Lagasetning síðustu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um bann við frádrætti vaxtagreiðslna til tengdra félaga af skattstofni fyrirtækja umfram 30 prósent af EBIDTA-hagnaði hefði ekki haft nein áhrif á vaxtagreiðslur Alcoa á árunum 2014 og 2015. Þetta kemur fram í svari frá forstjóra Alcoa, Magnúsi Þór Ásmundssyni, við spurningu Stundarinnar um áhrif lagasetningarinnar á vaxtagjöld Alcoa. Ákvæði laganna er því undir þeirri prósentu af hagnaði fyrir fjármagnsliði sem Alcoa greiðir sjálfu sér í vexti frá Íslandi.
Fjárfesting Alcoa á Íslandi nam um 1800 milljörðum króna og hefur fyrirtækið tekið 67 milljarða óskattlagða frá Íslandi í rekstrarsögu sinni á Reyðarfirði frá stofnun félagsins fyrir fjórtán árum. Þetta er rúmlega 3,7 prósent af heildarfjárfestingu Alcoa á Íslandi.
Vaxtagjöldin minna en 25 prósent
Orðrétt segir Magnús Þór um þetta atriði: „Á árunum 2014 og …
Athugasemdir