Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt

Þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son var formað­ur alls­herj­ar­nefnd­ar Al­þing­is hót­uðu sjálf­stæð­is­menn að hindra eða tempra rétt­ar­bæt­ur fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota ef stjórn­ar­and­stað­an félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsi­verð. Þetta er að­eins eitt dæmi af mörg­um um hvernig flokk­ur­inn hef­ur dreg­ið lapp­irn­ar í mála­flokkn­um.

Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt

Eftir að trúnaðarbrestur vegna barnaníðingamáls varð ríkisstjórninni að falli hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á að samúð flokksins hafi alltaf legið hjá þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem eiga um sárt að binda.

Í þessu samhengi hafa til dæmis ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir vísað til breytinga sem gerðar voru á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga á kjörtímabilinu 2003 til 2007. Hins vegar er ljóst að lítið bólaði á réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis fyrr en eftir að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins höfðu mætt áralöngum þrýstingi frá kvennahreyfingunni, félagasamtökum og stjórnarandstöðuflokkunum á Alþingi.

Bjarni Benediktsson var formaður allsherjarnefndar Alþingis á tímabilinu 2003 til 2007. Þegar litið er yfir atburðarás þessara ára – þeirra þingmála sem fram komu, nefndarálita og breytingartillagna sem bárust frá allsherjarnefnd og loks þeirra lagabreytinga sem á endanum gengu í gegn – er engu líkara en að nefndarformaðurinn hafi haft það hlutverk að tempra vissar úrbætur í þágu kvenfrelsis og þolenda kynferðisbrota sem kallað var eftir og hægja þannig á þeirri þróun sem smám saman var að nást samstaða um víða í samfélaginu og meðal annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á Alþingi.

Ákalli þolenda svarað seint og illa

Þetta er í takt við söguna. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur lengst af verið við völd á Íslandi og oftast farið með dómsmálaráðuneytið. Málaflokkurinn hefur hvílt á herðum hans en ákalli þolenda kynbundins ofbeldis um réttarúrbætur hefur nær undantekningarlaust verið svarað seint og illa.

 

Guðrún JónsdóttirTók þátt í stofnun Stígamóta. Illa gekk að fá áheyrn stjórnvalda, þar til Jóhanna Sigurðardóttir varð ráðherra.

Kvennaathvarfið var stofnað fyrir söfnunarfé á sínum tíma og ráðandi öfl í samfélaginu sýndu því lítinn áhuga. Þegar konur tóku sig svo saman um að veita þolendum kynferðisofbeldis skjól, í sjálfboðaliðastarfi á kirkjuloftinu í Háteigskirkju, var áhugi stjórnvalda einnig takmarkaður.

Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennalistans, kom að stofnun bæði Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Áður en Stígamót voru stofnuð hafði hópur kvenna sett upp símalínu til að ganga úr skugga um að sifjaspell væri raunverulegt vandamál í íslensku samfélagi, vegna þess að til þeirra höfðu leitað konur sem höfðu sögur að segja af ofbeldi. Frásagnir þessara kvenna líktust ekki neinu sem þær höfðu heyrt um áður, þetta voru sögur af kynferðisofbeldi gegn varnarlausum börnum, sem framið var inni á heimilum, af aðilum þeim tengdum og viðgekkst jafnvel um áraraðir í skjóli þagnar og leyndar. Síminn var rauðglóandi og ljóst var að úrræða var þörf.

 „Við höfðum snúið okkur til bæði borgarinnar og félagsmálaráðherra en ekki fengið neina áheyrn“ 

„Við fengum enga peninga og urðum að bjarga okkur,“ segir Guðrún. „Við höfðum snúið okkur til bæði borgarinnar og félagsmálaráðherra en ekki fengið neina áheyrn, kannski 100 þúsund krónur til þess að greiða fyrir leigu og síma og öðru sem þessu fylgdi. Þetta var þungur róður, þar til við sáum að þetta gat ekki gengið lengur, því við vorum alltaf á bónbjörgunum.

