Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvítir, miðaldra karlar stjórna umhverfis- og náttúruvernd

Ell­efu af fjór­tán for­mönn­um starfs­hópa, stjórna eða stýri­hópa sem ráð­herra um­hverf­is­mála hef­ur skip­að eru hvít­ir, mið­aldra karl­ar sem tengj­ast Sjálf­stæð­is­flokkn­um eða Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. „Það er mjög al­var­legt,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Hvítir, miðaldra karlar stjórna umhverfis- og náttúruvernd

Ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna og stýrihópa sem Guðlaugur Þór Þórðarson hefur skipað sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eru hvítir karlar á miðjum aldri. Tíu af körlunum ellefu hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn eða Samtök atvinnulífsins. Það sama gildir um eina konu í hópnum, en þær eru alls þrjár. Ein þeirra er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu. Tvær hafa hvorki tengsl við Sjálfstæðisflokkinn né Samtök atvinnulífsins. 

„Það er mjög alvarlegt þegar það er orðið mikilvægara að vera í Samtökum atvinnulífsins eða Sjálfstæðisflokknum heldur en að hafa vit á umhverfismálum til þess að geta verið formaður starfshóps á sviði umhverfisverndar,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Heimildina.

UmhverfisverndAuður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar.

Auður segir Guðlaug Þór ítrekað hafa hundsað umhverfisverndarsamtök við skipun starfshópa í ráðherratíð sinni sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þannig hafi hann brotið gegn ákvæði Árósarsamningsins frá 1998 …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Sveinsson skrifaði
    Þarna er komið beint að kjarna vandamálsins í fyrirsögninni: "Hvítir miðaldra karlar stjórna umhverfis- og náttúruvernd". Vonandi hefur Erla María bent Auði Önnu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar á að losa sig snarlega við formanninn Tryggva Felixson sem er einmitt hvítur miðaldra karlmaður og það má mikið vera ef það eru ekki fleiri hvítir miðaldra karlar í stjórninni sem þurfa að hverfa á braut svo barátta Landverndar fari að skila árangri. Ef það þarf endilega að hafa miðaldra karlmenn í stjórninni, sem er auðvitað ekkert sjálfsagt mál, er hægur vandi að hafa samband við allan þann fjölda miðaldra karlmanna sem hafa barist árum og áratugum saman fyrir náttúrvernd á Íslandi og eru ekki hvítir.
    0
  • S
    skalp skrifaði
    Þetta er athyglisverð samantekt og tæplega hægt að segja að fagleg sjónarmið hafi í einu og öllu ráðið för við skipan formanna hópanna. Hins vegar væri ekki heldur faglegt að velja fólk frá "frjálsum náttúruverndarsamtökum" í staðinn þar sem t.d. Landvernd og Ungir umhverfisverndarsinnar eru of sjaldan málefnaleg í framgöngu sinni.
    Af þessum þrem hópum sem minnst er á þ.e. hinir XD/SA tengdu, Umhverfisverndarfólkið og Miðaldra hvítir karlmenn hefði ég líklega fyrirfram minnst tortryggt þann síðastnefnda.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Að hugsa sér og komið árið 2023; sumir eru komnir á aldur en það skiptir ekki máli af því að þetta eru karlar.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er orðið svo ofboðsleg mikið af peningum í öllum þessum græn þvotti og sýndar umhverfisvernd, þannig að það var bara spurning hvenær hræ æturnar myndu birtast. Það eru margir sem ætla að verða ríkir á sölu með syndaaflausnir. Það er nú meiri munurinn að við getum farið til fjandans með alla pappíra í lagi. Það eina sem verður ekki í lagi verður umhverfið og vistkerfin.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu