Hvítir, miðaldra karlar stjórna umhverfis- og náttúruvernd
Ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem ráðherra umhverfismála hefur skipað eru hvítir, miðaldra karlar sem tengjast Sjálfstæðisflokknum eða Samtökum atvinnulífsins. „Það er mjög alvarlegt,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar.
GreiningLoftslagsbreytingar
Enginn fer í stríð
Mótmæli gegn hamfarahlýnun hafa ekki skilað róttækum breytingum af hálfu stjórnvalda og atvinnulífsins. Hvenær æsast leikar?
Fréttir
Ný ferðaskrifstofa birti myndband af utanvegaakstri
Stofnendur Morii kynntu fyrirtækið með myndbandi þar sem þeir höfðu keyrt upp á gígbarm Rauðaskálar þar sem utanvegaakstur er algengur. Fyrirtækið hefur ekki fengið leyfi til að starfa sem ferðaskrifstofa.
Fréttir
Landvernd segir Vinstri græn hafa skort þrek og þor til að stofna Hálendisþjóðgarð
Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks beittu sér gegn Hálendisþjóðgarði, þrátt fyrir að málið væri í stjórnarsáttmála. Landvernd segir meðferð ríkisstjórnarinnar hafa skaðað stuðning við málið hjá almenningi.
FréttirCovid-19
Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda nýtast ekki frjálsum félagasamtökum með sama hætti og hagnaðardrifnum fyrirtækjum að sögn framkvæmdastjóra Veraldarvina. Samtökin fengu 300 erlenda sjálfboðaliða í strandhreinsun í ár, en á meðalári eru þeir hátt í tvö þúsund.
Fréttir
Stjórnarþingmenn styðja ekki áherslumál Vinstri grænna
Fjöldi stjórnarþingmanna úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki styðja ekki frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, um hálendisþjóðgarð.
Fréttir
„Umhverfisfyrirtæki ársins“ dreifði plastdrasli um náttúruna
1.500 rúmmetrar af moltu sem fyrirtækið Terra dreifði til uppgræðslu í Krýsuvík voru allir plastmengaðir. Plast og rusl mátti sjá vítt og breitt um svæðið. Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra „umhverfisfyrirtæki ársins“ fyrr í mánuðinum. Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, segist taka málið mjög nærri sér.
FréttirVirkjanir
Kirkjan telur sig eiga land Múlavirkjunar
Stykkishólmskirkja lætur reyna á fyrir dómstólum hvort land Múlavirkjunar tilheyri kirkjunni. Smávirkjanarisinn Arctic Hydro á helmingshlut. Félag eins eigenda Arctic Hydro sem á nálæga jörð hefur beitt sér gegn lögum sem takmarka uppkaup á jörðum.
FréttirVirkjanir
Engeyingar og fleiri að baki smávirkjunum víða um land
Franski olíurisinn Total á fjórðungshlut í raforkufyrirtæki sem lykilmenn úr GAMMA og kjörnir fulltrúar úr Sjálfstæðisflokknum koma að. James Ratcliffe seldi fyrirtækinu virkjunarrétt sinn í Þverá. Varaþingmaður segir virkjun árinnar munu rústa ósnortinni náttúru.
FréttirVirkjanir
Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
Skipulagsstofnun segir virkjun í Hverfisfljóti munu raska merku svæði Skaftáreldahrauns. Meta ætti smávirkjanir inn í rammaáætlun þar sem þær geti haft neikvæð umhverfisáhrif.
FréttirLaxeldi
Hamfarirnar í Færeyjum: Strokulax úr færeyskum sjókvíum getur komið til Íslands
Stærsta laxeldisfyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, „glataði“ einni milljón eldislaxa fyrir nokkrum dögum. Fyrirtækið hefur ekki fullyrt að þessir laxar hafi allir drepist og er óljóst hvort einhverjir sluppu úr kvíum fyrirtækisins. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að eldislax sem veiddist á Íslandi í fyrra sé mögulega strokufiskur frá Færeyjum.
FréttirLaxeldi
Ein milljón eldislaxa drápust vegna óveðurs í Færeyjum
Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost lenti í skakkaföllum í óveðri um mánaðamótin og glatar um 10 prósent framleiðslu sinnar. Fyrirtækið upplýsir um þetta sjálft í tilkynningu á meðan íslenska laxeldisfyrirtækið Arnarlax hefur ekkert sagt sjálft um hlutfallslega sambærilegan laxadauða hjá sér í Arnarfirði.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.