Við vorum að vinna þetta í sjálfboðavinnu á kvöldin og um helgar og það var sárt að sóa dýrmætum tíma í að nurla saman einhverjum krónum. Við vorum heldur ekki stór hópur kvenna þannig að þetta var ansi mikið álag.“

„Íhaldið sagði þvert nei“ 

Guðrún fullyrðir í samtali við Stundina að Stígamót hefðu aldrei orðið að veruleika ef Jóhanna Sigurðardóttir hefði ekki orðið félagsmálaráðherra. „Við fengum eina milljón frá henni, sem var alveg ótrúlegt. Við höfðum aldrei fengið slíka peninga, en við höfðum gert fjárhagsáætlun þar sem við vorum stórhuga og sögðumst þurfa tíu milljónir til að geta byrjað, en fengum eina. Það gekk nú samt.“

Fyrir henni snerist þetta ekki aðeins um flokkadrætti, heldur er ljóst í hennar huga að það skipti einnig sköpum þegar konur komust í áhrifastöður í stjórnmálum. Þær sýndu þessum málaflokki meiri skilning en áður hafði verið gert. Stígamót fengu síðan þjónustusamning sem dugði fyrir launakostnaði starfsmanna, sem varð til þess að hægt var að halda starfinu gangandi þótt safna þyrfti fyrir öllum öðrum kostnaði. 

Áður hafði Guðrún barist fyrir auknu fjármagni fyrir Kvennaathvarfið í borgarstjórn, sem fékk fjárstyrki frá ríki og sveitarfélögum en þeir voru af svo skornum skammti að þeir dugðu ekki fyrir rekstrinum nema í kannski fjóra til fimm mánuði á ári. „Íhaldið sagði þvert nei. Fjármagnið var svo naumt skammtað að athvarfið var meira og minna rekið af sjálfboðaliðum, sem voru á vöktum allan sólarhringinn. Það var sama hvaða röksemdir við gátum fært fram, sýnt tölur og verið málefnalegar, það breytti engu. Svarið var alltaf nei.

Ég held að þeir hafi litið á þetta sem einhverja vinstrimennsku og stillt kvennahreyfingunni upp sem pólitískum andstæðingum þótt grasrótin væri í raun skipuð blönduðum hópi kvenna. En við vorum róttækar í þeim skilningi að við vildum breytingar á samfélaginu. Fyrst við vorum settar í það hlutverk að vera vinstri afl þá var ekki hægt að hleypa okkar málum að,“ útskýrir hún.

Skýrslu stungið undir stól

Á Alþingi börðust Kvennalistakonur einnig fyrir breytingum í þágu þolenda og fengu árið 1984 samþykkta þingsályktunartillögu um að skipa sérstaka nauðgunarmálanefnd. Nefndin vann í fjögur ár að rannsóknum og tillögum að úrbótum, sem var svo seint og illa hrint í framkvæmd að lagaprófessorinn sem leiddi nefndina sagði dapurlegt hvernig skýrslunni hefði verið „stungið undir stól“.

Ein tillagan fólst í því að stofna neyðarmóttöku fyrir þolendur ofbeldis. Móttakan var ekki opnuð fyrr en 1993. Guðrún Agnarsdóttir í Kvennalistanum hafði leitt undirbúningsvinnuna og veitti móttökunni forstöðu fyrstu árin. Ekkert fjármagn var sett í fræsðslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og lögreglu, líkt og nefndin lagði til, og engum aðgerðum ýtt úr vör til að tryggja þolendum greiðslu miskabóta sem þeim voru dæmdir, líkt og tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndunum. Það var ekki fest í lög fyrr en átta árum eftir að nefndin lauk störfum, og þá að hámarki 600 þúsundum króna. Sú upphæð var ekki hækkuð fyrr en Ögmundur Jónasson varð innanríkisráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og nú tryggir ríkið þolendum bætur allt að 3 milljónum. 

Réttarbætur fyrir þolendur

Nauðgunarmálanefndin lagði líka til víðtækar breytingar skírlífiskafla hegningarlaganna, sem urðu grundvöllur lagabreytinga sem áttu sér stað árið 1992, þegar Þorsteinn Pálsson var dómsmálaráðherra. „Þetta var fyrsta lagasetningin þar sem aðeins var farið að hreyfa við kerfinu og tryggja betur stöðu þolenda,“ segir Guðrún.

