsins engin af þeim gögnum sem óskað var eftir, ekki einu sinni með persónugreinanlegum upplýsingum afmáðum.

„Ég var staðgengill dómsmálaráðherra þá daga sem spurt er um. Ég kom á engan hátt að ákvörðuninni,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hún starfaði sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, þegar Robert Downey og annar kynferðisbrotamaður, Hjalti Sigurjón Hauksson, fengu uppreist æru í september 2016. Eins og síðar kom í ljós var faðir forsætisráðherra á meðal þeirra sem veittu Hjalta meðmæli vegna umsóknarinnar.

„Ég var erlendis“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þann 19. september síðastliðinn að hún hefði enga aðkomu haft að umræddri ákvörðun ráðuneytisins. 

„Ég var erlendis á þessum vikum svo því sé haldið til haga,“ sagði Sigríður og vísaði til þess að ákvörðunin hefði verið tekin af sérfræðingum og embættismönnum. Tekið skal þó fram að ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum samkvæmt stjórnarskrá.

Stundin sendi upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins fyrirspurn fyrir rúmri viku og spurði hver hefði verið starfandi dómsmálaráðherra dagana 16. til 22. júní, eftir að umræða vaknaði um mál Roberts Downey og ráðuneytið tilkynnti að engin gögn yrðu afhent.

Blaðinu barst svar nú á mánudag. Þar segir: „Forsætisráðuneytið sér um hvernig háttað er gegningum fyrir ráðherra þegar þeir eru fjarverandi en samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis var dómsmálaráðherra fjarverandi á þeim tíma sem spurt er um og gegndi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fyrir ráðherra á meðan.“

Þórdís staðfestir að hafa verið staðgengill dómsmálaráðherra á þessum tíma en segist þó ekki hafa átt neina aðkomu að ákvörðuninni. 

Lengra gengið í upplýsingaleynd en lög heimila

Allir lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við um synjun ráðuneytisins á upplýsingunum telja ákvörðunina hafa verið óeðlilega og benda á að ráðuneytinu hefði verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. „Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ sagði hæstaréttarlögmaður sem Stundin ræddi við á dögunum. 

Leyndin yfir gögnum ráðuneytisins um mál Roberts Downey olli brotaþolum óþægindum. „Eigum við engan rétt á svörum? Hvers vegna er verið að refsa okkur eftir allt sem við höfum þurft að þola?“ spurði Nína Rún Bergsdóttir, ein þeirra kvenna sem Robert Downey braut gegn, á Facebook. 

Þann 11. september komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hefði brotið gegn upplýsingalögum og gengið lengra í upplýsingaleynd en lög heimila þegar upplýsingabeiðnum í máli Roberts Downey var synjað.

Skömmu síðar var greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra og flokksformanns Sigríðar Andersen og Þórdísar Kolbrúnar, hefði undirritað meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón, mann sem var dæmdur árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nær daglega í 12 ár. Þetta voru sams konar upplýsingar og ráðuneytið hafði synjað fjölmiðlum og brotaþolum um í máli Roberts Downey.

Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að dómsmálaráðuneytið hafi sérstaklega vísað til þess, í rökstuðningi sínum fyrir því að halda gögnum um mál Roberts Downey leyndum, að samþykki Roberts lægi ekki fyrir. Hins vegar hefði ráðuneytið aldrei óskað eftir afstöðu Roberts í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár