Sólveig Anna: „Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða“
Formaður Eflingar segist hætt því að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera „of viðkvæm“. Hún segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beita andlegu ofbeldi og vill berjast fyrir því að kvenhatandi karlmenn missi völd sín.
FréttirLoftslagsbreytingar
Draga hlýnun í efa og vísa í villandi gögn
Fleiri Íslendingar trúa því en áður að hlýnun jarðar sé vegna náttúrulegra ástæðna en af mannavöldum. Gögn Veðurstofunnar hafa verið mistúlkuð til að draga hlýnunina í efa og stofnunin sökuð um að fela gögn. Björn Bjarnason og Morgunblaðið hampa því að hitastig á Íslandi sjálfu hafi lítið hækkað.
ÚttektSamherjaskjölin
Gripið til varna fyrir Samherja
Stjórnendur Samherja og vilhollir stjórnmálamenn og álitsgjafar hafa gagnrýnt viðbrögð almennings og stjórnmálamanna við fréttum af mútugreiðslum. Tilraunir hafa verið gerðar til að skorast undan ábyrgð eða nota börn starfsmanna fyrirtækisins sem hlífiskildi. „Þykir mér reiðin hafa náð tökum,“ skrifaði bæjarstjóri.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.
Fréttir
Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“
Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stigið fram í morgun og réttlætt brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur fallist á skýringar Útlendingastofnunar. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa.“
Fréttir
Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir Íslandi standa til boða fjármagn frá kínverskum stjórnvöldum til að efla siglingar um Norðurslóðir.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
Frosti Sigurjónsson segist ætíð hafa verið ötull talsmaður gegn þriðja orkupakkanum þótt hann hafi samþykkt innleiðingu á „meinlitlum“ reglum úr pakkanum. „Það var Ragnheiður Elín sem barðist fyrir þessu frumvarpi,“ skrifar hann.
Erlent
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um Bolsonaro: „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu“
Þrír áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum telja sigur fasistans Jair Bolsonaro í Brasilíu vera fyrirsjáanlegt andsvar við spillingu vinstrimanna. Efnahagsstefnan lofi góðu og þörf sé á hertum refsingum í Brasilíu.
„Óskastaða Íslendinga“ væri nýr EES samningur með Bretum og Svisslendingum, segir Björn Bjarnason. Utanríkisráðherra hefur skipað hann formann starfshóps sem mun vinna skýrslu um EES samninginn.
FréttirFlóttamenn
Líkir Piu Kjærsgaard við Dalai Lama
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir skoðanir Piu Kjærsgaard í útlendingamálum vera „viðurkenndur hluti meginsjónarmiða í evrópskum stjórnmálum“. Mótmæli Pírata séu svipuð og þegar kínverskir námsmenn mótmæltu komu Dalai Lama.
FréttirUppreist æru
Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt
Þegar Bjarni Benediktsson var formaður allsherjarnefndar Alþingis hótuðu sjálfstæðismenn að hindra eða tempra réttarbætur fyrir þolendur kynferðisbrota ef stjórnarandstaðan félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig flokkurinn hefur dregið lappirnar í málaflokknum.
Fréttir
Björn fagnar „sögulegum ummælum“ Bjarna um útlendinga
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem átti lykilþátt í mótun íslenskrar útlendingastefnu upp úr aldamótum, segir Sjálfstæðisflokkinn vera eina stjórnmálaflokkurinn á Íslandi með þrek til að taka útlendingamál til umræðu á málefnalegan hátt.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.