Hún þakkar kvennabaráttunni þann áfangasigur, en raddir þolenda var orðin háværari. Henni er efst í huga sem var gengin árið 1990, þar sem konur gengu fylktu liði frá Stígamótum að rannsóknarlögreglunni, héraðsdómi og Hæstarrétti og afhentu þeim blómsveig í minningu allra málana sem þeir höfðu látið niður falla. Konurnar gengu saman í grafarþögn, en fremst gekk kona með trommu sem sló sorgartón. Síðan lásu þær upp texta í gjallarhornum. Samstaðan sem birtist í göngunni og fleiri aðgerðum kvennahreyfingarinnar urðu til þess að þolendur öðluðust kraft og þor til þess að stíga fram í fjölmiðlum og varpa ljósi á alvarleika þessara brota. Þrýstingurinn um réttlæti stigmagnaðist og Kvennalistakonur fylgdu því eftir á þinginu, enda var talið að allt að 95% nauðgunarmála væru aldrei upplýst og aðeins um þriðjungur kærðra mála fór fyrir dóm. 

 „Stærsta áskorunin fólst í því að halda umræðunni gangandi því það voru svo sterk öfl sem voru alltaf að reyna að þagga niður í umræðunni“

„Eina leiðin til að breyta grunnviðhorfum samfélagsins til þessara mála er að fólk geri sér grein fyrir því hversu hryllilega alvarlegir glæpir þetta eru,“ segir Guðrún. „Stærsta áskorunin fólst í því að halda umræðunni gangandi því það voru svo sterk öfl sem voru alltaf að reyna að þagga niður í umræðunni og vildu ekki heyra þessa hluti. Þögnin var höfuðóvinur okkar. Enn í dag er mikilvægasta áskorunin í þessari baráttu að láta ekki hylma yfir þessi mál og þögnina leggjast yfir allt.“ 

Sársaukafullar málamiðlanir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vakti nýlega máls á því í Facebook-færslu að hann hefði, sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar á tímabilinu 2003 til 2007, lagt mikla vinnu í breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna.

 

„Góð samstaða tókst á Alþingi um öll meginatriði. Nauðgunarhugtakið var útvíkkað, fyrningarfrestir lengdir, sem skipti sérstaklega miklu í tilfelli brota gegn ólögráða, ýmsar refsiþyngingarástæður voru lögfestar og refsingar vegna kynferðisbrota þyngdar,“ skrifar Bjarni. Raunin er hins vegar sú að nefndarmenn þurftu að gera sársaukafullar málamiðlanir vegna tregðu Sjálfstæðisflokksins til að fallast á að kynferðisbrot gegn börnum yrðu gerð ófyrnanleg og að kaup á vændi yrðu refsiverð. Þá dró flokkurinn lappirnar að því er varðar hina svokölluðu „austurrísku leið“ sem felur í sér að lögregla fái lagaheimild til að vísa ofbeldismönnum af heimilum. Slík löggjöf var ekki samþykkt á Íslandi fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og aðrir flokkar náðu meirihluta á Alþingi.

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingkona Vinstri grænna, segist hafa lent í „ótrúlega erfiðum slag“ við Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktsson á umræddu kjörtímabili. Tregðan til breytinga og réttarbóta í þágu kvenréttinda og brotaþola kynferðisofbeldis hafi verið gríðarleg. Þannig hafi hún þurft að horfa upp á Björn Bjarnason leggjast gegn því að mansalsfórnarlömb fengju vernd á landinu og gegn því að lögreglan hefði heimild til að taka ofbeldismenn út af heimilum sínum.

Vildu refsa vændiskonum

Til skýringar á því sem fram fór á kjörtímabilinu 2003 til 2007 er gagnlegt að líta aftur til ársins 1992 þegar umræða vaknaði um hvort réttast væri að hætta að refsa þeim sem stunduðu vændi sér til framfærslu. Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni. Meirihluti nefndarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins – flokks sem hefur kennt sig við atvinnu- og einstaklingsfrelsi í gegnum tíðina – vildi að sala á vændi yrði áfram refsinæm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppreist æru

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
MenningUppreist æru

„Við er­um enn­þá með­virk með spill­ing­unni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.
Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
FréttirUppreist æru

Vakn­aði af mar­tröð um Ró­bert Dow­ney þeg­ar rann­sókn var hætt á minn­is­bók með nöfn­um stúlkna

Minn­is­bók Ró­berts Dow­ney með nöfn­um 335 stúlkna verð­ur ekki rann­sök­uð frek­ar af lög­reglu, þar sem ekki hefðu fund­ist næg­ar vís­bend­ing­ar um að brot hefðu ver­ið fram­in, og þau væru fyrnd ef svo væri. Gló­dís Tara Fann­ars­dótt­ir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minn­is­bók­inni, mót­mæl­ir harð­lega.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár