Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landvernd segir Vinstri græn hafa skort þrek og þor til að stofna Hálendisþjóðgarð

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks beittu sér gegn Há­lend­is­þjóð­garði, þrátt fyr­ir að mál­ið væri í stjórn­arsátt­mála. Land­vernd seg­ir með­ferð rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa skað­að stuðn­ing við mál­ið hjá al­menn­ingi.

Landvernd segir Vinstri græn hafa skort þrek og þor til að stofna Hálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd lýsir yfir vonbrigðum með að frumvarp umhverfisráðherra hafi ekki fengið brautargengi.

Landvernd lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í máli Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp um stofnun hans dagaði uppi í nefnd fyrir þinglok. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Landverndar sem fram fór laugardaginn 12. júní.

Frumvarp fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar, Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra, var sent aftur til ráðherra úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þingið er nú farið í frí fyrir kosningar í haust.

Málið fékk lítinn stuðning þingmanna úr röðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og lýstu sumir þeirra sig andvíga því að það yrði afgreitt. Þingflokkur Framsóknarflokks setti sjö fyrirvara við málið eftir að það hafði verið afgreitt úr ríkisstjórn. Þjóðgarðurinn naut hins vegar stuðnings þingmanna úr röðum Samfylkingar og Pírata.

„Nú undir lok kjörtímabilsins er orðið ljóst að það var aldrei raunveruleg ætlun allra stjórnarflokkanna að stofna Hálendisþjóðgarð og sá stjórnarflokkur sem í raun studdi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár