Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar

Skipu­lags­stofn­un seg­ir virkj­un í Hverf­is­fljóti munu raska merku svæði Skaft­árelda­hrauns. Meta ætti smá­virkj­an­ir inn í ramm­a­áætl­un þar sem þær geti haft nei­kvæð um­hverf­isáhrif.

Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
Hverfisfljót Skipulagsstofnun telur fyrirhugaða virkjun sýna fram á veikleika rammaáætlunar. Mynd: Zairon / CC BY-SA (https://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0)

Fyrirhuguð smávirkjun í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi mundi hafa neikvæð áhrif á umhverfið og ferðaþjónustu. Áformin sýna fram á veikleika rammaáætlunar þegar kemur að smávirkjunum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar í umhverfismati sem stofnunin birti í gær.

„Ljóst er að fyrirhuguð virkjun mun hafa neikvæð áhrif á Skaftáreldahraun. Skaftáreldar í Lakagígum voru eitt mesta eldgos á sögulegum tíma á jörðinni og Skaftáreldahraun er annað af tveimur stærstu hraungosum sem runnið hafa á jörðinni á sögulegum tíma,“ segir í mati stofnunarinnar. „Verndargildi þess bæði á landsvísu og heimsvísu er hátt og hefur umtalsverða sérstöðu.“

Framkvæmdaaðili virkjunarinnar er Ragnar Jónsson, ábúandi á Dalshöfða. Virkjunin í Hverfisfljóti yrði 9,3 MW að afli og telst til svokallaðra smávirkjana sem að jafnaði þurfa ekki að fara í umhverfismat. Virkjunin yrði með 800 metra langri og 1 til 3 metra hárri stíflu, 2,3 kílómetra langri þrýstipípu, um 6,6 kílómetra löngum aðkomuvegi, um 750 fermetra stöðvarhúsi og aðrennslis- og frárennslisskurðum.

„Verndargildi þess bæði á landsvísu og heimsvísu er hátt og hefur umtalsverða sérstöðu“

Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun á Skaftáreldahrauni. Þá eru framkvæmdirnar fyrirhugaðar innan Kötlu jarðvangs sem hefur hlotið viðurkenningu UNESCO. Óhætt sé að fullyrða að Skaftáreldahraun sé meðal merkustu jarðminja innan hans. „Í ljósi sérstöðu Skaftáreldahrauns verður að gera kröfu um að sýnt sé fram á það með afdráttarlausari hætti í skipulagsgerð vegna framkvæmdaáformanna og áður en kemur til leyfisveitinga.“

Núpahraun, sem verður fyrir talsverðu raski vegna ýmissa framkvæmdaþátta, nýtur einnig sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. „Skipulagsstofnun telur að áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir verði verulega neikvæð og telur að í ljósi þess sem rakið er hér að framan þurfi að skoða vel hvort það rask á Skaftáreldahrauni sem virkjuninni fylgi sé ásættanlegt þegar kemur að frekari skipulagsgerð vegna framkvæmdaáformanna og áður en kemur að því að veita leyfi fyrir fyrirhugaðri framkvæmd.“

Átti áður að vera stærri en smávirkjun

Þá telur Skipulagsstofnun að sjónræn áhrif framkvæmdanna muni hafa bein áhrif á upplifun af svæðinu og eru fyrirhugaðar framkvæmdir að mati Skipulagsstofnunar líklegar til að hafa neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu þar sem upplifun ferðamanna kemur til með að breytast á svæðinu. „Óbyggðir landsins eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustu, bæði sem áfangastaður ferðamanna og sem ímynd Íslands. Með hliðsjón af þessu telur Skipulagsstofnun að framkvæmdin sé líkleg til að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist.“

„[...] verulega neikvæð umhverfisáhrif og tilefni hefði verið til að meta með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun“

Skipulagsstofnun telur virkjunaráformin sýna fram á veikleika rammaáætlunar. Áformin eiga sér nokkra sögu og stóð upphaflega til að reisa 15 MW virkjun, en núna hefur þeim verið breytt þannig að virkjunin sé aðeins rúm 9 MW. „Allir virkjunarkostir, 10 MW og stærri, sæta heildstæðri greiningu og mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun,“ segir í mati stofnunarinnar. „Í rammaáætlun fer fram mikilvæg greining og samanburður á fýsileika ólíkra virkjunarkosta á víðum grundvelli. Sú framkvæmd sem hér er til umfjöllunar og forsaga hennar sýna veikleika þess að miða við uppsett afl sem viðmið um það hvaða framkvæmdir skulu teknar fyrir í rammaáætlun. Umfang fyrirhugaðar 9,3 MW virkjunar í Hverfisfljóti er að mestu sambærilegt fyrri áformum um 15 MW virkjun. Um er að ræða framkvæmd sem mun að mati Skipulagsstofnunar hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og tilefni hefði verið til að meta með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár