Björn fagnar „sögulegum ummælum“ Bjarna um útlendinga

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra sem átti lyk­il­þátt í mót­un ís­lenskr­ar út­lend­inga­stefnu upp úr alda­mót­um, seg­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn vera eina stjórn­mála­flokk­ur­inn á Ís­landi með þrek til að taka út­lend­inga­mál til um­ræðu á mál­efna­leg­an hátt.

Björn fagnar „sögulegum ummælum“ Bjarna um útlendinga

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem átti lykilþátt í mótun íslenskrar útlendingastefnu upp úr aldamótum, fagnar ummælum forsætisráðherra um að það hafi verið „slæm ráðstöfun“ að veita albönskum fjölskyldum með langveik börn ríkisborgararétt í lok ársins 2015 og að Íslendingar verði að beita ströngum reglum svo „við fáum ekki yfir okkur milljón flóttamenn“. 

Telur Björn að málflutningur Bjarna Benediktssonar sé sögulegur og til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hafi þrek til að taka útlendingamál til umræðu á málefnalegan hátt. 

„Útlendingamál eru rædd á allt annan veg á stjórnmálavettvangi hér en annars staðar á Norðurlöndunum þar sem þau má telja meðal kjarnamála. Því var til dæmis fagnað af dönskum stjórnmálamönnum í gær, 13. september, að Danmörk hefur hrapað niður vinsældalistann hjá hælisleitendum þegar litið er til samanburðar milli ESB-ríkja, landið er nú í 17 sæti á listanum og þakkar útlendingamálaráðherrann það rúmlega 60 breytingum á reglum um meðferð útlendingamála, ákvarðanir voru teknar um að herða reglurnar,“ skrifar Björn í bloggpistli í dag. Hann segir að með frumvarpi Samfylkingarinnar um að hælisleitendurnir Hanyie og Mary og fjölskyldur þeirra fái ríkisborgararétt feli í sér að grafið sé undan ákvæðum nýsettra útlendingalaga. 

Haft var eftir Bjarna Benediktssyni á Mbl.is í gær að lögreglan hætti sér ekki óvopnuð í Víðines þar sem fjöldi hælisleitenda var vistaður um skeið. Þá sagði forsætisráðherra erfitt að horfa á eftir miklum fjármunum sem varið væri til hælisleitendamála. Engu að síður þyrfti að virða mannúðarsjónarmið og mannréttindi. 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur hert verulega stefnu Íslands í hælisleitendamálum frá því hún tók við í janúar, meðal annars með því að svipta tiltekna hópa hælisleitenda réttinum til að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun frestað vegna kæru til æðra stjórnvalds eða dómstóla og með því að svipta hælisleitendur réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og þeir bíða þess að vera sendir úr landi. 

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur kallað eftir því að ákveðnum hópi hælisleitenda verði mætt með „hörðum stálhnefa“.

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður stjórnarflokksins Bjartrar framtíðar kallaði hins vegar eftir því í eldhúsdagsumræðum í gær að Íslendingar sýndu hugrekki til að taka slaginn fyrir mannréttindum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár