„Þetta er bara eitt af fjölmörgum dæmum sem ég get dregið fram þar sem verið er að beita blekkingum og þöggun varðandi það sem stendur raunverulega til að gera,“ segir Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður í samtali við Stundina en hann skrifaði pistil síðastliðinn sunnudag sem vakið hefur mikla athygli. Þar sagði Ómar meðal annars að sömu virkjanaáform séu ítrekað endurnýjuð og þeim laumað inn undir nýjum formerkjum með einum eða öðrum hætti.
„Samtök ferðaþjónustunnar grátbiðja um að nýting þeirrar auðlinda sem í náttúrunni felast sé byggð á framsýni, ábyrgð og skipulagi með heildarhagsmuni þjóðarbúsins að leiðarljósi,“ segir Ómar á vefsíðu sinni. „En allt kemur fyrir ekki. Sömu virkjanaáformin með stórfelldu inngripi í náttúrufar miðhálendisins og drekkingu dala, eru endurnýjuð aftur og aftur.“
Athugasemdir